Banna vinsæla aðferð til æfinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2024 23:01 Tadej Pogacar vann Frakklandshjólreiðarnar í þriðja sinn í ár. Hann er einn þeirra sem hafa prófað þessa nýju æfingaaðferð. Getty/Sara Cavallini Alþjóða hjólreiðasambandið, UCI, vill banna íþróttafólki sínu að stunda ákveðna æfingaaðferð til að auka þol sitt í keppni. Sambandið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag. Í nóvember síðastliðnum var hjólreiðafólkið kvatt til að hætta að nota þessa nýju aðferð en nú vill sambandið fara alla leið og setja á bann. Danska ríkisútvarpið segir frá. Hjólreiðafólkið er þarna að reyna auka þol sitt og hæfni blóðkornanna við að skila súrefni til vöðvanna með því að anda að sér kolsýringi. Það gerir það með því að anda að sér kolsýring í gegnum ákveðið tæki. Með þessu nær hjólreiðafólkið fram sama árangri og ef að það myndi stunda æfingar í mikilli hæð þar sem loftið er þynnra og líkaminn þarf að hafa meira fyrir því að vinna súrefni úr andrúmsloftinu. Kolsýrlingur kemur í veg fyrir súrefnisflutning í blóðinu vegna þess að binding hans við rauðu blóðkornin er sterkari en binding súrefnis við þau. Escape Collective sagði frá því á meðan Frakklandshjólreiðunum stóð í sumar að fjöldi liða og hjólreiðakappa hafi þá verið að nota þessa aðferð. Stórstjörnurnar Tadej Pogacar og Jonas Vingegaard sögðust báðir hafa prófað þetta. UCI hefur áhyggjur af heilsu íþróttafólksins sem stundar þetta enda er ekki búið að rannsaka þetta nægilega vel. Það veit enginn fyrir víst hvaða áhrif það hefur á líkamann að anda ítrekað að sér kolsýrling. Vegna þessa sé full ástæða til að banna þessa aðferð. Þó að þetta hafi verið tilkynnt í dag mun lokaákvörðunin ekki vera tekin fyrr en á ársþingi sambandsins sem er haldið frá 31. janúar til 1. febrúar á næsta ári. Hjólreiðar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Sambandið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag. Í nóvember síðastliðnum var hjólreiðafólkið kvatt til að hætta að nota þessa nýju aðferð en nú vill sambandið fara alla leið og setja á bann. Danska ríkisútvarpið segir frá. Hjólreiðafólkið er þarna að reyna auka þol sitt og hæfni blóðkornanna við að skila súrefni til vöðvanna með því að anda að sér kolsýringi. Það gerir það með því að anda að sér kolsýring í gegnum ákveðið tæki. Með þessu nær hjólreiðafólkið fram sama árangri og ef að það myndi stunda æfingar í mikilli hæð þar sem loftið er þynnra og líkaminn þarf að hafa meira fyrir því að vinna súrefni úr andrúmsloftinu. Kolsýrlingur kemur í veg fyrir súrefnisflutning í blóðinu vegna þess að binding hans við rauðu blóðkornin er sterkari en binding súrefnis við þau. Escape Collective sagði frá því á meðan Frakklandshjólreiðunum stóð í sumar að fjöldi liða og hjólreiðakappa hafi þá verið að nota þessa aðferð. Stórstjörnurnar Tadej Pogacar og Jonas Vingegaard sögðust báðir hafa prófað þetta. UCI hefur áhyggjur af heilsu íþróttafólksins sem stundar þetta enda er ekki búið að rannsaka þetta nægilega vel. Það veit enginn fyrir víst hvaða áhrif það hefur á líkamann að anda ítrekað að sér kolsýrling. Vegna þessa sé full ástæða til að banna þessa aðferð. Þó að þetta hafi verið tilkynnt í dag mun lokaákvörðunin ekki vera tekin fyrr en á ársþingi sambandsins sem er haldið frá 31. janúar til 1. febrúar á næsta ári.
Hjólreiðar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira