Það sem helst einkenndi árið voru átakanlegar fréttir af vopnaburði barna, stunguárásum og hnífaburði. Við tókumst á við margt á árinu - og þegar áföllin dundu yfir stóð þjóðin þétt saman.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp fréttaárið 2024 í desember. Allt það óvænta sem gerðist á árinu sem er að líða verður til umfjöllunar í næsta annál, sem birtist hér á Vísi á miðvikudag.