Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2024 09:59 Huginn eða Muninn. Tveir hrafnar hafa lagt það í vana sinn að elta hópa uppá jökul og snýkja bita. vísir/rax Krummar eru klókir fuglar og í Öræfasveitinni eru tveir hrafnar sem hafa lagt það í vana sinn að fylgja hópum uppá jökul. Þeir græða oftast bita á því. Íris Petersen er jöklaleiðsögumaður en þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali var hún stödd í klifurferð úti í Marakkó. „Já, ég er í klettaklifurferð með vinum mínum, í Atlasfjöllunum sem er fjallgarður. Aðeins að komast í sól og d-vítamín áður en jólin koma. Ég og maðurinn minn, sem er hérna líka, vinnum við fjallaleiðsögn og það er gott að geta farið í svona fínt loftslag og skemmt sér við að klifra á þessum árstíma.“ Klókir hrafnar Íris, sem er 29 ára, er að koma til landsins til að halda heilög jól á heimaslóðum. Hún er öll í klifrinu en þó forvitnilegt megi heita var ástæðan fyrir því að Vísir truflaði hana í Marokkó ekki sú að forvitnast um fjallamennsku þar heldur hér heima. Vísir hafði nefnilega frétt af tveimur hröfnum sem eiga það til að fylgja hópum uppá jökul. vísir/rax „Já, þeir eru mjög klókir eins og við vitum. Þeir hafa fundið út úr því, þegar við förum á Falljökul, sem er einn af vinsælustu jöklunum, og þeir fylgja hópum á jökli að þá megi þeir eiga von á mola af einhverju góðgæti.“ Þessu fékk Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis að kynnast en hann var þarna ásamt Írisi og fleirum, hátt uppi í ísfjalli sem er brattur skriðjökull. Og hann náði að festa þá á filmu. „Ef maður fer eins langt og maður kemst, þá köllum við það ísfall, þar eru ísturnar og mjög fallegt landslag. Við settumst þarna niður í smá hádegispásu, og þá komu hrafnarnir og vildu helst kjöt eða eitthvað gotterí.“ vísir/rax Íris segir hrafnana halda saman alla ævi og hún gerir því skóna að um sé að ræða par sem haldi til í Svínafelli, sem er næsta fjall við Falljökul. „Annar er minni, hinn stærri og ég geri þá ráð fyrir því að það sé karlfuglinn.“ Huginn og Muninn Óðins Íris hefur ekki gefið þeim nafn ennþá. „Nei, eða, ég veit það ekki. Ég kalla þá bara Huginn og Muninn hans Óðins. Geri ráð fyrir því að þetta séu þeir. Það var fyndið í Covid, en þá voru færri ferðir en við vorum að fara með íslenska hópa uppá Hvannadalshnjúk. Þá tekur maður morgunmatinn í 11 hundruð metra hæð, þar stoppar maður áður en lagt er á jökulinn, og þá var maður farinn að hitta þau þar.“ vísir/rax Þá gengur sem sagt hópurinn uppá Sandfell, sem er í 11 hundruð metra hæð og er lína á milli af öryggisástæðum. Íris segir að nú sé svakalegur gangur í jöklaferðum. „Þetta er alltaf jafn vinsælt. Ég er meira í prívatferðum og kennslu í f fjallamennskunámi FSA og jöklaleiðsögn hjá félagið fjallaleiðsögumanna á Íslandi/AIMG. En það er mikið að gera í jöklaferðamennsku. Að vetrarlagi er fólk að sækja í íshella og svoleiðis.“ vísir/rax Þessi tegund af ferðamennsku hefur vaxtið til mikilla muna. Þegar Íris byrjað, sem var 2015, var hún að leiðsegja á jökla, en það var aðallega á sumrin. „Það munar um það fyrir okkur sem búum á svæðinu að þetta sé heilsársstarfsemi.“ Margir telja svartan fugl ógæfumerki Og hrafnarnir elta. Eru ferðamennirnir allir jafn ánægðir með þennan óvanalega félagsskap? „Það er misjafnt. Ég hef upplifað að fólk frá sumum asískum löndum er ekki allt hrifið. En sumir svartir fuglar eru taldir boða ógæfu. En þegar við segjum þeim að hrafnarnir búi á Íslandi allan ársins hring, þá verða þeir hrifnir. Vísir/Rax Svo hef ég stundum sagt fólki sögur um að ef fólk hefur átt gott samband við hrafninn geti hann varað mann við hættum. Kona nokkur sem var búin að gefa hrafninum og var orðin vinkona hans varð fyrir því að skriða kom á bæ hennar. En hrafninn var þá búinn að vara hana við og bjargaði lífi hennar.“ Íris segir fjallaleiðsögufyrirtæki hennar heita Tindaborg og að þau hjónin búi í Svínafelli, á næstu slóðum við falljökul. „Þetta er fallegasta sveit landsins. Við búum beint undir Hvannadalshnjúki. Staðurinn til að vera á ef maður er í fjallamennsku og klifri.