Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 08:00 Timo Werner olli stjóra sínum miklum vonbrigðum í gær. Getty/Robbie Jay Barratt Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var ekki feiminn við að viðurkenna að hann var hundóánægður með Þjóðverjann Timo Werner í Evrópudeildarleiknum við Rangers í gærkvöld. Postecoglou tók hinn 28 ára gamla og 57 landsleikja Werner af velli eftir fyrri hálfleik og setti Dejan Kulusevski inn á, og náði Svíinn að tryggja Tottenham 1-1 jafntefli með marki í seinni hálfleiknum. Í byrjunarliði Tottenham var hinn 18 ára gamli Archie Gray í vörninni, vegna meiðslakrísu hjá miðvörðum liðsins, en það var Werner sem olli Postecoglou vonbrigðum: „Hann var ekki einu sinni nálægt því stigi sem hann á að vera að spila á. Þegar maður er með 18 ára menn að spila þá get ég ekki liðið svona, og ég sagði það við Timo. Hann er reyndur, þýskur landsliðsmaður,“ sagði Postecoglou við Sky Sports. Ange Postecoglou var ósáttur í Glasgow í gær.Getty/Steve Welsh „Eins og staðan er núna þá höfum við ekki marga valmöguleika. Ég þarf á því að halda að allir reyni að minnsta kosti sitt besta. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var óviðunandi,“ sagði Postecoglou. Aðspurður hvernig Werner hefði tekið því að vera kippt svona af velli svaraði stjórinn: „Ég veit það ekki. Það skiptir í raun ekki máli. Við þurfum á því að halda að allir, hann þar á meðal, leggi sitt af mörkum því breiddin er ekki næg til þess að við getum haft menn utan hóps ef þeir standa sig ekki. Menn verða að sinna sínu hlutverki, sérstaklega reyndari leikmenn. Þegar ég bið unga leikmenn um að taka að sér risahlutverk þá ætlast ég til ákveðinnar frammistöðu frá eldri leikmönnum og þannig var það ekki í dag.“ Werner kom að láni til Tottenham frá RB Leipzig í janúar og framlengdi svo dvöl sína út þessa leiktíð. Hann hefur spilað nítján leiki á þessari leiktíð og skorað eitt mark. Eftir sex umferðir af átta í Evrópudeildinni er Tottenham með ellefu stig í 9. sæti, en átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit. Liðin í 9.-24. sæti komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Síðustu tvær umferðirnar verða kláraðar eftir áramót. Enski boltinn Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Postecoglou tók hinn 28 ára gamla og 57 landsleikja Werner af velli eftir fyrri hálfleik og setti Dejan Kulusevski inn á, og náði Svíinn að tryggja Tottenham 1-1 jafntefli með marki í seinni hálfleiknum. Í byrjunarliði Tottenham var hinn 18 ára gamli Archie Gray í vörninni, vegna meiðslakrísu hjá miðvörðum liðsins, en það var Werner sem olli Postecoglou vonbrigðum: „Hann var ekki einu sinni nálægt því stigi sem hann á að vera að spila á. Þegar maður er með 18 ára menn að spila þá get ég ekki liðið svona, og ég sagði það við Timo. Hann er reyndur, þýskur landsliðsmaður,“ sagði Postecoglou við Sky Sports. Ange Postecoglou var ósáttur í Glasgow í gær.Getty/Steve Welsh „Eins og staðan er núna þá höfum við ekki marga valmöguleika. Ég þarf á því að halda að allir reyni að minnsta kosti sitt besta. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var óviðunandi,“ sagði Postecoglou. Aðspurður hvernig Werner hefði tekið því að vera kippt svona af velli svaraði stjórinn: „Ég veit það ekki. Það skiptir í raun ekki máli. Við þurfum á því að halda að allir, hann þar á meðal, leggi sitt af mörkum því breiddin er ekki næg til þess að við getum haft menn utan hóps ef þeir standa sig ekki. Menn verða að sinna sínu hlutverki, sérstaklega reyndari leikmenn. Þegar ég bið unga leikmenn um að taka að sér risahlutverk þá ætlast ég til ákveðinnar frammistöðu frá eldri leikmönnum og þannig var það ekki í dag.“ Werner kom að láni til Tottenham frá RB Leipzig í janúar og framlengdi svo dvöl sína út þessa leiktíð. Hann hefur spilað nítján leiki á þessari leiktíð og skorað eitt mark. Eftir sex umferðir af átta í Evrópudeildinni er Tottenham með ellefu stig í 9. sæti, en átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit. Liðin í 9.-24. sæti komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Síðustu tvær umferðirnar verða kláraðar eftir áramót.
Enski boltinn Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira