Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2024 20:04 Júlía Sól og Djásn, sem er uppáhalds kindin hennar í fjárhúsinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sautján ára stelpa á Stokkseyri elskar ekkert meira en íslensku sauðkindina enda er hún með um 100 fjár með pabba sínum í þorpinu. Ærin Djásn er í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Hér erum við að tala um Júlíu Sól Sigurfinnsdóttur, sem hefur alltaf haft mikið dálæti á kindum og líður hvergi eins vel og þegar hún er innan um kindurnar sínar í fjárhúsinu á Stokkseyri. Hún gegnir þeim tvisvar á dag og svo á hún sína uppáhalds kinda, hana Djásn, sem er mjög, mjög gæf. „Frá því að maður fæddist þá hefur þetta bara verið mitt helst áhugamál. Ég er fædd og uppalinn við þetta, bara í sveitinni alla daga og svo er pabbi búin að vera í þessu síðan hann var stráklingur,“ segir Júlía. Júlía segir að vorið sé alltaf skemmtilegast í fjárhúsinu þegar lömbin eru að koma í heiminn og svo þessi árstími þegar fengitíminn stendur yfir. Og þú spáir mikið í ræktun og annað slíkt eða hvað? „ Já, það er náttúrulega alltaf markmiðið að ná góðri ræktun og góðum kindum í stofninn“. Júlía Sól með foreldrum sínum eða þeim Sigurfinni Bjarkarssyni og Guðrúnu Jónu Borgarsdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þú ert ekki nema 17 ára, hvað finnst vinum þínum og vinkonum að þú sért að stússast í þessu, af hverju ertu ekki frekar að kíkja á sæta stráka? „Ég hef svo sem ekki mikið spurt út í það eða pælt í því en þær eru meðvitaðar um þennan mikla áhuga, en á meðan ég hef áhuga þá er um að gera að halda bara áfram í þessu, stússast í þessu í staðin fyrir að elta einhverja stráka, sem eru ekki þessi virði,“ segir Júlía Sól hlæjandi. Og svo er það uppáhalds hrúturinn hennar Júlíu, sem er mjög vel dæmdur og heitir Hrafn. „Þetta er okkar besti hrútur á þessu ári með 90 stig slétt og 19,5 fyrir læri og og 9,5 fyrir bak og 9,5 fyrir malir. Hann er frekar róleg dýpa, er ekkert að stressa sig mikið á hlutunum,“ segir 17 ára sauðfjárræktandinn á Stokkseyri, Júlía Sól. Hér er Júlía Sól með hrútinn Hrafn, sem hefur fengið úrvaldsdóm og þykir mjög efnilegur kynbótahrútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Hér erum við að tala um Júlíu Sól Sigurfinnsdóttur, sem hefur alltaf haft mikið dálæti á kindum og líður hvergi eins vel og þegar hún er innan um kindurnar sínar í fjárhúsinu á Stokkseyri. Hún gegnir þeim tvisvar á dag og svo á hún sína uppáhalds kinda, hana Djásn, sem er mjög, mjög gæf. „Frá því að maður fæddist þá hefur þetta bara verið mitt helst áhugamál. Ég er fædd og uppalinn við þetta, bara í sveitinni alla daga og svo er pabbi búin að vera í þessu síðan hann var stráklingur,“ segir Júlía. Júlía segir að vorið sé alltaf skemmtilegast í fjárhúsinu þegar lömbin eru að koma í heiminn og svo þessi árstími þegar fengitíminn stendur yfir. Og þú spáir mikið í ræktun og annað slíkt eða hvað? „ Já, það er náttúrulega alltaf markmiðið að ná góðri ræktun og góðum kindum í stofninn“. Júlía Sól með foreldrum sínum eða þeim Sigurfinni Bjarkarssyni og Guðrúnu Jónu Borgarsdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þú ert ekki nema 17 ára, hvað finnst vinum þínum og vinkonum að þú sért að stússast í þessu, af hverju ertu ekki frekar að kíkja á sæta stráka? „Ég hef svo sem ekki mikið spurt út í það eða pælt í því en þær eru meðvitaðar um þennan mikla áhuga, en á meðan ég hef áhuga þá er um að gera að halda bara áfram í þessu, stússast í þessu í staðin fyrir að elta einhverja stráka, sem eru ekki þessi virði,“ segir Júlía Sól hlæjandi. Og svo er það uppáhalds hrúturinn hennar Júlíu, sem er mjög vel dæmdur og heitir Hrafn. „Þetta er okkar besti hrútur á þessu ári með 90 stig slétt og 19,5 fyrir læri og og 9,5 fyrir bak og 9,5 fyrir malir. Hann er frekar róleg dýpa, er ekkert að stressa sig mikið á hlutunum,“ segir 17 ára sauðfjárræktandinn á Stokkseyri, Júlía Sól. Hér er Júlía Sól með hrútinn Hrafn, sem hefur fengið úrvaldsdóm og þykir mjög efnilegur kynbótahrútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?