Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2024 12:17 Viðgerð hófst í gær með því að boruð voru mjó göng undir árfarveg Skógár og rör dregin í gegnum þau. Rarik Enn er allt keyrt á varaafli í Vík og Mýrdal eftir að Víkurstrengur bilaði aðfaranótt mánudags þar sem strengurinn liggur plægður ofan í Skógá. Viðgerð hófst í gær og er áætlað að hún taki tvo daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að vegna þess hversu hár álagstoppur gærdagsins hafi verið hafi varaflsvél verið send af stað frá Þórshöfn í gær til að betur væri hægt að anna álagi dagsins í dag. „Viðgerð hófst í gær með því að boruð voru mjó göng undir árfarveg Skógár og rör dregin í gegnum þau. Jarðstrengirnir verða svo dregnir þar í gegn. Samstarfsaðilar okkar hjá verktakafyrirtækinu Þjótanda hófu borunina rétt eftir hádegi í gær og luku verkefninu um klukkan 5 í nótt. Starfsfólk framkvæmdaflokka RARIK mun í dag hefja vinnuna við að draga strengi í gegnum rörin og tengja, þannig að hægt verða að koma rafmagni aftur á svæðið eftir strengjum. Við nýtum einnig tækifærið og leggjum í rörið 11 kV streng sem liggur á sama stað yfir ána. Áætlað er að viðgerðin taki u.þ.b. tvo daga með prófunum. Bilun út frá spennistöð RARIK við Ytri-Sólheima, sem fór hálf á kaf í vatnsveðrinu á sunnudag og mánudag, er fundin og er viðgerð þar hafin. Vonast er til að hún klárist í kvöld eða á morgun. Bilunin olli töfum við uppbyggingu varaafls í Mýrdal seinni hluta mánudags en hún er staðsett í streng sem sér sendi Neyðarlínunnar fyrir rafmagni. Strengurinn skemmdist vegna mikils vatnsálags og hefur sendirinn verið keyrður áfram með varaflsvél Neyðarlínunnar á meðan. Um borunina: Borun undir árfarvegi er ekki ný af nálinni en aðferðin hefur þróast mikið á undanförnum árum svo nú þykir öruggt að bora í gegnum jafn lausan jarðveg og þarna er. Á mjög einfölduðu máli eru göngin fóðruð með sementsblöndu jafnóðum og þau eru boruð sem heldur þeim opnum. Þegar borinn er kominn í gegn eru rör fest í hann og hann dreginn til baka. Þannig leggjast göngin að rörunum en falla ekki saman þegar borinn er fjarlægður. Ef vel tekst til munum við skoða hvort skynsamlegt sé að skipuleggja samskonar boranir undir fleiri árfarvegi á þessu svæði vegna fenginnar reynslu okkar af ágangi ánna á strengina í haust og vetur. Slíkar viðhaldsframkvæmdir myndu þó alltaf falla á framkvæmdaáætlun sumarsins,“ segir í tilkynningunni frá RARIK. Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að vegna þess hversu hár álagstoppur gærdagsins hafi verið hafi varaflsvél verið send af stað frá Þórshöfn í gær til að betur væri hægt að anna álagi dagsins í dag. „Viðgerð hófst í gær með því að boruð voru mjó göng undir árfarveg Skógár og rör dregin í gegnum þau. Jarðstrengirnir verða svo dregnir þar í gegn. Samstarfsaðilar okkar hjá verktakafyrirtækinu Þjótanda hófu borunina rétt eftir hádegi í gær og luku verkefninu um klukkan 5 í nótt. Starfsfólk framkvæmdaflokka RARIK mun í dag hefja vinnuna við að draga strengi í gegnum rörin og tengja, þannig að hægt verða að koma rafmagni aftur á svæðið eftir strengjum. Við nýtum einnig tækifærið og leggjum í rörið 11 kV streng sem liggur á sama stað yfir ána. Áætlað er að viðgerðin taki u.þ.b. tvo daga með prófunum. Bilun út frá spennistöð RARIK við Ytri-Sólheima, sem fór hálf á kaf í vatnsveðrinu á sunnudag og mánudag, er fundin og er viðgerð þar hafin. Vonast er til að hún klárist í kvöld eða á morgun. Bilunin olli töfum við uppbyggingu varaafls í Mýrdal seinni hluta mánudags en hún er staðsett í streng sem sér sendi Neyðarlínunnar fyrir rafmagni. Strengurinn skemmdist vegna mikils vatnsálags og hefur sendirinn verið keyrður áfram með varaflsvél Neyðarlínunnar á meðan. Um borunina: Borun undir árfarvegi er ekki ný af nálinni en aðferðin hefur þróast mikið á undanförnum árum svo nú þykir öruggt að bora í gegnum jafn lausan jarðveg og þarna er. Á mjög einfölduðu máli eru göngin fóðruð með sementsblöndu jafnóðum og þau eru boruð sem heldur þeim opnum. Þegar borinn er kominn í gegn eru rör fest í hann og hann dreginn til baka. Þannig leggjast göngin að rörunum en falla ekki saman þegar borinn er fjarlægður. Ef vel tekst til munum við skoða hvort skynsamlegt sé að skipuleggja samskonar boranir undir fleiri árfarvegi á þessu svæði vegna fenginnar reynslu okkar af ágangi ánna á strengina í haust og vetur. Slíkar viðhaldsframkvæmdir myndu þó alltaf falla á framkvæmdaáætlun sumarsins,“ segir í tilkynningunni frá RARIK.
Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda