Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. desember 2024 18:16 Jamie Foxx lenti í því miður óheppilega atviki að glasi var grýtt í andlit hans þegar hann var að fagna afmæli sínu á veitingastað á föstudag. Getty Óprúttinn aðili henti glasi í munn leikarans Jamie Foxx á 57 ára afmæli hans á föstudag. Sauma þurfti spor í andlit leikarans eftir atvikið en Foxx sjálfur segist þó of lánsamur til að stressa sig á málinu. Foxx var á veitingastaðnum Mr. Chow í Beverly Hills að fagna afmæli sínu á föstudagskvöld þegar atvikið átti sér stað. Lögregla var kölluð á vettvang um tíuleytið vegna meintra slagsmála og kom í ljós að einhver hafði kastað glasi í Foxx og hæft hann í munninn. „Hann þurfti að fá sauma og er að jafna sig. Lögreglan var kölluð á vettvang og málið er nú á borði lögreglunnar,“ sagði talsmaður Foxx við TMZ Vitni sem voru á staðnum greindu TMZ frá því að viðskiptavinir á næsta borði hefði verið dónalegir og klúrir við Foxx. Hann hafi beðið þau um að hætta dónaskapnum í ljósi þess að fjölskylda hans var á staðnum. Í kjölfarið hafi einhver við borðið kastað glasinu í andlit hans. Djöfullinn ekki til... en sé samt upptekinn Jamie Foxx sjálfur birti færslu á Instagram-aðgangi sínum fyrr í dag þar sem hann þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og kveðjurnar. „Djöfulinn er upptekinn... en ég er of blessaður til að vera stressaður,“ segir á myndinni sem hann birtir. Með færslunnni er síðan mun lengri texti þar sem hann þakkar fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) „Djöfullinn er lygi. Getur ekki unnið hér... takk allir sem hafa beðið til Guðs og tékkað á mér... þegar ljósið þitt skín skært... reyna þau að færa þér myrkur ... en þau vita ekki að þú ert byggður fyrir það... ljósin hafa skinið skært,“ skrifar hann meðal annars við færsluna. Foxx var lengi frá sviðsljósinu á síðasta ári og var það lengi vel óútskýrt. Nýlega greindi hann frá því að hann hefði fengið heilablóðfall og blæðingu inn á heila. Hann fór í aðgerð og þurfti síðan að sinna langri endurhæfingu. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Foxx var á veitingastaðnum Mr. Chow í Beverly Hills að fagna afmæli sínu á föstudagskvöld þegar atvikið átti sér stað. Lögregla var kölluð á vettvang um tíuleytið vegna meintra slagsmála og kom í ljós að einhver hafði kastað glasi í Foxx og hæft hann í munninn. „Hann þurfti að fá sauma og er að jafna sig. Lögreglan var kölluð á vettvang og málið er nú á borði lögreglunnar,“ sagði talsmaður Foxx við TMZ Vitni sem voru á staðnum greindu TMZ frá því að viðskiptavinir á næsta borði hefði verið dónalegir og klúrir við Foxx. Hann hafi beðið þau um að hætta dónaskapnum í ljósi þess að fjölskylda hans var á staðnum. Í kjölfarið hafi einhver við borðið kastað glasinu í andlit hans. Djöfullinn ekki til... en sé samt upptekinn Jamie Foxx sjálfur birti færslu á Instagram-aðgangi sínum fyrr í dag þar sem hann þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og kveðjurnar. „Djöfulinn er upptekinn... en ég er of blessaður til að vera stressaður,“ segir á myndinni sem hann birtir. Með færslunnni er síðan mun lengri texti þar sem hann þakkar fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) „Djöfullinn er lygi. Getur ekki unnið hér... takk allir sem hafa beðið til Guðs og tékkað á mér... þegar ljósið þitt skín skært... reyna þau að færa þér myrkur ... en þau vita ekki að þú ert byggður fyrir það... ljósin hafa skinið skært,“ skrifar hann meðal annars við færsluna. Foxx var lengi frá sviðsljósinu á síðasta ári og var það lengi vel óútskýrt. Nýlega greindi hann frá því að hann hefði fengið heilablóðfall og blæðingu inn á heila. Hann fór í aðgerð og þurfti síðan að sinna langri endurhæfingu.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira