Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 15:59 Skúbb Ísgerð er til húsa við Laugarásveg. Vísir Framkvæmdastjóri Skúbb Ísgerðar hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að honum sé skylt að fjarlægja ljósaskilti sem er við ísbúð Skúbb, sem er við Laugarásveg í Reykjavík. Í kærunni segir að nágranni heyi stríð gegn ísbúðinni. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur borist erindi vegna málsins. Ákvörðun byggingarfulltrúa er á þann veg að verði skiltið ekki fjarlægt mun Skúbb þurfa að greiða dagsektir. Í stjórnsýslukæru eigandans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarfulltrúanum hafi borist ábending frá íbúa á Laugarásvegi 1, sem er sama húsnæði og ísbúðin er starfrækt í. Þessi nágranni er sagður hafa „kvartað til allra yfirvalda með engum árangri“, en hann hafi þó fundið „glufu“ þar sem leyfi vegna skiltsins vantaði. „Sá einstaklingur er mikið í nöp við ísbúðina Skúbb,“ segir í kærunni þar sem nágranninn er sakaður um ýmislegt. „Umræddur einstaklingur hefur unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, starfsfólk Skúbb er hrætt við þennan einstakling vegna hótanna í garð þeirra. Viðkomandi notar bílastæði sem ætluð eru viðskiptavinum þjónustukjarna og margt fleira er hægt að telja upp.“ Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Fram kemur að ísbúðin hafi gert ráðstafanir til að merkja ísbúðina með öðrum hætti, en enn sé beðið eftir því sem pantað hafi verið. Að mati framkvæmdastjórans hefur ljósaskiltabannið mikil áhrif á fyrirtækið þar sem viðskiptavinir gætu haldið að búið væri að loka ísbúðinni yrði það tekið í burtu. Þá segir hann að fella ætti ákvörðunina úr gildi vegna tómlætis. Skiltið hafi verið upp í meira en fimm ár áður en kvartað var yfir því. „Enginn hafði gert athugasemdir fyrr en tiltekinn einstaklingur fór í stríð við ísbúðina Skúbb.“ Ís Nágrannadeilur Reykjavík Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur borist erindi vegna málsins. Ákvörðun byggingarfulltrúa er á þann veg að verði skiltið ekki fjarlægt mun Skúbb þurfa að greiða dagsektir. Í stjórnsýslukæru eigandans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarfulltrúanum hafi borist ábending frá íbúa á Laugarásvegi 1, sem er sama húsnæði og ísbúðin er starfrækt í. Þessi nágranni er sagður hafa „kvartað til allra yfirvalda með engum árangri“, en hann hafi þó fundið „glufu“ þar sem leyfi vegna skiltsins vantaði. „Sá einstaklingur er mikið í nöp við ísbúðina Skúbb,“ segir í kærunni þar sem nágranninn er sakaður um ýmislegt. „Umræddur einstaklingur hefur unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, starfsfólk Skúbb er hrætt við þennan einstakling vegna hótanna í garð þeirra. Viðkomandi notar bílastæði sem ætluð eru viðskiptavinum þjónustukjarna og margt fleira er hægt að telja upp.“ Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Fram kemur að ísbúðin hafi gert ráðstafanir til að merkja ísbúðina með öðrum hætti, en enn sé beðið eftir því sem pantað hafi verið. Að mati framkvæmdastjórans hefur ljósaskiltabannið mikil áhrif á fyrirtækið þar sem viðskiptavinir gætu haldið að búið væri að loka ísbúðinni yrði það tekið í burtu. Þá segir hann að fella ætti ákvörðunina úr gildi vegna tómlætis. Skiltið hafi verið upp í meira en fimm ár áður en kvartað var yfir því. „Enginn hafði gert athugasemdir fyrr en tiltekinn einstaklingur fór í stríð við ísbúðina Skúbb.“
Ís Nágrannadeilur Reykjavík Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira