Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Siggeir Ævarsson skrifar 13. desember 2024 21:14 Deandre Kane skoraði nítján stig og tók níu fráköst fyrir Grindavík í kvöld. Vísir/Anton Brink Grindavíkingar unnu sjö stiga sigur á Val, 97-90, í lokaleik tíundu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta. Grindvíkingar virtust ætla að vinna öruggan sigur en þeir hleyptu Valsmönnum aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum. Grindavíkurliðið stóðst þó atlögu Íslandsmeistaranna og sá til þess að Valsmenn sitja áfram í fallsæti. Liðin sem börðumst um Íslandsmeistaratitilinn síðastliðið vor mættust í Smáranum í kvöld en liðin mættust einnig síðasta sunnudag í bikarnum þar sem Valsmenn höfðu betur. Grindvíkingar höfðu því harma að hefna. Það var lítið um varnir framan af leik en alls voru skoruð 99 stig í fyrri hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér andrými frá hinu og þau skiptust á að taka forystuna en gestirnir leiddu í hálfleik með þremur stigum, 48-51 eftir svo til flautukörfu frá Ólafi Ólafssyni. Bæði lið mættu til leiks með nýja miðherja í kvöld. Valsmenn með hinn sænska Adam Ramstedt sem var kominn með tólf stig í hálfleik og Grindvíkingar með hinn franska Jordan Aboudou sem lét minna að sér kveða fram af en var með sex stig. Grindvíkingar náðu að herða vörnina vel í þriðja leikhluta sem þeir unnu með nokkrum yfirburðum, 31-15. Á sama tíma var mikill pirringur að hreiðra um sig hjá Valsmönnum, en Finnur Freyr, Kristinn Pálsson og Hjálmar Stefánsson fengu allir tæknivillur í leikhlutanum. Það er þó ekki hægt að segja að Grindvíkingar hafi nýtt þau ókeypis víti vel en vítanýting þeirra var undir 50 prósentum fyrir lokaleikhlutann. Valsmenn mættu beittir til leiks í lokasprettinn og náðu að minnka muninn í fimm stig þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og svo í þrjú en Grindvíkingar náðu að hanga á forskotinu en tæpt var það. Lokatölur 97-90. Grindavíkursigur staðreynd í Smáranum í kvöld og staða Valsmanna í deildinni orðin ansi svört. Atvik leiksins Undir lok fyrri hálfleiks fór Kári Jónsson meiddur af velli og kom ekki aftur inn á. Hann kom raunar ekki út úr búningsklefanum aftur. Atvikið virkaði ansi klaufalegt þar sem Kristinn Pálsson, samherji Kára, braut á Daniel Mortensen í baráttu um frákast sem lenti svo aftan á ökklanum á Kára sem lá óvígur eftir. Stjörnur og skúrkar Devon Thomas skein skært í kvöld en Valsmenn réðu lítið við hann og hraðann sem hann býr yfir þegar hann keyrði á körfuna. 31 stig , sjö fráköst og níu stoðsendingar frá honum í kvöld. Þá átti DeAndre Kane einnig fantagóðan leik, með 19 stig og níu fráköst. Hjá Valsmönnum var Sherif Ali Kenny stigahæstur með 21 stig. Taiwo Badmus kom næstur með 19 en hann skoraði tíu stig á fyrstu mínútum leiksins og virtist ætla að skora 40 eða þar um bil en það hægðist heldur betur á honum eftir því sem leið á leikinn. Dómararnir Sigmundur Már Herbertsson, Gunnlaugur Briem og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson voru á flautunum í kvöld. Alvöru verkefni að dæma þennan leik, miklar tilfinningar í spilinu og leikmenn í báðum liðum sem vilja helst selja hverja einustu snertingu með hárri premíu. Þeir félagar komust þó ágætlega frá þessu erfiða verkefni og héldu góðri línu, bæði í dómum og aga, en Valsmenn fengu þrjár tæknivillur í kvöld. Kannski ekki fullt hús stiga á tríóið, sérstaklega ef þú spyrð Valsmenn, en nokkuð nærri lagi. Stemming og umgjörð Umgjörðin upp á tíu í Smáranum að vanda en stemmingin var á lágu nótunum. Mæting í stúkuna rétt undir meðallagi og það heyrðist lítið nema tuð við og við. Einhver jólaþreyta í mannskapnum eflaust. Viðtöl Finnur Freyr: „Við verðum bara að standa saman og halda áfram“ Finnur Freyr þarf að finna svörVísir/Pawel Valsarar voru hársbreidd frá því að vinna sig aftur inn í leikinn í kvöld en vantaði herslumuninn upp á. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari liðsins, var sérstaklega ósáttur með varnarleikinn hjá sínum mönnum. „Við bara grófum okkur djúpa holu. Vonbrigði hvernig við komum út varnarlega í báðum hálfleikjunum, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Við erum búnir að vera að vinna í andlega þættinum og ákveðnum hlutum þar en það voru vonbrigði sérstaklega hvernig við vorum fljótir að brotna í þriðja leikhluta.“ „Holan var orðin djúp og vissulega sýndum við karakter að koma til baka. En sóknarfráköst, hraðaupphlaupsstig sem við vorum að fá á okkur, baráttustig sem að Grindavík „out hössluðu“ okkar bara gjörsamlega í.“ Taiwo Badmus fór mikinn í upphafi leiks en hafði svo afar hægt um sig lengi vel. Finnur vildi ekki meina að vörn Grindavíkur hefði valdið þeirri kælingu. „Það er nú bara svona í þessu, sérstaklega með svona vængmenn, að þeir fá boltann bara svolítið hipsumhaps. Auðvitað hefðum við átt að leita betur að honum. En mér fannst sóknarleikurinn ekki vera vesen fyrr en kannski í þriðja leikhluta. Bara vonbrigði hvernig við brugðumst við hörkunni hjá Grindavík í þriðja leikhluta. Það er svona helst það sem ég tek út úr þessu.“ Adam Ramstedt átti fína innkomu í lið Vals í kvöld og virðist ætla að gefa liðinu töluvert. „Mjög góður og með mikla reynslu. Ekki alveg kominn í sitt besta stand en hann mun klárlega hjálpa okkur.“ Finnur gat lítið sagt um stöðuna á Kára Jónssyni. Það hefði ekki verið nein sérstök varúðarráðstöfun að halda honum utan leiksins í seinni hálfleik, liðið hefði einfaldlega ekki efni á slíkum munaði. „Við erum ekki í þeirri stöðu til að vera mikið í varúðarráðstöfunum, sérstaklega með Kristó og Ástþór út þá þurfum við á öllum okkar leikmönnum að halda. En Kári fékk þarna Mortensen á sig í frákastabaráttunni. Teitur sagði að það hefði sést ágætlega í myndavélinni hvað hefði gerst. Vonandi að að þetta sé ekkert mjög alvarlegt, en hann var allavega það verkjaður að hann gat ekki spilað.“ Staðan í deildinni er ekki góð hjá Valsmönnum en liðið er í fallsæti og á erfiðan leik í næstu viku. „Hún allavega skánaði ekki við þennan leik. Við verðum bara að standa saman og halda áfram. Það er bara næsti leikur gegn Tindastóli á föstudaginn eftir viku. Framundan þurfum við að vera duglegir og vinna í okkur og læra af þeim mistökum sem við gerðum í dag.“ Ólafur Ólafsson: „Held að lappirnar á honum séu bara ennþá einhversstaðar yfir Austur Evrópu“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, er orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu GrindavíkurVísir/Hulda Margrét Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, var sáttur með sigurinn í kvöld og muninn á leik sinna manna samanborið við bikarleikinn á sunnudag. „Munurinn var að við hittum í dag. Eftir að hafa horft aftur á bikarleikinn þá vorum við að fá fullt af opnum skotum sem við vorum bara ekki að hitta úr. Miðað við bikarleikinn þá fannst mér vörnin líka bara vera harðari. Við vorum ákveðnari í vörninni. Vorum að þvinga þá í erfið skot. Það var meiri talandi. Ég er bara mjög sáttur og bara mjög góður leikur af okkar hálfu.“ Er þetta kannski bara spurning um þetta gamla góða, að berjast? „Já, örugglega.“ - Sagði Ólafur og glotti við tönn, augljóslega skemmt yfir spurningu blaðamanns. „Þetta er örugglega spurning um það. Svo bara hafa trú á því sem við erum að gera. Í þessum leikjum sem við höfum verið að tapa með einu, tveimur, fjórum, þá erum við alltaf að hika í skotum og hugsa. Í staðinn fyrir bara að grípa og skjóta eins og við gerðum í kvöld.“ Kristófer Breki Gylfason setti niður fjögur af fyrstu sex þriggjastigaskotum sínum í kvöld og hrósaði Ólafur honum sérstaklega fyrir að hika ekki. „Sérstaklega hrós á Breka. Það var ekkert hik á honum í dag. Hann bara greip og skaut. Við vissum að þeir myndu taka séns á honum. Alla vikuna á öllum æfingum sögðum við bara: „Þegar þú færð hann þá bara skýturðu. Okkur er alveg sama hvort hann fer ofan í eða ekki. Ef þú hikar þá verðum við reiðir.“ Hann var bara geggjaður á báðum endum vallarins í kvöld.“ Ólafur hrósaði nýjum leikmanni Grindavíkur einnig, Jordan Aboudou, fyrir hans frammistöðu í kvöld og þá sérstaklega fyrir að mæta beint á æfingu eftir 48 tíma ferðalag frá Kína. Honum var tíðrætt um hversu góður skrokkur væri þarna á ferð. „Baloo? Hann sagði við okkur „My name is Baloo, like in the Jungle book.“ Mér líst bara mjög vel á hann. Þetta er geggjaður skrokkur. Ég verð að gefa honum það, ef ég hefði ferðast í 48 tíma og komið beint á æfingu, þá væri ég örugglega bara upp á sjúkrahúsi. Hann lúkkar vel, þetta er mjög góður skrokkur og hann sýndi ágætis takta hér í dag. Ég held að lappirnar á honum séu bara ennþá einhversstaðar yfir Austur Evrópu. Hann er flottur, skemmtilegur og passar vel inn í hópinn. Mjög ánægður með að fá svona skrokk.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Valur
Grindavíkingar unnu sjö stiga sigur á Val, 97-90, í lokaleik tíundu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta. Grindvíkingar virtust ætla að vinna öruggan sigur en þeir hleyptu Valsmönnum aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum. Grindavíkurliðið stóðst þó atlögu Íslandsmeistaranna og sá til þess að Valsmenn sitja áfram í fallsæti. Liðin sem börðumst um Íslandsmeistaratitilinn síðastliðið vor mættust í Smáranum í kvöld en liðin mættust einnig síðasta sunnudag í bikarnum þar sem Valsmenn höfðu betur. Grindvíkingar höfðu því harma að hefna. Það var lítið um varnir framan af leik en alls voru skoruð 99 stig í fyrri hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér andrými frá hinu og þau skiptust á að taka forystuna en gestirnir leiddu í hálfleik með þremur stigum, 48-51 eftir svo til flautukörfu frá Ólafi Ólafssyni. Bæði lið mættu til leiks með nýja miðherja í kvöld. Valsmenn með hinn sænska Adam Ramstedt sem var kominn með tólf stig í hálfleik og Grindvíkingar með hinn franska Jordan Aboudou sem lét minna að sér kveða fram af en var með sex stig. Grindvíkingar náðu að herða vörnina vel í þriðja leikhluta sem þeir unnu með nokkrum yfirburðum, 31-15. Á sama tíma var mikill pirringur að hreiðra um sig hjá Valsmönnum, en Finnur Freyr, Kristinn Pálsson og Hjálmar Stefánsson fengu allir tæknivillur í leikhlutanum. Það er þó ekki hægt að segja að Grindvíkingar hafi nýtt þau ókeypis víti vel en vítanýting þeirra var undir 50 prósentum fyrir lokaleikhlutann. Valsmenn mættu beittir til leiks í lokasprettinn og náðu að minnka muninn í fimm stig þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og svo í þrjú en Grindvíkingar náðu að hanga á forskotinu en tæpt var það. Lokatölur 97-90. Grindavíkursigur staðreynd í Smáranum í kvöld og staða Valsmanna í deildinni orðin ansi svört. Atvik leiksins Undir lok fyrri hálfleiks fór Kári Jónsson meiddur af velli og kom ekki aftur inn á. Hann kom raunar ekki út úr búningsklefanum aftur. Atvikið virkaði ansi klaufalegt þar sem Kristinn Pálsson, samherji Kára, braut á Daniel Mortensen í baráttu um frákast sem lenti svo aftan á ökklanum á Kára sem lá óvígur eftir. Stjörnur og skúrkar Devon Thomas skein skært í kvöld en Valsmenn réðu lítið við hann og hraðann sem hann býr yfir þegar hann keyrði á körfuna. 31 stig , sjö fráköst og níu stoðsendingar frá honum í kvöld. Þá átti DeAndre Kane einnig fantagóðan leik, með 19 stig og níu fráköst. Hjá Valsmönnum var Sherif Ali Kenny stigahæstur með 21 stig. Taiwo Badmus kom næstur með 19 en hann skoraði tíu stig á fyrstu mínútum leiksins og virtist ætla að skora 40 eða þar um bil en það hægðist heldur betur á honum eftir því sem leið á leikinn. Dómararnir Sigmundur Már Herbertsson, Gunnlaugur Briem og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson voru á flautunum í kvöld. Alvöru verkefni að dæma þennan leik, miklar tilfinningar í spilinu og leikmenn í báðum liðum sem vilja helst selja hverja einustu snertingu með hárri premíu. Þeir félagar komust þó ágætlega frá þessu erfiða verkefni og héldu góðri línu, bæði í dómum og aga, en Valsmenn fengu þrjár tæknivillur í kvöld. Kannski ekki fullt hús stiga á tríóið, sérstaklega ef þú spyrð Valsmenn, en nokkuð nærri lagi. Stemming og umgjörð Umgjörðin upp á tíu í Smáranum að vanda en stemmingin var á lágu nótunum. Mæting í stúkuna rétt undir meðallagi og það heyrðist lítið nema tuð við og við. Einhver jólaþreyta í mannskapnum eflaust. Viðtöl Finnur Freyr: „Við verðum bara að standa saman og halda áfram“ Finnur Freyr þarf að finna svörVísir/Pawel Valsarar voru hársbreidd frá því að vinna sig aftur inn í leikinn í kvöld en vantaði herslumuninn upp á. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari liðsins, var sérstaklega ósáttur með varnarleikinn hjá sínum mönnum. „Við bara grófum okkur djúpa holu. Vonbrigði hvernig við komum út varnarlega í báðum hálfleikjunum, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Við erum búnir að vera að vinna í andlega þættinum og ákveðnum hlutum þar en það voru vonbrigði sérstaklega hvernig við vorum fljótir að brotna í þriðja leikhluta.“ „Holan var orðin djúp og vissulega sýndum við karakter að koma til baka. En sóknarfráköst, hraðaupphlaupsstig sem við vorum að fá á okkur, baráttustig sem að Grindavík „out hössluðu“ okkar bara gjörsamlega í.“ Taiwo Badmus fór mikinn í upphafi leiks en hafði svo afar hægt um sig lengi vel. Finnur vildi ekki meina að vörn Grindavíkur hefði valdið þeirri kælingu. „Það er nú bara svona í þessu, sérstaklega með svona vængmenn, að þeir fá boltann bara svolítið hipsumhaps. Auðvitað hefðum við átt að leita betur að honum. En mér fannst sóknarleikurinn ekki vera vesen fyrr en kannski í þriðja leikhluta. Bara vonbrigði hvernig við brugðumst við hörkunni hjá Grindavík í þriðja leikhluta. Það er svona helst það sem ég tek út úr þessu.“ Adam Ramstedt átti fína innkomu í lið Vals í kvöld og virðist ætla að gefa liðinu töluvert. „Mjög góður og með mikla reynslu. Ekki alveg kominn í sitt besta stand en hann mun klárlega hjálpa okkur.“ Finnur gat lítið sagt um stöðuna á Kára Jónssyni. Það hefði ekki verið nein sérstök varúðarráðstöfun að halda honum utan leiksins í seinni hálfleik, liðið hefði einfaldlega ekki efni á slíkum munaði. „Við erum ekki í þeirri stöðu til að vera mikið í varúðarráðstöfunum, sérstaklega með Kristó og Ástþór út þá þurfum við á öllum okkar leikmönnum að halda. En Kári fékk þarna Mortensen á sig í frákastabaráttunni. Teitur sagði að það hefði sést ágætlega í myndavélinni hvað hefði gerst. Vonandi að að þetta sé ekkert mjög alvarlegt, en hann var allavega það verkjaður að hann gat ekki spilað.“ Staðan í deildinni er ekki góð hjá Valsmönnum en liðið er í fallsæti og á erfiðan leik í næstu viku. „Hún allavega skánaði ekki við þennan leik. Við verðum bara að standa saman og halda áfram. Það er bara næsti leikur gegn Tindastóli á föstudaginn eftir viku. Framundan þurfum við að vera duglegir og vinna í okkur og læra af þeim mistökum sem við gerðum í dag.“ Ólafur Ólafsson: „Held að lappirnar á honum séu bara ennþá einhversstaðar yfir Austur Evrópu“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, er orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu GrindavíkurVísir/Hulda Margrét Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, var sáttur með sigurinn í kvöld og muninn á leik sinna manna samanborið við bikarleikinn á sunnudag. „Munurinn var að við hittum í dag. Eftir að hafa horft aftur á bikarleikinn þá vorum við að fá fullt af opnum skotum sem við vorum bara ekki að hitta úr. Miðað við bikarleikinn þá fannst mér vörnin líka bara vera harðari. Við vorum ákveðnari í vörninni. Vorum að þvinga þá í erfið skot. Það var meiri talandi. Ég er bara mjög sáttur og bara mjög góður leikur af okkar hálfu.“ Er þetta kannski bara spurning um þetta gamla góða, að berjast? „Já, örugglega.“ - Sagði Ólafur og glotti við tönn, augljóslega skemmt yfir spurningu blaðamanns. „Þetta er örugglega spurning um það. Svo bara hafa trú á því sem við erum að gera. Í þessum leikjum sem við höfum verið að tapa með einu, tveimur, fjórum, þá erum við alltaf að hika í skotum og hugsa. Í staðinn fyrir bara að grípa og skjóta eins og við gerðum í kvöld.“ Kristófer Breki Gylfason setti niður fjögur af fyrstu sex þriggjastigaskotum sínum í kvöld og hrósaði Ólafur honum sérstaklega fyrir að hika ekki. „Sérstaklega hrós á Breka. Það var ekkert hik á honum í dag. Hann bara greip og skaut. Við vissum að þeir myndu taka séns á honum. Alla vikuna á öllum æfingum sögðum við bara: „Þegar þú færð hann þá bara skýturðu. Okkur er alveg sama hvort hann fer ofan í eða ekki. Ef þú hikar þá verðum við reiðir.“ Hann var bara geggjaður á báðum endum vallarins í kvöld.“ Ólafur hrósaði nýjum leikmanni Grindavíkur einnig, Jordan Aboudou, fyrir hans frammistöðu í kvöld og þá sérstaklega fyrir að mæta beint á æfingu eftir 48 tíma ferðalag frá Kína. Honum var tíðrætt um hversu góður skrokkur væri þarna á ferð. „Baloo? Hann sagði við okkur „My name is Baloo, like in the Jungle book.“ Mér líst bara mjög vel á hann. Þetta er geggjaður skrokkur. Ég verð að gefa honum það, ef ég hefði ferðast í 48 tíma og komið beint á æfingu, þá væri ég örugglega bara upp á sjúkrahúsi. Hann lúkkar vel, þetta er mjög góður skrokkur og hann sýndi ágætis takta hér í dag. Ég held að lappirnar á honum séu bara ennþá einhversstaðar yfir Austur Evrópu. Hann er flottur, skemmtilegur og passar vel inn í hópinn. Mjög ánægður með að fá svona skrokk.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti