Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Rafn Ágúst Ragnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. desember 2024 19:16 Faraldur RS-veiru hefur verið sérstaklega þungur þetta árið. Vísir Sjö börn liggja inni á barnaspítalanum vegna þungs faraldurs RS-veiru. Ekkert barn er þó á gjörgæslu. Fjölmörg börn hafa verið lögð inn á barnaspítalann og þar af hafa nokkur þurft að fara á gjörgæslu. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir á barnaspítalanum segir ástandið vera svipað og síðustu vikurnar og að alltaf sé talsverður hópur af börnum sem liggja inni. Börnin sé yfirleitt lögð inn í nokkra daga og útskrifast svo heim til sín. „Þannig er nú samt jafnan að þá fyllast plássin jafnóðum af næstu bylgju af börnum,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Valtýr að enn sé ekki farið að dragast úr innlögnum og að ekki sjái fyrir enda faraldursins. Árlegur faraldur RS-veiru toppi oftast í kringum áramótin þó það sveiflist til á milli ára. Hvernig verða jólin og áramótin hjá ykkur? „Bara eins og alltaf. Við erum tilbúin að taka á móti þessum krökkum þegar þess þarf, Það skiptir ekki máli hvort það eru jól eða áramót eða einhver annar tími,“ segir Valtýr. Vísir fjallaði um helgina um byltingarkennt mótefni við RS-veirunni sem gæti verið veitt íslenskum börnum til að koma í veg fyrir næsta faraldur. Valtýr segist fagna áhuga sóttvarnaryfirvalda á því en að það standi Íslendingum líklega ekki til boða fyrr en næsta vetur. „Ég veit að það var gerð könnun á því hjá framleiðendunum hvort mögulega væri hægt að fá einhverja skammta af þessu efni en eftirspurnin er langt umfram framleiðslugetuna hjá þeim þannig að það gekk ekki. Ég veit að það er áhugi fyrir þessu hjá sóttvarnaryfirvöldum að skoða þetta vel og við fögnum því,“ segir hann. „Ég hugsa að þetta verði aldrei fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur, fyrir næsta faraldur. En ég veit það ekki, það ereitthvað sem sóttvarnaryfirvöld verða að svara fyrir,“ segir Valtýr. Hann ráðleggur áhyggjufullum foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum og að hætti þau að nærast almennilega og glími við hósta og öndunarerfiðleika sé tími kominn á að láta skoða barnið á spítala. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir á barnaspítalanum segir ástandið vera svipað og síðustu vikurnar og að alltaf sé talsverður hópur af börnum sem liggja inni. Börnin sé yfirleitt lögð inn í nokkra daga og útskrifast svo heim til sín. „Þannig er nú samt jafnan að þá fyllast plássin jafnóðum af næstu bylgju af börnum,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Valtýr að enn sé ekki farið að dragast úr innlögnum og að ekki sjái fyrir enda faraldursins. Árlegur faraldur RS-veiru toppi oftast í kringum áramótin þó það sveiflist til á milli ára. Hvernig verða jólin og áramótin hjá ykkur? „Bara eins og alltaf. Við erum tilbúin að taka á móti þessum krökkum þegar þess þarf, Það skiptir ekki máli hvort það eru jól eða áramót eða einhver annar tími,“ segir Valtýr. Vísir fjallaði um helgina um byltingarkennt mótefni við RS-veirunni sem gæti verið veitt íslenskum börnum til að koma í veg fyrir næsta faraldur. Valtýr segist fagna áhuga sóttvarnaryfirvalda á því en að það standi Íslendingum líklega ekki til boða fyrr en næsta vetur. „Ég veit að það var gerð könnun á því hjá framleiðendunum hvort mögulega væri hægt að fá einhverja skammta af þessu efni en eftirspurnin er langt umfram framleiðslugetuna hjá þeim þannig að það gekk ekki. Ég veit að það er áhugi fyrir þessu hjá sóttvarnaryfirvöldum að skoða þetta vel og við fögnum því,“ segir hann. „Ég hugsa að þetta verði aldrei fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur, fyrir næsta faraldur. En ég veit það ekki, það ereitthvað sem sóttvarnaryfirvöld verða að svara fyrir,“ segir Valtýr. Hann ráðleggur áhyggjufullum foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum og að hætti þau að nærast almennilega og glími við hósta og öndunarerfiðleika sé tími kominn á að láta skoða barnið á spítala.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46