„Við erum frábærir sóknarlega“ Hinrik Wöhler skrifar 13. desember 2024 21:30 Einar Jónsson, þjálfari Fram, fagnaði sigri í síðasta deildarleik liðsins fyrir jólafrí. Vísir/Diego Fram sigraði sinn síðasta deildarleik fyrir jólafrí þegar liðið mætti Gróttu í Olís-deild karla í Úlfarsárdal í kvöld og fóru leikar 38-33. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með stigin tvö en viðurkennir að lærisveinar hans hleyptu Seltirningum aðeins of nálægt sér undir lok leiks. „Upp úr miðjum seinni hálfleik þá fannst mér við hafa öll tök á þessu. Svo lendum við tveimur mönnum færri og þetta fer úr fimm mörkum niður í þrjú. Ég hefði alveg viljað vinna þetta örlítið meira sannfærandi en Grótta er gott lið og ég þigg tvö stig á móti þeim,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Bæði lið virtust skora að vild í kvöld og það var lítið um fína drætti í varnarleik beggja liða. Einar var í skýjunum með sóknarleik liðsins en það var ekki sömu sögu að segja með varnarleik liðsins. „Við erum frábærir sóknarlega en mér fannst varnarleikurinn ekki góður. Breki [Hrafn Árnason] kom hrikalega flottur inn í miðjan fyrri hálfleik en örugglega hjá báðum liðum í seinni hálfleik þá var ekki bolti varinn.“ „Vörnin var ekki góð en við breyttum aftur í fimm-einn vörn eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Þá náðum við forskotinu og þvinguðum þá í erfiðari skot og mistök í sókninni. Það gerði útslagið í þessu,“ sagði Einar. Getur ekki kvartað yfir 11 mörkum úr 12 tilraunum Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var fremstur meðal jafningja í sóknarleik Framara en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann var með fullkomna nýtingu lengst af en klikkaði á dauðafæri á síðustu andartökum leiksins. „Ég var bara hættur að horfa, svo frétti ég það að hann væri með ellefu mörk úr ellefu tilraunum. Við þiggjum alveg ellefu mörk úr tólf skotum,“ sagði Einar um frammistöðu Þorsteins. Föstudagskvöld hafa ekki reynst vel Á annað hundrað manns mættu í Lambhagahöllina í kvöld og þrátt fyrir mikla markaveislu á vellinum er óhætt að fullyrða að það hafi ekki verið eins mikil stemning í stúkunni. Einar segir að það virðist draga úr mætingu þegar líður á desembermánuð. „Föstudagskvöld hafa ekki verið mjög góð hjá okkur, kannski á öðrum stöðum hafa þau verið ágæt. Mér sýnist sem svo að á öllum íþróttaviðburðum í desember, sérstaklega þegar fer að líða á, þá er það bara erfitt. Fólk er að gera annað en það er enginn svikinn að koma hingað, fullt af mörkum og stuð inn á vellinum.“ Hægri skytta Framara, Rúnar Kárason, var ekki með í dag og var Einar spurður út í stöðuna á Rúnari. „Hann er bara búinn að vera meiddur í talsverðan tíma. Við höfum prufað hann annað slagið en hann var ekki leikhæfur í dag, því miður,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
„Upp úr miðjum seinni hálfleik þá fannst mér við hafa öll tök á þessu. Svo lendum við tveimur mönnum færri og þetta fer úr fimm mörkum niður í þrjú. Ég hefði alveg viljað vinna þetta örlítið meira sannfærandi en Grótta er gott lið og ég þigg tvö stig á móti þeim,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Bæði lið virtust skora að vild í kvöld og það var lítið um fína drætti í varnarleik beggja liða. Einar var í skýjunum með sóknarleik liðsins en það var ekki sömu sögu að segja með varnarleik liðsins. „Við erum frábærir sóknarlega en mér fannst varnarleikurinn ekki góður. Breki [Hrafn Árnason] kom hrikalega flottur inn í miðjan fyrri hálfleik en örugglega hjá báðum liðum í seinni hálfleik þá var ekki bolti varinn.“ „Vörnin var ekki góð en við breyttum aftur í fimm-einn vörn eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Þá náðum við forskotinu og þvinguðum þá í erfiðari skot og mistök í sókninni. Það gerði útslagið í þessu,“ sagði Einar. Getur ekki kvartað yfir 11 mörkum úr 12 tilraunum Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var fremstur meðal jafningja í sóknarleik Framara en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann var með fullkomna nýtingu lengst af en klikkaði á dauðafæri á síðustu andartökum leiksins. „Ég var bara hættur að horfa, svo frétti ég það að hann væri með ellefu mörk úr ellefu tilraunum. Við þiggjum alveg ellefu mörk úr tólf skotum,“ sagði Einar um frammistöðu Þorsteins. Föstudagskvöld hafa ekki reynst vel Á annað hundrað manns mættu í Lambhagahöllina í kvöld og þrátt fyrir mikla markaveislu á vellinum er óhætt að fullyrða að það hafi ekki verið eins mikil stemning í stúkunni. Einar segir að það virðist draga úr mætingu þegar líður á desembermánuð. „Föstudagskvöld hafa ekki verið mjög góð hjá okkur, kannski á öðrum stöðum hafa þau verið ágæt. Mér sýnist sem svo að á öllum íþróttaviðburðum í desember, sérstaklega þegar fer að líða á, þá er það bara erfitt. Fólk er að gera annað en það er enginn svikinn að koma hingað, fullt af mörkum og stuð inn á vellinum.“ Hægri skytta Framara, Rúnar Kárason, var ekki með í dag og var Einar spurður út í stöðuna á Rúnari. „Hann er bara búinn að vera meiddur í talsverðan tíma. Við höfum prufað hann annað slagið en hann var ekki leikhæfur í dag, því miður,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita