Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 14:01 Már Egilsson, heimilislæknir, (t.v.) varar við því að horfið verði aftur til fortíðar og augljósra hagsmunaárekstra ef lyfjafræðingar fá heimild til þess að skrifa upp á lyf. Vísir Læknir segir að margir þeirra sem starfa við heilsugæsluna hafi misst hökuna í gólfið þegar þeir lásu tillögu starfshóps heilbrigðisráðherra um að lyfjafræðingar gætu ávísað lyfjum. Það skapaði hagsmunaárekstra sem kæmu niður á sjúklingum og gerði lítið úr störfum lækna. Starfshópur heilbrigðisráðherra birti hvítbók um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar í vikunni. Hún gerði ýmsar tillögur að úrbótum, þar á meðal að lyfjafræðingar fái heimild til þess að ávísa ákveðnum lyfjum og að apótek verði þannig fyrsti viðkomustaður í veikindum. Formaður Lyfjafræðingafélagsins fagnaði tillögunum og sagði þær í takt við það sem tíðkaðist í nágrannalöndunum, meðal annars til þess að létta álagi af heilsugæslunni. Már Egilsson, heimilislæknir, gagnrýnir hins vegar tillögurnar sem eru settar fram í þriðja áfanga skýrslunnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Starfshópurinn virðist vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar þegar ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Það fyrirkomulag hafi verið afnumið vegna augljósra hagsmunaárekstra. Vísar hann til greinar lyfjalaga sem bannar læknum, tannlæknum og dýralæknum að vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem tengist lyfjum að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Gengið sé enn lengra í þessa átt í siðareglum lækna. Fagþekking lækna og hjúkrunarfræðinga þvælist ekki fyrir Tillaga starfshópsins feli í sér að lyfjafræðingar geti setið beggja vegna borðsins. Það með sé ekki aðeins tekið skref aftur á bak hvað varðar hagsmunaárekstra heldur sé gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þurfi til að greina og meðhöndla sjúkdóma. „Þeir eru sem sagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir,“ skrifar Már. Hugmyndir starfshópsins ættu ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi þess að stór hluti höfunda skýrslunnar sé viðskiptafólk á einkamarkaði í lyfsölu. Már segir verra að sjá lyfjafræðinga sem starfi fyrir Þróunarmiðstöð íslenskra heilsugæslu og forstjóra Lyfjastofnunar í hópnum. „Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild,“ skrifar læknirinn. Lyf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Starfshópur heilbrigðisráðherra birti hvítbók um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar í vikunni. Hún gerði ýmsar tillögur að úrbótum, þar á meðal að lyfjafræðingar fái heimild til þess að ávísa ákveðnum lyfjum og að apótek verði þannig fyrsti viðkomustaður í veikindum. Formaður Lyfjafræðingafélagsins fagnaði tillögunum og sagði þær í takt við það sem tíðkaðist í nágrannalöndunum, meðal annars til þess að létta álagi af heilsugæslunni. Már Egilsson, heimilislæknir, gagnrýnir hins vegar tillögurnar sem eru settar fram í þriðja áfanga skýrslunnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Starfshópurinn virðist vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar þegar ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Það fyrirkomulag hafi verið afnumið vegna augljósra hagsmunaárekstra. Vísar hann til greinar lyfjalaga sem bannar læknum, tannlæknum og dýralæknum að vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem tengist lyfjum að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Gengið sé enn lengra í þessa átt í siðareglum lækna. Fagþekking lækna og hjúkrunarfræðinga þvælist ekki fyrir Tillaga starfshópsins feli í sér að lyfjafræðingar geti setið beggja vegna borðsins. Það með sé ekki aðeins tekið skref aftur á bak hvað varðar hagsmunaárekstra heldur sé gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þurfi til að greina og meðhöndla sjúkdóma. „Þeir eru sem sagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir,“ skrifar Már. Hugmyndir starfshópsins ættu ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi þess að stór hluti höfunda skýrslunnar sé viðskiptafólk á einkamarkaði í lyfsölu. Már segir verra að sjá lyfjafræðinga sem starfi fyrir Þróunarmiðstöð íslenskra heilsugæslu og forstjóra Lyfjastofnunar í hópnum. „Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild,“ skrifar læknirinn.
Lyf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira