Furðulegt fagn sem enginn skilur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 23:33 Tobi Adebayo-Rowling fagnaði marki sínu með mjög sérstökum hætti. Instagram Enski fótboltamaðurinn Tobi Adebayo-Rowling var á skotskónum með liði sínu á dögunum en hvað hann gerði strax á eftir vakti upp spurningar. Adebayo-Rowling skoraði fyrra mark Rochdale í 2-0 sigri á Leamington í FA Trophy bikarkeppninni sem er bikarkeppni neðri deildarliða í Englandi. Markið skoraði hann á 42. mínútu en liðið bætti síðan við öðru marki eftir hlé. Adebayo-Rowling, sem spilar sem bakvörður, var á réttum stað eftir hornspyrnu og kom boltanum yfir línuna. Þetta var hans fyrsta mark á tímabilinu og sá var kátur. Eftir markið þó fór hann á mikinn sprett, hljóp fyrst út að hliðarlínunni og svo allan völlinn á enda. Hann hætti ekki þar heldur stökk yfir girðinguna og endaði fyrir framan tré fyrir aftan völlinn. Adebayo-Rowling kom þá loksins til baka en liðsfélagarnir hans voru fljótir að hætta að skipta sér að honum eftir að hann hljóp allan völlinn á enda. Dómari leiksins skráði ekki aðeins markið á Adebayo-Rowling heldur gaf honum einnig spjald fyrir fagnaðarlætin furðulegu sem má sjá hérna í frétt Sportbible fyrir neðan. Sumir ganga svo langt að segja að þetta sé mögulega furðulegasta gula spjald sögunnar. Þetta er í það minnsta furðulegt fagn sem enginn skilur. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Adebayo-Rowling skoraði fyrra mark Rochdale í 2-0 sigri á Leamington í FA Trophy bikarkeppninni sem er bikarkeppni neðri deildarliða í Englandi. Markið skoraði hann á 42. mínútu en liðið bætti síðan við öðru marki eftir hlé. Adebayo-Rowling, sem spilar sem bakvörður, var á réttum stað eftir hornspyrnu og kom boltanum yfir línuna. Þetta var hans fyrsta mark á tímabilinu og sá var kátur. Eftir markið þó fór hann á mikinn sprett, hljóp fyrst út að hliðarlínunni og svo allan völlinn á enda. Hann hætti ekki þar heldur stökk yfir girðinguna og endaði fyrir framan tré fyrir aftan völlinn. Adebayo-Rowling kom þá loksins til baka en liðsfélagarnir hans voru fljótir að hætta að skipta sér að honum eftir að hann hljóp allan völlinn á enda. Dómari leiksins skráði ekki aðeins markið á Adebayo-Rowling heldur gaf honum einnig spjald fyrir fagnaðarlætin furðulegu sem má sjá hérna í frétt Sportbible fyrir neðan. Sumir ganga svo langt að segja að þetta sé mögulega furðulegasta gula spjald sögunnar. Þetta er í það minnsta furðulegt fagn sem enginn skilur. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti