Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 14:25 Dóra Björt segir það markmið sitt að finna lausn fyrir íbúa vegna vöruhússins sem er búið að reisa við húsnæði þeirra á Álfabakka. Vísir/Arnar Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir augljóst að einkaframtakinu hafi ekki verið treystandi fyrir rúmum skipulagsheimildum í Breiðholti. Þess vegna séu reglur og kvaðir á skipulag mikilvægar. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir reglur of strangar en tekur þó fram að mikilvægt sé að borgin hafi afskipti þegar það varði heildarhagsmuni. Báðar eru þær sammála um það að vöruhúsið í Álfabakka í þeirri mynd sem það er sé ekki gott og að það þurfi að finna einhverja lausn á því. Dóra Björt og Hildur ræddu málið í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Mér finnst þetta auðvitað algjör hryllingur,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um vöruhúsið sem er búið að reisa nærri blokk í Breiðholtinu. Það sé ömurleg tilhugsun að íbúar þurfi að vakna við þetta á hverjum degi og að í stofuglugganum blasi við þessi græni járnveggur. Borgarfulltrúarnir Dóra Björt og Hildur tókust á um skipulagsmál í Sprengisandi í morgun.Vísir/Arnar og Einar Hildur segir að við fyrstu sýn virðist málið tyrfið og eiga sér langa sögu en það sé þó þannig að mikilvægasta ákvörðunin í málinu hafi verið tekin sumarið 2023 þegar borgarráð úthlutaði lóðinni og seldi byggingarheimildir. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa samþykkt þessa úthlutun en þegar það er gert komi fram að þetta sé verslunar- og þjónustulóð og þeim sagt að þarna eigi að rísa höfuðstöðvar tveggja rótgróinna fyrirtækja. Það verður svo ekki raunin eins og komið hefur fram. Sjá einnig: Kallar eftir meiri metnaði í Mjódd: Svæðið illa hirt og lýst og hættulegt gestum Hún segir Sjálfstæðismenn hafa sterkar skoðanir á framtíðarskipulagi í Mjóddinni og að flokkurinn hafi lagt til endurskoðun á heildarskipulagi Mjóddarinnar í skipulagsráði og að tillagan hafi verið samþykkt. Þar hafi sérstaklega verið fjallað um samspil við íbúðabyggð og hæð húsa og þess vegna sé svo ótrúlegt að þetta vöruhús hafi fengið að rísa með þessum hætti. Gamalt og rúmt skipulag Dóra Björt segir skipulag svæðisins gamalt og það hafi lengi verið ráðgert að þarna myndi rísa atvinnuhúsnæði. Það hefði verið gert ráð fyrir að það mætti vera sjö hæðir sem það sé ekki, og að nándin við íbúðarhúsnæði eigi uppruna í skipulagi frá 2015. Dóra segist ekki hafa verið í borgarstjórn á þessum tíma og viti ekki hvernig það kom til að húsnæðið sem nú ert næst atvinnuhúsnæðinu sé svo nálægt. Það hafi ekki verið skipulagt þannig. Dóra segir mikilvægt að verkferlar verði bættir og að það verði allir að horfast í augu við það að þarna hafi mál ekki farið eins og þau eigi að fara. Hildur segir ekki þörf á því að gera strangara regluverk. Hún telji það nokkuð strangt núna og telji ekki þörf á að herða það. Það séu oft of ströng skilyrði í reglugerðum um málefni sem ekki snerta heildarhagsmuni og nefnir Hildur í því samhengi þegar íbúi í Vogabyggð mátti ekki stækka sólpallinn því hann þurfti að vera með berjarunna. „Þetta eru ótrúleg afskipti af hlutum sem varða ekki heildarhagsmuni,“ segir Hildur. Hún segir aftur á móti mjög mikilvægt að borgin hafi afskipti þegar hlutir skipta heildarhagsmuni raunverulega dæmi. Það sem gerðist í Álfabakka sé gott dæmi um það. „Þarna erum við að horfa á það hvernig við sköpum hverfi og samfélag og hvernig samspil er á milli íbúðarhúsnæðis og atvinnustarfsemi. Það skiptir auðvitað máli á milli hverfa að það sé gott og heilbrigt samspil á milli íbúðarhúsnæðis og verslunar og þjónustu. En maður veltir því fyrir sér hvort starfsemi af þessum toga, eins og vöruhúsið sem rís í Álfabakka, eigi hreinlega heima allt annars staðar,“ segir Hildur og nefnir sem dæmi atvinnusvæði við höfnina. Sjá einnig: „Held að tillögu um mathöll hafi ekki verið hafnað áður í Reykjavík“ Hún segir sérkennilegt að fyrirtækið hafi fengið þessari lóð úthlutað og það megi líklega rekja til þéttingarstefnu meirihlutans í borginni. Hún segist ekki á móti þéttingu en að þetta hafi samt þau áhrif að einhver fyrirtæki yfirgefi borgina og nefndi Tækniskólann og Malbikunarstöðina Höfða sem bæði fara til Hafnarfjarðar. Hönnun skipti miklu máli Dóra Björt segir hönnun í þessu samhengi skipta máli. Það séu um fjórtán metrar á milli húsa sem sé alveg tilfellið víða annars staðar en þar séu kannski gluggar, hurðir eða eitthvað annað til að brjóta upp umhverfið. „Allt þetta skiptir svo miklu máli upp á upplifunina. Upplifun af svona flötum vegg er allt önnur og fráhrindandi en ef það væri uppbrot og góð hönnun á húsinu,“ segir Dóra Björt. Dóra Björt tekur undir það að hafa fengið sjokk þegar hún komst að því að þarna hafi risið vöruhús en ekki höfuðstöðvar stórfyrirtækis. Hugmyndin um höfuðstöðvarnar hafi verið spennandi en ekki þessi. Dóra segir skipulagsheimildir á þessum reit í Álfabakka hafa verið rúmar. Það hefði verið hægt að hanna eitthvað frábært þarna og fallegt en það var ekki gert. Það hafi ekki verið neinar kvaðir um að gera það. Hún segist hafa mikinn metnað fyrir því að tryggja gæði í skipulagi og vilji búa til einhvers konar tjékklista sem eigi að koma í veg fyrir svona skipulagsslys. Hún segir samtöl um hvernig sé hægt að bæta aðstæður þarna. Það hafi verið samtöl um að lækka húsið en hún viti ekki hvort það sé raunhæft. En það sé hægt að tryggja að húsið passi betur inn í hverfið og umhverfið. Einkaframtaki ekki alltaf treystandi Dóra er ekki endilega sammála því að þetta sé afleiðing þéttingarstefnunnar en Hildur bendir á að þegar atvinnustarfsemi er fjarlægð til að koma fyrir meiri íbúðabyggð þá verði að finna atvinnustarfseminni einhvern stað í staðinn. Hún segir skipulagsráð aldrei hafa fengið teikningar af þessu húsi en þau fái oft slíkar teikningar. Þá segir hún samskipti íbúa í nærliggjandi byggð við borgina undarleg. Íbúar hafi verið fullvissaðir um að byggingin yrði ekki svo há að hún hefði áhrif á útsýni eða birtu. Hildur segir alveg ljóst að ábyrgðin í þessu máli sé hjá borginni. Hún segir að nú verði að finna lausnir. Dóra segir þetta skýrt dæmi um að einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir of miklu svigrúmi og því skipti kvaðir og reglur sérstaklega miklu máli. Viðtalið við Hildi og Dóru Björt er ítarlegra og er hægt að hlusta á það í heild sinni að ofan. Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Nágrannadeilur Tengdar fréttir Húsnæði Garðheima verður rifið en byggt verður á nýjum stað Nýlega rann upp langþráður dagur hjá Garðheimafjölskyldunni þegar fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum Garðheima var tekin við Álfabakka 6 í Reykjavík. 24. mars 2022 22:03 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Báðar eru þær sammála um það að vöruhúsið í Álfabakka í þeirri mynd sem það er sé ekki gott og að það þurfi að finna einhverja lausn á því. Dóra Björt og Hildur ræddu málið í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Mér finnst þetta auðvitað algjör hryllingur,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um vöruhúsið sem er búið að reisa nærri blokk í Breiðholtinu. Það sé ömurleg tilhugsun að íbúar þurfi að vakna við þetta á hverjum degi og að í stofuglugganum blasi við þessi græni járnveggur. Borgarfulltrúarnir Dóra Björt og Hildur tókust á um skipulagsmál í Sprengisandi í morgun.Vísir/Arnar og Einar Hildur segir að við fyrstu sýn virðist málið tyrfið og eiga sér langa sögu en það sé þó þannig að mikilvægasta ákvörðunin í málinu hafi verið tekin sumarið 2023 þegar borgarráð úthlutaði lóðinni og seldi byggingarheimildir. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa samþykkt þessa úthlutun en þegar það er gert komi fram að þetta sé verslunar- og þjónustulóð og þeim sagt að þarna eigi að rísa höfuðstöðvar tveggja rótgróinna fyrirtækja. Það verður svo ekki raunin eins og komið hefur fram. Sjá einnig: Kallar eftir meiri metnaði í Mjódd: Svæðið illa hirt og lýst og hættulegt gestum Hún segir Sjálfstæðismenn hafa sterkar skoðanir á framtíðarskipulagi í Mjóddinni og að flokkurinn hafi lagt til endurskoðun á heildarskipulagi Mjóddarinnar í skipulagsráði og að tillagan hafi verið samþykkt. Þar hafi sérstaklega verið fjallað um samspil við íbúðabyggð og hæð húsa og þess vegna sé svo ótrúlegt að þetta vöruhús hafi fengið að rísa með þessum hætti. Gamalt og rúmt skipulag Dóra Björt segir skipulag svæðisins gamalt og það hafi lengi verið ráðgert að þarna myndi rísa atvinnuhúsnæði. Það hefði verið gert ráð fyrir að það mætti vera sjö hæðir sem það sé ekki, og að nándin við íbúðarhúsnæði eigi uppruna í skipulagi frá 2015. Dóra segist ekki hafa verið í borgarstjórn á þessum tíma og viti ekki hvernig það kom til að húsnæðið sem nú ert næst atvinnuhúsnæðinu sé svo nálægt. Það hafi ekki verið skipulagt þannig. Dóra segir mikilvægt að verkferlar verði bættir og að það verði allir að horfast í augu við það að þarna hafi mál ekki farið eins og þau eigi að fara. Hildur segir ekki þörf á því að gera strangara regluverk. Hún telji það nokkuð strangt núna og telji ekki þörf á að herða það. Það séu oft of ströng skilyrði í reglugerðum um málefni sem ekki snerta heildarhagsmuni og nefnir Hildur í því samhengi þegar íbúi í Vogabyggð mátti ekki stækka sólpallinn því hann þurfti að vera með berjarunna. „Þetta eru ótrúleg afskipti af hlutum sem varða ekki heildarhagsmuni,“ segir Hildur. Hún segir aftur á móti mjög mikilvægt að borgin hafi afskipti þegar hlutir skipta heildarhagsmuni raunverulega dæmi. Það sem gerðist í Álfabakka sé gott dæmi um það. „Þarna erum við að horfa á það hvernig við sköpum hverfi og samfélag og hvernig samspil er á milli íbúðarhúsnæðis og atvinnustarfsemi. Það skiptir auðvitað máli á milli hverfa að það sé gott og heilbrigt samspil á milli íbúðarhúsnæðis og verslunar og þjónustu. En maður veltir því fyrir sér hvort starfsemi af þessum toga, eins og vöruhúsið sem rís í Álfabakka, eigi hreinlega heima allt annars staðar,“ segir Hildur og nefnir sem dæmi atvinnusvæði við höfnina. Sjá einnig: „Held að tillögu um mathöll hafi ekki verið hafnað áður í Reykjavík“ Hún segir sérkennilegt að fyrirtækið hafi fengið þessari lóð úthlutað og það megi líklega rekja til þéttingarstefnu meirihlutans í borginni. Hún segist ekki á móti þéttingu en að þetta hafi samt þau áhrif að einhver fyrirtæki yfirgefi borgina og nefndi Tækniskólann og Malbikunarstöðina Höfða sem bæði fara til Hafnarfjarðar. Hönnun skipti miklu máli Dóra Björt segir hönnun í þessu samhengi skipta máli. Það séu um fjórtán metrar á milli húsa sem sé alveg tilfellið víða annars staðar en þar séu kannski gluggar, hurðir eða eitthvað annað til að brjóta upp umhverfið. „Allt þetta skiptir svo miklu máli upp á upplifunina. Upplifun af svona flötum vegg er allt önnur og fráhrindandi en ef það væri uppbrot og góð hönnun á húsinu,“ segir Dóra Björt. Dóra Björt tekur undir það að hafa fengið sjokk þegar hún komst að því að þarna hafi risið vöruhús en ekki höfuðstöðvar stórfyrirtækis. Hugmyndin um höfuðstöðvarnar hafi verið spennandi en ekki þessi. Dóra segir skipulagsheimildir á þessum reit í Álfabakka hafa verið rúmar. Það hefði verið hægt að hanna eitthvað frábært þarna og fallegt en það var ekki gert. Það hafi ekki verið neinar kvaðir um að gera það. Hún segist hafa mikinn metnað fyrir því að tryggja gæði í skipulagi og vilji búa til einhvers konar tjékklista sem eigi að koma í veg fyrir svona skipulagsslys. Hún segir samtöl um hvernig sé hægt að bæta aðstæður þarna. Það hafi verið samtöl um að lækka húsið en hún viti ekki hvort það sé raunhæft. En það sé hægt að tryggja að húsið passi betur inn í hverfið og umhverfið. Einkaframtaki ekki alltaf treystandi Dóra er ekki endilega sammála því að þetta sé afleiðing þéttingarstefnunnar en Hildur bendir á að þegar atvinnustarfsemi er fjarlægð til að koma fyrir meiri íbúðabyggð þá verði að finna atvinnustarfseminni einhvern stað í staðinn. Hún segir skipulagsráð aldrei hafa fengið teikningar af þessu húsi en þau fái oft slíkar teikningar. Þá segir hún samskipti íbúa í nærliggjandi byggð við borgina undarleg. Íbúar hafi verið fullvissaðir um að byggingin yrði ekki svo há að hún hefði áhrif á útsýni eða birtu. Hildur segir alveg ljóst að ábyrgðin í þessu máli sé hjá borginni. Hún segir að nú verði að finna lausnir. Dóra segir þetta skýrt dæmi um að einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir of miklu svigrúmi og því skipti kvaðir og reglur sérstaklega miklu máli. Viðtalið við Hildi og Dóru Björt er ítarlegra og er hægt að hlusta á það í heild sinni að ofan.
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Nágrannadeilur Tengdar fréttir Húsnæði Garðheima verður rifið en byggt verður á nýjum stað Nýlega rann upp langþráður dagur hjá Garðheimafjölskyldunni þegar fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum Garðheima var tekin við Álfabakka 6 í Reykjavík. 24. mars 2022 22:03 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Húsnæði Garðheima verður rifið en byggt verður á nýjum stað Nýlega rann upp langþráður dagur hjá Garðheimafjölskyldunni þegar fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum Garðheima var tekin við Álfabakka 6 í Reykjavík. 24. mars 2022 22:03