Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2024 11:30 Þetta er komið gott, segir Roy Keane um samstarf Manchester United og Marcus Rashford. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og knattspyrnuspekingur, segir tíma til kominn fyrir Marcus Rashford, leikmann United, að róa á önnur mið. Rashford var skilinn eftir utan leikmannahóps United er liðið mætti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær, líkt og Alejandro Garnacho. Rúben Amorim, stjóri rauða liðsins í Manchester, virðist vera að senda með því ákveðin skilaboð til leikmannana tveggja og framtíð þeirra óljós. Roy Keane var sérfræðingur í kringum leikinn hjá Sky Sports sem sýndi hann á Bretlandi í gær en United vann leikinn 2-1 án þeirra félaga. Ákvörðunin um að skilja Rashford eftir utan hóps var þar til umræðu. „Þetta er áhugavert vegna þess að þeir hafa báðir tekið þátt í leikjunum undir stjórn Amorims til þessa. Hann hefur skoðað þá og augljóslega séð eitthvað sem honum líkar ekki, hvort sem það er eitthvað innan vallar eða utan, varðandi hugarfar eða slíkt,“ „Að skilja þá eftir utan hóps er stór ákvörðun en að einhverju leyti ekki óvænt því báðir leikmenn hafa verið slakir og honum hefur þótt nóg vera nóg,“ segir Keane. Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, var með Keane í setti og furðaði sig á stöðunni. Sagði Rashford sterkan leikmann sem hlyti að vera hægt að virkja. Þetta yrðu sorgleg endalok fyrir leikmann sem er uppalinn hjá Manchester United. Keane sammældist því að hluta en líkast til væri best fyrir leikmanninn sjálfan, eftir hegðun hans og framlag undanfarin misseri, að hann breyti til. „Þetta gæti verið endirinn. Við skulum ekki afskrifa hann alveg, þetta er einn leikur, en þetta lítur ekki vel út. Ég held að breyting myndi henta honum vel. Hann hefur verið lengi þarna og gert vel, en síðustu tvö ár hafa ekki verið góð og nálgun hans og hugarfar ekki verið gott undanfarið. Ég held það sé gott að slíta þessu samstarfi,“ segir Keane. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Rashford var skilinn eftir utan leikmannahóps United er liðið mætti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær, líkt og Alejandro Garnacho. Rúben Amorim, stjóri rauða liðsins í Manchester, virðist vera að senda með því ákveðin skilaboð til leikmannana tveggja og framtíð þeirra óljós. Roy Keane var sérfræðingur í kringum leikinn hjá Sky Sports sem sýndi hann á Bretlandi í gær en United vann leikinn 2-1 án þeirra félaga. Ákvörðunin um að skilja Rashford eftir utan hóps var þar til umræðu. „Þetta er áhugavert vegna þess að þeir hafa báðir tekið þátt í leikjunum undir stjórn Amorims til þessa. Hann hefur skoðað þá og augljóslega séð eitthvað sem honum líkar ekki, hvort sem það er eitthvað innan vallar eða utan, varðandi hugarfar eða slíkt,“ „Að skilja þá eftir utan hóps er stór ákvörðun en að einhverju leyti ekki óvænt því báðir leikmenn hafa verið slakir og honum hefur þótt nóg vera nóg,“ segir Keane. Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, var með Keane í setti og furðaði sig á stöðunni. Sagði Rashford sterkan leikmann sem hlyti að vera hægt að virkja. Þetta yrðu sorgleg endalok fyrir leikmann sem er uppalinn hjá Manchester United. Keane sammældist því að hluta en líkast til væri best fyrir leikmanninn sjálfan, eftir hegðun hans og framlag undanfarin misseri, að hann breyti til. „Þetta gæti verið endirinn. Við skulum ekki afskrifa hann alveg, þetta er einn leikur, en þetta lítur ekki vel út. Ég held að breyting myndi henta honum vel. Hann hefur verið lengi þarna og gert vel, en síðustu tvö ár hafa ekki verið góð og nálgun hans og hugarfar ekki verið gott undanfarið. Ég held það sé gott að slíta þessu samstarfi,“ segir Keane. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31