Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 17:31 Stefán Teitur í baráttu við Brenden Aaronson leikmann Leeds. Vísir/Getty Stefán Teitur Þórðarson kom inn á í hálfleik í liði Preston sem tók á móti Leeds í Championship-deildinni á Englandi í dag. Stefán Teitur hóf leikinn á varamannabekk Preston í dag en liðið var um miðja deild fyrir leikinn gegn Leeds. Gestirnir voru hins vegar í 2. sæti og setja stefnuna á sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brad Potts kom heimaliði Preston í 1-0 um miðjan fyrri hálfleikinn og þannig var staðan að loknum fyrri hálfleik. Stefán Teitur kom inn af bekknum í hálfleik hjá Preston og þegar allt stefndi í góðan sigur heimamanna tókst liði Leeds að jafna metin í uppbótartíma þegar Jack Whatmough skoraði sjálfsmark. Grátleg niðurstaða fyrir heimamenn sem urðu að sætta sig við 1-1 jafntefli. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn sem vann 2-0 sigur á Luton Town á heimavelli en Arnór er að snúa til baka eftir erfið meiðsli og veikindi síðustu mánuði. Þá var Guðlaugur Victor Pálsson óntaður varamaður hjá Plymouth sem tapaði 2-0 gegn toppliði Sheffield United á útivelli. Gott gengi Willums og félaga heldur áfram Í League One-deildinni var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði Birmingham sem mætti liði Bristol Rovers á heimavelli. Birmingham vann góðan 2-0 sigur eftir tvö mörk í fyrri hálfleiknum en Willum Þór lék allan leikinn í liði heimamanna. Birmingham er í 2. sæti deildarinnar og er einu stigi á eftir liði Wycombe en á leik til góða. Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi Birmingham í dag. Þá var Jason Daði Svanþórsson í byrjunarliði Grimsby sem mætti Crewe á heimavelli. Jason Daði var tekinn af velli á 80. mínútu í 2-0 tapi en Grimsby er í 7. sæti League Two-deildarinnar og í baráttu um sæti í deildinni fyrir ofan á næstu leiktíð. Tengdar fréttir Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Þetta var eiginlega algjör viðbjóður," segir atvinnumaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson sem nálgast endurkomu á völlinn eftir langvinn veikindi og meiðsli ofan á þau. Reynsla sem hefur skerpt sýn hans á það góða í lífinu. 5. desember 2024 08:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira
Stefán Teitur hóf leikinn á varamannabekk Preston í dag en liðið var um miðja deild fyrir leikinn gegn Leeds. Gestirnir voru hins vegar í 2. sæti og setja stefnuna á sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brad Potts kom heimaliði Preston í 1-0 um miðjan fyrri hálfleikinn og þannig var staðan að loknum fyrri hálfleik. Stefán Teitur kom inn af bekknum í hálfleik hjá Preston og þegar allt stefndi í góðan sigur heimamanna tókst liði Leeds að jafna metin í uppbótartíma þegar Jack Whatmough skoraði sjálfsmark. Grátleg niðurstaða fyrir heimamenn sem urðu að sætta sig við 1-1 jafntefli. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn sem vann 2-0 sigur á Luton Town á heimavelli en Arnór er að snúa til baka eftir erfið meiðsli og veikindi síðustu mánuði. Þá var Guðlaugur Victor Pálsson óntaður varamaður hjá Plymouth sem tapaði 2-0 gegn toppliði Sheffield United á útivelli. Gott gengi Willums og félaga heldur áfram Í League One-deildinni var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði Birmingham sem mætti liði Bristol Rovers á heimavelli. Birmingham vann góðan 2-0 sigur eftir tvö mörk í fyrri hálfleiknum en Willum Þór lék allan leikinn í liði heimamanna. Birmingham er í 2. sæti deildarinnar og er einu stigi á eftir liði Wycombe en á leik til góða. Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi Birmingham í dag. Þá var Jason Daði Svanþórsson í byrjunarliði Grimsby sem mætti Crewe á heimavelli. Jason Daði var tekinn af velli á 80. mínútu í 2-0 tapi en Grimsby er í 7. sæti League Two-deildarinnar og í baráttu um sæti í deildinni fyrir ofan á næstu leiktíð.
Tengdar fréttir Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Þetta var eiginlega algjör viðbjóður," segir atvinnumaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson sem nálgast endurkomu á völlinn eftir langvinn veikindi og meiðsli ofan á þau. Reynsla sem hefur skerpt sýn hans á það góða í lífinu. 5. desember 2024 08:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira
Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Þetta var eiginlega algjör viðbjóður," segir atvinnumaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson sem nálgast endurkomu á völlinn eftir langvinn veikindi og meiðsli ofan á þau. Reynsla sem hefur skerpt sýn hans á það góða í lífinu. 5. desember 2024 08:01