Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2024 16:16 Mohamed Salah skorar mark Liverpool gegn Girona í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. getty/Eric Alonso Jamie Carragher telur að Mohamed Salah muni skrifa undir nýjan samning við Liverpool og vera áfram hjá félaginu. Hann telur að kostir Egyptans séu ekkert rosalega margir. Salah hefur spilað frábærlega með Liverpool í vetur og skorað sextán mörk og lagt upp tólf í öllum keppnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Carragher telur að félögin sem gætu samið við Salah séu ekki svo mörg og því gæti hann haldið kyrru fyrir hjá Liverpool. „Hversu marga sóknarmenn eru Real Madrid með? Barcelona er í fjárhagskröggum og PSG er ekki í sama klassa og Liverpool. Það eru bara 4-5 lið sem eiga raunverulega möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu og Liverpool er eitt þeirra. Hann verður áfram þar sem ég er ekki viss um að það séu margir kostir í stöðunni. Hann er ekki tilbúinn að fara til Sádi-Arabíu. Hann getur gert það eftir þrjú ár,“ sagði Carragher. Vill að Salah fái tveggja ára samning Ekki er vitað hversu langan samning Salah vill fá eða hversu langan samning Liverpool er tilbúið að bjóða honum. Carragher vill að Salah sýni gagnsæi í viðræðunum. „Ef þú kemur fram og segir að félagið hafi ekki gert þetta eða hitt leyfðu okkur þá að heyra alla söguna svo við getum ákveðið okkur. Við vitum að þeir eiga í viðræðum. Hann gerði þetta fyrir tveimur árum þegar hann reyndi að setja pressu á félagið. Hann er stórstjarna og ég vona innilega að hann verði áfram en ég horfi á þetta frá sjónarhorni félagsins og við vitum ekki hver hefur rétt fyrir sér,“ sagði Carragher. „Ef þú vilt setja eitthvað út sem félagið hefur ekki boðið þér segðu okkur þá hvað þú vilt, vertu gagnsær og við getum valið okkur hlið. Persónulega finnst mér að hann ætti að vera áfram á sömu launum og fá tveggja ára samning. Félagið vill kannski bjóða honum eins árs samning og hann gæti viljað þriggja ára samning. Við vitum það ekki. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga því ég vissi að ég yrði spurður að þessu en félagið gefur ekkert upp.“ Salah skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sigraði Girona, 0-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Rauði herinn er á toppi Meistaradeildarinnar og kominn í sextán liða úrslit. Næsti leikur Liverpool er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah og félagar eru með fjögurra stiga forskot á Chelsea á toppi deildarinnar en eiga leik til góða. Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Salah hefur spilað frábærlega með Liverpool í vetur og skorað sextán mörk og lagt upp tólf í öllum keppnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Carragher telur að félögin sem gætu samið við Salah séu ekki svo mörg og því gæti hann haldið kyrru fyrir hjá Liverpool. „Hversu marga sóknarmenn eru Real Madrid með? Barcelona er í fjárhagskröggum og PSG er ekki í sama klassa og Liverpool. Það eru bara 4-5 lið sem eiga raunverulega möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu og Liverpool er eitt þeirra. Hann verður áfram þar sem ég er ekki viss um að það séu margir kostir í stöðunni. Hann er ekki tilbúinn að fara til Sádi-Arabíu. Hann getur gert það eftir þrjú ár,“ sagði Carragher. Vill að Salah fái tveggja ára samning Ekki er vitað hversu langan samning Salah vill fá eða hversu langan samning Liverpool er tilbúið að bjóða honum. Carragher vill að Salah sýni gagnsæi í viðræðunum. „Ef þú kemur fram og segir að félagið hafi ekki gert þetta eða hitt leyfðu okkur þá að heyra alla söguna svo við getum ákveðið okkur. Við vitum að þeir eiga í viðræðum. Hann gerði þetta fyrir tveimur árum þegar hann reyndi að setja pressu á félagið. Hann er stórstjarna og ég vona innilega að hann verði áfram en ég horfi á þetta frá sjónarhorni félagsins og við vitum ekki hver hefur rétt fyrir sér,“ sagði Carragher. „Ef þú vilt setja eitthvað út sem félagið hefur ekki boðið þér segðu okkur þá hvað þú vilt, vertu gagnsær og við getum valið okkur hlið. Persónulega finnst mér að hann ætti að vera áfram á sömu launum og fá tveggja ára samning. Félagið vill kannski bjóða honum eins árs samning og hann gæti viljað þriggja ára samning. Við vitum það ekki. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga því ég vissi að ég yrði spurður að þessu en félagið gefur ekkert upp.“ Salah skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sigraði Girona, 0-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Rauði herinn er á toppi Meistaradeildarinnar og kominn í sextán liða úrslit. Næsti leikur Liverpool er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah og félagar eru með fjögurra stiga forskot á Chelsea á toppi deildarinnar en eiga leik til góða.
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti