Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 17:31 Stefán Teitur í baráttu við Brenden Aaronson leikmann Leeds. Vísir/Getty Stefán Teitur Þórðarson kom inn á í hálfleik í liði Preston sem tók á móti Leeds í Championship-deildinni á Englandi í dag. Stefán Teitur hóf leikinn á varamannabekk Preston í dag en liðið var um miðja deild fyrir leikinn gegn Leeds. Gestirnir voru hins vegar í 2. sæti og setja stefnuna á sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brad Potts kom heimaliði Preston í 1-0 um miðjan fyrri hálfleikinn og þannig var staðan að loknum fyrri hálfleik. Stefán Teitur kom inn af bekknum í hálfleik hjá Preston og þegar allt stefndi í góðan sigur heimamanna tókst liði Leeds að jafna metin í uppbótartíma þegar Jack Whatmough skoraði sjálfsmark. Grátleg niðurstaða fyrir heimamenn sem urðu að sætta sig við 1-1 jafntefli. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn sem vann 2-0 sigur á Luton Town á heimavelli en Arnór er að snúa til baka eftir erfið meiðsli og veikindi síðustu mánuði. Þá var Guðlaugur Victor Pálsson óntaður varamaður hjá Plymouth sem tapaði 2-0 gegn toppliði Sheffield United á útivelli. Gott gengi Willums og félaga heldur áfram Í League One-deildinni var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði Birmingham sem mætti liði Bristol Rovers á heimavelli. Birmingham vann góðan 2-0 sigur eftir tvö mörk í fyrri hálfleiknum en Willum Þór lék allan leikinn í liði heimamanna. Birmingham er í 2. sæti deildarinnar og er einu stigi á eftir liði Wycombe en á leik til góða. Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi Birmingham í dag. Þá var Jason Daði Svanþórsson í byrjunarliði Grimsby sem mætti Crewe á heimavelli. Jason Daði var tekinn af velli á 80. mínútu í 2-0 tapi en Grimsby er í 7. sæti League Two-deildarinnar og í baráttu um sæti í deildinni fyrir ofan á næstu leiktíð. Tengdar fréttir Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Þetta var eiginlega algjör viðbjóður," segir atvinnumaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson sem nálgast endurkomu á völlinn eftir langvinn veikindi og meiðsli ofan á þau. Reynsla sem hefur skerpt sýn hans á það góða í lífinu. 5. desember 2024 08:01 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Stefán Teitur hóf leikinn á varamannabekk Preston í dag en liðið var um miðja deild fyrir leikinn gegn Leeds. Gestirnir voru hins vegar í 2. sæti og setja stefnuna á sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brad Potts kom heimaliði Preston í 1-0 um miðjan fyrri hálfleikinn og þannig var staðan að loknum fyrri hálfleik. Stefán Teitur kom inn af bekknum í hálfleik hjá Preston og þegar allt stefndi í góðan sigur heimamanna tókst liði Leeds að jafna metin í uppbótartíma þegar Jack Whatmough skoraði sjálfsmark. Grátleg niðurstaða fyrir heimamenn sem urðu að sætta sig við 1-1 jafntefli. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn sem vann 2-0 sigur á Luton Town á heimavelli en Arnór er að snúa til baka eftir erfið meiðsli og veikindi síðustu mánuði. Þá var Guðlaugur Victor Pálsson óntaður varamaður hjá Plymouth sem tapaði 2-0 gegn toppliði Sheffield United á útivelli. Gott gengi Willums og félaga heldur áfram Í League One-deildinni var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði Birmingham sem mætti liði Bristol Rovers á heimavelli. Birmingham vann góðan 2-0 sigur eftir tvö mörk í fyrri hálfleiknum en Willum Þór lék allan leikinn í liði heimamanna. Birmingham er í 2. sæti deildarinnar og er einu stigi á eftir liði Wycombe en á leik til góða. Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi Birmingham í dag. Þá var Jason Daði Svanþórsson í byrjunarliði Grimsby sem mætti Crewe á heimavelli. Jason Daði var tekinn af velli á 80. mínútu í 2-0 tapi en Grimsby er í 7. sæti League Two-deildarinnar og í baráttu um sæti í deildinni fyrir ofan á næstu leiktíð.
Tengdar fréttir Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Þetta var eiginlega algjör viðbjóður," segir atvinnumaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson sem nálgast endurkomu á völlinn eftir langvinn veikindi og meiðsli ofan á þau. Reynsla sem hefur skerpt sýn hans á það góða í lífinu. 5. desember 2024 08:01 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Þetta var eiginlega algjör viðbjóður," segir atvinnumaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson sem nálgast endurkomu á völlinn eftir langvinn veikindi og meiðsli ofan á þau. Reynsla sem hefur skerpt sýn hans á það góða í lífinu. 5. desember 2024 08:01