Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 16:35 Árásin var framin á gangstétt meðfram Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ívar Aron Hill Ævarsson var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stunguárás og önnur brot. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Ívar Aron hlotið tveggja ára dóm í Héraðsdómi Reykjaness í málinu. Á meðal þess sem hann var ákærður fyrir var sérstaklega hættuleg líkamsárás og tilraun til ráns á gangstétt meðfram Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg þann 14. september 2022. Honum var gefið að sök að veitast að hjólreiðamanni með því að stinga hann þrisvar með hnífi, einu sinni í mjöðm og tvisvar í læri. Síðan hafi Ívar Aron reynt að taka reiðhól mannsins. Fyrir vikið hlaut hjólreiðamaðurinn þrjú stungusár og ýmsar útvortis- og innvortisblæðingar, þar á meðal slagæðablæðingu. Jafnramt fór hluti lærvöðva hans í sundur. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Hann var líka ákærður fyrir ýmis önnur brot: þjófnað, nytjastuld, akstur án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna, vörslur fíkniefna og fjársvik. Ívar játaði skýlaust sök í héraðsdómi, en líkt og áður segir hlaut hann 2 ára dóm þar. Þar var honum jafnframt gert að greiða hjólreiðamanninum tæplega 1,4 milljónir króna. Árás á tónleikum Guns N' Roses Ívar Aron á langan brotaferil að baki. Árið 2019 var hann dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir brot í 24 ákæruliðum. Þar með talið var ofbeldisbrot þar sem honum var gefið að sök að slá einstakling í andlit og höfuð. Fyrir vikið féll sá sem varð fyrir árásinni til jarðar. Þá mun Ívar hafa sparkað í líkama og höfuð einstaklingsins sem hlaut heilarhristing og aðra áverka á líkama. Þetta brot var framið undir stúkunni á Laugardalsvelli þann 24. júlí 2018, sama dag og tónleikar hljómsveitarinnar Guns N' Roses fóru fram á Laugardalsvelli. Í dómi Landsréttar frá því í dag var vísað í þetta ofbeldisbrot Ívars frá árinu 2018. „Hvorki sakaferill ákærða né annað, sem komið hefur fram í málinu, ber vitni um að ákærði hafi reynt að bæta ráð sitt,“ segir í dómnum. Þá er bent á að árásin hafi verið framin með hníf og því verið sérstaklega hættuleg. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hann í þriggja ára fangelsi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Á meðal þess sem hann var ákærður fyrir var sérstaklega hættuleg líkamsárás og tilraun til ráns á gangstétt meðfram Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg þann 14. september 2022. Honum var gefið að sök að veitast að hjólreiðamanni með því að stinga hann þrisvar með hnífi, einu sinni í mjöðm og tvisvar í læri. Síðan hafi Ívar Aron reynt að taka reiðhól mannsins. Fyrir vikið hlaut hjólreiðamaðurinn þrjú stungusár og ýmsar útvortis- og innvortisblæðingar, þar á meðal slagæðablæðingu. Jafnramt fór hluti lærvöðva hans í sundur. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Hann var líka ákærður fyrir ýmis önnur brot: þjófnað, nytjastuld, akstur án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna, vörslur fíkniefna og fjársvik. Ívar játaði skýlaust sök í héraðsdómi, en líkt og áður segir hlaut hann 2 ára dóm þar. Þar var honum jafnframt gert að greiða hjólreiðamanninum tæplega 1,4 milljónir króna. Árás á tónleikum Guns N' Roses Ívar Aron á langan brotaferil að baki. Árið 2019 var hann dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir brot í 24 ákæruliðum. Þar með talið var ofbeldisbrot þar sem honum var gefið að sök að slá einstakling í andlit og höfuð. Fyrir vikið féll sá sem varð fyrir árásinni til jarðar. Þá mun Ívar hafa sparkað í líkama og höfuð einstaklingsins sem hlaut heilarhristing og aðra áverka á líkama. Þetta brot var framið undir stúkunni á Laugardalsvelli þann 24. júlí 2018, sama dag og tónleikar hljómsveitarinnar Guns N' Roses fóru fram á Laugardalsvelli. Í dómi Landsréttar frá því í dag var vísað í þetta ofbeldisbrot Ívars frá árinu 2018. „Hvorki sakaferill ákærða né annað, sem komið hefur fram í málinu, ber vitni um að ákærði hafi reynt að bæta ráð sitt,“ segir í dómnum. Þá er bent á að árásin hafi verið framin með hníf og því verið sérstaklega hættuleg. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hann í þriggja ára fangelsi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira