„Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. desember 2024 16:10 Arnar Bergmann Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Arnari Bergmanni Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fannst ýmislegt ábótavant þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Djurgården í fimmtu umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. „Þetta var sanngjarn sigur hjá þeim. Við fórum illa að ráði okkar í fyrri hálfleik. Við fengum svo ekki mikið af færum en fengum hornspyrnur og aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem við framkvæmdum illa. Þegar þú ert kominn á þetta gæðastig þarft þú að framkvæma hlutina upp á 10. Við gerðum það ekki og sóknarleikurinn var svo sloppy í seinni hálfleik. Við vorum ekki í réttum stöðum til þess að fá boltann og svo ekki vel staðsettir varnarlega þegar við misstum boltann. Okkur var refsað fyrir það,“ sagði Arnar Bergmann svekktur að leik loknum. “ „Viðvörunabjöllurnar voru farnar að hringja áður en þeir skoruðu mörkin sín. Við sýndum hins vegar karakter í stöðunni 2-0 og komum okkur inn í leikinn. Mögulega hefði bara verið betra að hafa áfram 11 á móti 11 þar sem þeir fóru í mikla lágblokk eftir að lenda manni undir. Við náðum ekki að skapa opin færi undir og hefðum kannski átt að fara meira í að dæla bara boltanum inn í teiginn og skapa slagsmál þar um boltann. Því fór sem fór og svekkjandi tap niðurstaðan,“ sagði Arnar enn fremur. „Enn og aftur er það einbeitingaleysi hjá íslenskum liðum sem verður okkur að falli. Það er eins og náum ekki að fókusa almennilega allan leikinn eins og erlend lið gera í Evrópukeppnum. Við erum alltaf að tala um að við þurfum að læra en við vorum ekki komnir þangað í þessum leik. Við vorum allt of langt frá mönnunum þegar við misstum boltann og færslurnar í varnarleiknun. Það hefur líklega verið blanda af þreytu en stærri held ég að hafi verið skortur á einbeitingu sem þarf að vera full on á þessu getustigi. Á öllum levelum eru þau mistök sem við gerum í aðdraganda markanna sem þeir skora óboðleg,“ sagði hann vonsvikinn. „Ég hélt að við værum komnir lengra en mér fannst leikmenn mínir fara aðeins fram úr sér í seinni hálfeik. Fara að slaka á og halda að þeir væru það góðir að þeir gætu slakað á einbeitingunni. Við þurfum að spila miklu betur gegn LASK í Austurríki. Við förum bjartsýnir og nú er það okkar verk í þjálfarateyminu að færa trú í leikmannahópinn fyrir þann leik,“ sagði Arnar borubrattur um framhaldið. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
„Þetta var sanngjarn sigur hjá þeim. Við fórum illa að ráði okkar í fyrri hálfleik. Við fengum svo ekki mikið af færum en fengum hornspyrnur og aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem við framkvæmdum illa. Þegar þú ert kominn á þetta gæðastig þarft þú að framkvæma hlutina upp á 10. Við gerðum það ekki og sóknarleikurinn var svo sloppy í seinni hálfleik. Við vorum ekki í réttum stöðum til þess að fá boltann og svo ekki vel staðsettir varnarlega þegar við misstum boltann. Okkur var refsað fyrir það,“ sagði Arnar Bergmann svekktur að leik loknum. “ „Viðvörunabjöllurnar voru farnar að hringja áður en þeir skoruðu mörkin sín. Við sýndum hins vegar karakter í stöðunni 2-0 og komum okkur inn í leikinn. Mögulega hefði bara verið betra að hafa áfram 11 á móti 11 þar sem þeir fóru í mikla lágblokk eftir að lenda manni undir. Við náðum ekki að skapa opin færi undir og hefðum kannski átt að fara meira í að dæla bara boltanum inn í teiginn og skapa slagsmál þar um boltann. Því fór sem fór og svekkjandi tap niðurstaðan,“ sagði Arnar enn fremur. „Enn og aftur er það einbeitingaleysi hjá íslenskum liðum sem verður okkur að falli. Það er eins og náum ekki að fókusa almennilega allan leikinn eins og erlend lið gera í Evrópukeppnum. Við erum alltaf að tala um að við þurfum að læra en við vorum ekki komnir þangað í þessum leik. Við vorum allt of langt frá mönnunum þegar við misstum boltann og færslurnar í varnarleiknun. Það hefur líklega verið blanda af þreytu en stærri held ég að hafi verið skortur á einbeitingu sem þarf að vera full on á þessu getustigi. Á öllum levelum eru þau mistök sem við gerum í aðdraganda markanna sem þeir skora óboðleg,“ sagði hann vonsvikinn. „Ég hélt að við værum komnir lengra en mér fannst leikmenn mínir fara aðeins fram úr sér í seinni hálfeik. Fara að slaka á og halda að þeir væru það góðir að þeir gætu slakað á einbeitingunni. Við þurfum að spila miklu betur gegn LASK í Austurríki. Við förum bjartsýnir og nú er það okkar verk í þjálfarateyminu að færa trú í leikmannahópinn fyrir þann leik,“ sagði Arnar borubrattur um framhaldið.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira