Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. desember 2024 12:03 Steinunn Þórðardóttir, formaðru Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Klukkan ellefu á morgun mun liggja fyrir hvort að félagsmenn Læknafélags Íslands samþykki nýjan kjarasamning sem að félagið gerði við ríkið í lok nóvember. Formaður Læknafélagsins segist vongóð þó að sumir félagar hafi gagnrýnt samninginn en hún viðurkennir að sumu hafi verið fórnað við samningsgerðina. Læknafélag Íslands hefur kynnt samninginn fyrir félagsmönnum síðan komist var að samkomulagi. Kosning félagsmanna um samninginn hófst á mánudag og mun ljúka á morgun. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að nú þegar hafi um 60 prósent félagsmanna tekið þátt í kosningunni. Hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur enda löng og mikil vinna að baki. „Ferlið er búið að vera gífurlega langt og hófst í rauninni um leið og síðasti kjarasamningur var undirritaður, þá fór ýmislegt í verkáætlun. Það var sem sagt árið 2023 um vorið og við erum búin að vera vinna í þessu alveg síðan. Þetta er búið að vera löng vegferð og mjög mikil vinna. Síðasti samningur sem við gerðum var til eins árs og við litum á hann sem ákveðið vopnahlé, þar sem hann var stuttur og vorum ekki að ná öllum okkar kröfum þar.“ Læknum verði vonandi ekki þrælað út lengur Að mati Steinunnar mun samningurinn breyta landslagi lækna á vinnumarkaði. „Aðal áherslan er á betri vinnutíma, á styttingu vinnuvikunnar niður í 36 tíma og líka svolítið á það að allar okkar vaktir gangi upp í þessa 36 klukkutíma vinnuskyldu, sem var ekki raunin. Við vorum mörg hver að taka vaktirnar í rauninni ofan á 40 tíma vinnuviku og það taldist ekki inn í vinnutímann. Ég tel að vinnuframlag okkar sé sýnilegra og það sé erfiðara að píska læknum út. Við erum auðvitað að vonast til þess að fólk muni hækka við sig starfshlutfall þau sem eru í hlutastarfi sem er stór hópur og auðvitað erum við að vonast til þess að fólk sem býr erlendis muni finnast samningurinn aðlagandi og þeta muni valda því að við fáum fleiri hendur hingað til lands.“ Eruð þið vongóð um að læknar erlendis muni snúa aftur heim til landsins? „Já við erum það og ég tel þennan samning vera mjög jákvæðan varðandi okkar starfsumhverfi og þetta nær þessu jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að vera ekki þrælað út eins og margir læknar hafa upplifað í starfsumhverfi hérlendis. Við erum að setja upp ákveðnar girðingar gagnvart því í þessum samningi.“ Sumir hafi lýst yfir áhyggjum Þó að um mikinn sigur sé að ræða og bætt kjör fyrir lækna viðurkennir Steinunn að áhyggjur og gagnrýni hafi sprottið upp hjá sumum meðlimum félagsins sem sé eðlilegt þegar að breytingar eru á annað borð. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af varðandi styttingu vinnuvikunnar að það muni hafa áhrif á þjónustu því við vitum öll að læknar eru ekki nægilega margir í landinu. Fólk hefur áhyggjur af efndum til dæmis að yfirvinna verði ekki greidd og annað það hefur viljað brenna við. Við höfum ekki fengið hana borgaða og það þarf að fylgjast vel með því í framkvæmdinni. Mikilvægt hafi verið að gera málamiðlanir við samningsgerðina. „Síðan þurftum við að færa ákveðin verðmæti til sem að ég held að sé mjög þekkt í kjarasamningum, meðal annars til að hækka grunnlaunin sem var krafa frá okkar fólki. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því, hvar þeim sé best niðurkomnnir. Þegar tveir aðilar semja þarf alltaf að koma til móts við báða.“ Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur kynnt samninginn fyrir félagsmönnum síðan komist var að samkomulagi. Kosning félagsmanna um samninginn hófst á mánudag og mun ljúka á morgun. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að nú þegar hafi um 60 prósent félagsmanna tekið þátt í kosningunni. Hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur enda löng og mikil vinna að baki. „Ferlið er búið að vera gífurlega langt og hófst í rauninni um leið og síðasti kjarasamningur var undirritaður, þá fór ýmislegt í verkáætlun. Það var sem sagt árið 2023 um vorið og við erum búin að vera vinna í þessu alveg síðan. Þetta er búið að vera löng vegferð og mjög mikil vinna. Síðasti samningur sem við gerðum var til eins árs og við litum á hann sem ákveðið vopnahlé, þar sem hann var stuttur og vorum ekki að ná öllum okkar kröfum þar.“ Læknum verði vonandi ekki þrælað út lengur Að mati Steinunnar mun samningurinn breyta landslagi lækna á vinnumarkaði. „Aðal áherslan er á betri vinnutíma, á styttingu vinnuvikunnar niður í 36 tíma og líka svolítið á það að allar okkar vaktir gangi upp í þessa 36 klukkutíma vinnuskyldu, sem var ekki raunin. Við vorum mörg hver að taka vaktirnar í rauninni ofan á 40 tíma vinnuviku og það taldist ekki inn í vinnutímann. Ég tel að vinnuframlag okkar sé sýnilegra og það sé erfiðara að píska læknum út. Við erum auðvitað að vonast til þess að fólk muni hækka við sig starfshlutfall þau sem eru í hlutastarfi sem er stór hópur og auðvitað erum við að vonast til þess að fólk sem býr erlendis muni finnast samningurinn aðlagandi og þeta muni valda því að við fáum fleiri hendur hingað til lands.“ Eruð þið vongóð um að læknar erlendis muni snúa aftur heim til landsins? „Já við erum það og ég tel þennan samning vera mjög jákvæðan varðandi okkar starfsumhverfi og þetta nær þessu jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að vera ekki þrælað út eins og margir læknar hafa upplifað í starfsumhverfi hérlendis. Við erum að setja upp ákveðnar girðingar gagnvart því í þessum samningi.“ Sumir hafi lýst yfir áhyggjum Þó að um mikinn sigur sé að ræða og bætt kjör fyrir lækna viðurkennir Steinunn að áhyggjur og gagnrýni hafi sprottið upp hjá sumum meðlimum félagsins sem sé eðlilegt þegar að breytingar eru á annað borð. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af varðandi styttingu vinnuvikunnar að það muni hafa áhrif á þjónustu því við vitum öll að læknar eru ekki nægilega margir í landinu. Fólk hefur áhyggjur af efndum til dæmis að yfirvinna verði ekki greidd og annað það hefur viljað brenna við. Við höfum ekki fengið hana borgaða og það þarf að fylgjast vel með því í framkvæmdinni. Mikilvægt hafi verið að gera málamiðlanir við samningsgerðina. „Síðan þurftum við að færa ákveðin verðmæti til sem að ég held að sé mjög þekkt í kjarasamningum, meðal annars til að hækka grunnlaunin sem var krafa frá okkar fólki. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því, hvar þeim sé best niðurkomnnir. Þegar tveir aðilar semja þarf alltaf að koma til móts við báða.“
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda