Íslandsmet Snæfríðar er 1:54,23 og það hefði nægt henni í dag til að vera meðal þeirra átta sem syntu í úrslitum 200 metra skriðsundsins.
Snæfríður synti hins vegar á 1:55,48 og endaði í 14. sæti. Áður hafði hún tvíbætt Íslandsmet sitt í 100 metra skriðsundi og endað í 13. sæti.
Árangur Snæfríðar stendur upp úr á mótinu en hún var einnig í tveimur sveitum Íslands sem settu Íslandsmet í blönduðu boðsundi, í 4x50 metra skriðsundi og í 4x100 metra fjórsundi.
Á lokadegi í HM var svo fimmta Íslandsmetið sett þegar sveit Íslands setti met í 4x100 metra fjórsundi karla.
Íslensku strákarnir bættu Íslandsmetið um rúmar fimm sekúndur þegar þeir syntu á tímanum 3:33,68 mínútum, en gamla metið hafði staðið síðan árið 2016. Sveit Íslands skipuðu þeir Guðmundur Leó Rafnsson, Snorri Dagur Einarsson, Birnir Freyr Hálfdánarson og Símon Elías Statkevicius, og þeir urðu í 23. sæti.
Guðmundur Leó bætti svo tíma sinn í 200 metra baksundi í dag þegar hann synti á 1:55,27, en gamli tíminn hans var 1:55,79. Guðmundur Leó nálgast nú óðfluga 25. ára gamalt unglingamet Arnar Arnarssonar sem er 1:54,23. Hann varð í 25 sæti, á sínu fyrsta stórmóti.