“ vísir/rax Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Jöklar á Íslandi Dýr Fuglar Ferðamennska á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Íris Petersen er jöklaleiðsögumaður en þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali var hún stödd í klifurferð úti í Marakkó. „Já, ég er í klettaklifurferð með vinum mínum, í Atlasfjöllunum sem er fjallgarður. Aðeins að komast í sól og d-vítamín áður en jólin koma. Ég og maðurinn minn, sem er hérna líka, vinnum við fjallaleiðsögn og það er gott að geta farið í svona fínt loftslag og skemmt sér við að klifra á þessum árstíma.“ Klókir hrafnar Íris, sem er 29 ára, er að koma til landsins til að halda heilög jól á heimaslóðum. Hún er öll í klifrinu en þó forvitnilegt megi heita var ástæðan fyrir því að Vísir truflaði hana í Marokkó ekki sú að forvitnast um fjallamennsku þar heldur hér heima. Vísir hafði nefnilega frétt af tveimur hröfnum sem eiga það til að fylgja hópum uppá jökul. vísir/rax „Já, þeir eru mjög klókir eins og við vitum. Þeir hafa fundið út úr því, þegar við förum á Falljökul, sem er einn af vinsælustu jöklunum, og þeir fylgja hópum á jökli að þá megi þeir eiga von á mola af einhverju góðgæti.“ Þessu fékk Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis að kynnast en hann var þarna ásamt Írisi og fleirum, hátt uppi í ísfjalli sem er brattur skriðjökull. Og hann náði að festa þá á filmu. „Ef maður fer eins langt og maður kemst, þá köllum við það ísfall, þar eru ísturnar og mjög fallegt landslag. Við settumst þarna niður í smá hádegispásu, og þá komu hrafnarnir og vildu helst kjöt eða eitthvað gotterí.“ vísir/rax Íris segir hrafnana halda saman alla ævi og hún gerir því skóna að um sé að ræða par sem haldi til í Svínafelli, sem er næsta fjall við Falljökul. „Annar er minni, hinn stærri og ég geri þá ráð fyrir því að það sé karlfuglinn.“ Huginn og Muninn Óðins Íris hefur ekki gefið þeim nafn ennþá. „Nei, eða, ég veit það ekki. Ég kalla þá bara Huginn og Muninn hans Óðins. Geri ráð fyrir því að þetta séu þeir. Það var fyndið í Covid, en þá voru færri ferðir en við vorum að fara með íslenska hópa uppá Hvannadalshnjúk. Þá tekur maður morgunmatinn í 11 hundruð metra hæð, þar stoppar maður áður en lagt er á jökulinn, og þá var maður farinn að hitta þau þar.“ vísir/rax Þá gengur sem sagt hópurinn uppá Sandfell, sem er í 11 hundruð metra hæð og er lína á milli af öryggisástæðum. Íris segir að nú sé svakalegur gangur í jöklaferðum. „Þetta er alltaf jafn vinsælt. Ég er meira í prívatferðum og kennslu í f fjallamennskunámi FSA og jöklaleiðsögn hjá félagið fjallaleiðsögumanna á Íslandi/AIMG. En það er mikið að gera í jöklaferðamennsku. Að vetrarlagi er fólk að sækja í íshella og svoleiðis.“ vísir/rax Þessi tegund af ferðamennsku hefur vaxtið til mikilla muna. Þegar Íris byrjað, sem var 2015, var hún að leiðsegja á jökla, en það var aðallega á sumrin. „Það munar um það fyrir okkur sem búum á svæðinu að þetta sé heilsársstarfsemi.“ Margir telja svartan fugl ógæfumerki Og hrafnarnir elta. Eru ferðamennirnir allir jafn ánægðir með þennan óvanalega félagsskap? „Það er misjafnt. Ég hef upplifað að fólk frá sumum asískum löndum er ekki allt hrifið. En sumir svartir fuglar eru taldir boða ógæfu. En þegar við segjum þeim að hrafnarnir búi á Íslandi allan ársins hring, þá verða þeir hrifnir. Vísir/Rax Svo hef ég stundum sagt fólki sögur um að ef fólk hefur átt gott samband við hrafninn geti hann varað mann við hættum. Kona nokkur sem var búin að gefa hrafninum og var orðin vinkona hans varð fyrir því að skriða kom á bæ hennar. En hrafninn var þá búinn að vara hana við og bjargaði lífi hennar.“ Íris segir fjallaleiðsögufyrirtæki hennar heita Tindaborg og að þau hjónin búi í Svínafelli, á næstu slóðum við falljökul. „Þetta er fallegasta sveit landsins. Við búum beint undir Hvannadalshnjúki. Staðurinn til að vera á ef maður er í fjallamennsku og klifri.“ vísir/rax Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX
Jöklar á Íslandi Dýr Fuglar Ferðamennska á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp