The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 12:45 Vel var mætt á Kópavogsvöll í gær þar sem Erlingur Agnarsson og félagar í Víkingi veittu Djurgården harða keppni en urðu að sætta sig við naumt tap. vísir/Anton Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem uppfyllt hefur kröfur UEFA um flóðlýsingu, vegna sjónvarpsútsendinga frá keppnum á borð við Sambandsdeildina. Fleiru er ábótavant á Víkingsvelli og því hafa Víkingar neyðst til að spila skömmu eftir hádegi, á Kópavogsvelli, eins og í 2-1 tapinu gegn Djurgården í gær. The Sun segir í ónákvæmri Facebook-færslu sinni, fyrir 3,9 milljónir fylgjenda, að engin flóðljós séu á Kópavogsvelli og því neyðist Víkingar til að spila heimaleiki sína snemma. Með fylgir skellihlæjandi broskall. Spaugsamir fylgjendur miðilsins velta því svo meðal annars fyrir sér í athugasemdum hvort að norðurljósin dugi ekki til þess að veita birtu á kvöldin á Íslandi. Færsla The Sun um Víkingsliðið á Facebook.Skjáskot/The Sun Football The Sun birtir með færslu sinni gamlar myndir af Kópavogsvelli og það er auðvitað ekki rétt hjá miðlinum að engin flóðljós séu á vellinum. Þau eru hins vegar, vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda í Kópavogi á sínum tíma, ekki nógu sterk til að uppfylla kröfur UEFA. Breska blaðið nuddar Víkingum svo upp úr því að þrátt fyrir að spila á óvenjulegum tíma þá hafi það ekki hjálpað liðinu því það hafi tapað gegn Djurgården. Tapið breytir ekki þeirri staðreynd að Víkingar hafa náð í sex stig á Kópavogsvelli í keppninni, og sjö stig alls, og eru yfirgnæfandi líkur á að þeir komist áfram í umspil í lok febrúar um sæti í 16-liða úrslitum. Það gæti tekist jafnvel þó að liðið tapi gegn LASK í Austurríki næsta fimmtudag, þegar deildarkeppninni lýkur. Komist Víkingar áfram gætu vallarmál á Íslandi fengið enn meiri athygli í erlendum fjölmiðlum, eins og The Sun. Á meðal liða sem komist gætu áfram eru bresku liðin Chelsea, sem reyndar er öruggt í 16-liða úrslit, Hearts og The New Saints. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem uppfyllt hefur kröfur UEFA um flóðlýsingu, vegna sjónvarpsútsendinga frá keppnum á borð við Sambandsdeildina. Fleiru er ábótavant á Víkingsvelli og því hafa Víkingar neyðst til að spila skömmu eftir hádegi, á Kópavogsvelli, eins og í 2-1 tapinu gegn Djurgården í gær. The Sun segir í ónákvæmri Facebook-færslu sinni, fyrir 3,9 milljónir fylgjenda, að engin flóðljós séu á Kópavogsvelli og því neyðist Víkingar til að spila heimaleiki sína snemma. Með fylgir skellihlæjandi broskall. Spaugsamir fylgjendur miðilsins velta því svo meðal annars fyrir sér í athugasemdum hvort að norðurljósin dugi ekki til þess að veita birtu á kvöldin á Íslandi. Færsla The Sun um Víkingsliðið á Facebook.Skjáskot/The Sun Football The Sun birtir með færslu sinni gamlar myndir af Kópavogsvelli og það er auðvitað ekki rétt hjá miðlinum að engin flóðljós séu á vellinum. Þau eru hins vegar, vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda í Kópavogi á sínum tíma, ekki nógu sterk til að uppfylla kröfur UEFA. Breska blaðið nuddar Víkingum svo upp úr því að þrátt fyrir að spila á óvenjulegum tíma þá hafi það ekki hjálpað liðinu því það hafi tapað gegn Djurgården. Tapið breytir ekki þeirri staðreynd að Víkingar hafa náð í sex stig á Kópavogsvelli í keppninni, og sjö stig alls, og eru yfirgnæfandi líkur á að þeir komist áfram í umspil í lok febrúar um sæti í 16-liða úrslitum. Það gæti tekist jafnvel þó að liðið tapi gegn LASK í Austurríki næsta fimmtudag, þegar deildarkeppninni lýkur. Komist Víkingar áfram gætu vallarmál á Íslandi fengið enn meiri athygli í erlendum fjölmiðlum, eins og The Sun. Á meðal liða sem komist gætu áfram eru bresku liðin Chelsea, sem reyndar er öruggt í 16-liða úrslit, Hearts og The New Saints.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira