Viku frestur til að kæra kosningarnar Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2024 19:31 Landskjörstjórn tilkynnir um kjör sextíu og þriggja þingmanna fyrir næsta kjörtímabil. Vísir/Vilhelm Viku kærufrestur hófst í dag til að kæra framkvæmd nýafstaðinna kosninga til Alþingis, þegar Landskjörstjórn staðfesti kjör þingmanna fyrir sitt leyti. Þing þarf að koma saman á innan við tíu vikum frá kosningum. Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir hlutverki hennar þó ekki formlega að fullu lokið. „Nei, ekki alveg. Því Landskjörstjórn ber að veita umsögn um þær kærur sem kunna að berast. Eins líka umsögn um ágreiningsseðla og skila þeirri umsögn til Alþingis ásamt öllum gögnum Landskjörstjórnar.“ Kristín Edwald segir alla hafa lagst á eitt að láta veðrið ekki hindra kosningarnar.Stöð 2/Bjarni Og nú í dag tekur kærufrestur gildi eða hvað? „Já, nú tekur við sjö daga kærufrestur,“ segir Kristín. Vonskuveður var víða um land, ekki hvað síst á Austur- og Norðurlandi, á kjördag. Áður en kjördagur rann upp óttuðust margir að fresta þyrfti kosningunum á einhverjum stöðum. Komu upp einhverjir erfiðleikar vegna þess að nú var veður ekkert sérstaklega gott víða á landinu? „Já, það er náttúrlega miklu erfiðara að undirbúa og halda kosningar þegar færð er slæm. Auðvitað hafði það áhrif en þar lögðust allir á eitt. Landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir, kjörstjórnir sveitarfélaganna. Ekki má gleyma Veðurstofunni og Vegagerðinni. Eins hjálpaði Landhelgisgæslan líka til. Þannig að það þarf ýmislegt til að hægt sé að halda kosningar við þessar aðstæður,” segir Kristín Edwald. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum í Suðvesturkljördæmi lagði fram bókun og minniblað á fundi Landskjörstjórnar í dag. Hann telji að ekki væri búið að gera grein fyrir öllum atkvæðum í kjördæminu. Kristján hefði viljað að 89 ógild atkvæði hefðu verið látin gilda.Stöð 2/Bjarni „Nei, það er ekki annað séð en það vanti 89 atkvæði sem eru vafaatkvæði. Atkvæði sem yfirkjörstjórn taldi ógild en við umboðsmenn vildum láta reyna á að telja þau gild,“ segir Kristján. Kjósendur þessara atkvæða hafi merkt skilmerkilega með krossi við eitt framboðanna en að auki strikað yfir nöfn eða sett önnur merki við frambjóðendur annarra framboða. Kjósendur voru vandlega varaðir við því í auglýsingum og fjölmörgum fréttum að það myndi ógilda atkvæði þeirra gerðu þeir einhverjar aðrar merkingar við önnur Framboð en þeir ætluðu að kjósa. „Ég held bara að þetta nái ekki alveg til allra kjósenda. Það eru ekki allir að fylgjast með og telja þetta í lagi. Þessi regla er barn síns tíma og á ekki við og er ekki tíðkuð víða í hinum siðmenntaða heimi,“ segir Kristján. Hann telji þó að þessi 89 atkvæði hefðu ekki ráðið eða breytt heildarúrslitum í kjördæminu. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir hlutverki hennar þó ekki formlega að fullu lokið. „Nei, ekki alveg. Því Landskjörstjórn ber að veita umsögn um þær kærur sem kunna að berast. Eins líka umsögn um ágreiningsseðla og skila þeirri umsögn til Alþingis ásamt öllum gögnum Landskjörstjórnar.“ Kristín Edwald segir alla hafa lagst á eitt að láta veðrið ekki hindra kosningarnar.Stöð 2/Bjarni Og nú í dag tekur kærufrestur gildi eða hvað? „Já, nú tekur við sjö daga kærufrestur,“ segir Kristín. Vonskuveður var víða um land, ekki hvað síst á Austur- og Norðurlandi, á kjördag. Áður en kjördagur rann upp óttuðust margir að fresta þyrfti kosningunum á einhverjum stöðum. Komu upp einhverjir erfiðleikar vegna þess að nú var veður ekkert sérstaklega gott víða á landinu? „Já, það er náttúrlega miklu erfiðara að undirbúa og halda kosningar þegar færð er slæm. Auðvitað hafði það áhrif en þar lögðust allir á eitt. Landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir, kjörstjórnir sveitarfélaganna. Ekki má gleyma Veðurstofunni og Vegagerðinni. Eins hjálpaði Landhelgisgæslan líka til. Þannig að það þarf ýmislegt til að hægt sé að halda kosningar við þessar aðstæður,” segir Kristín Edwald. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum í Suðvesturkljördæmi lagði fram bókun og minniblað á fundi Landskjörstjórnar í dag. Hann telji að ekki væri búið að gera grein fyrir öllum atkvæðum í kjördæminu. Kristján hefði viljað að 89 ógild atkvæði hefðu verið látin gilda.Stöð 2/Bjarni „Nei, það er ekki annað séð en það vanti 89 atkvæði sem eru vafaatkvæði. Atkvæði sem yfirkjörstjórn taldi ógild en við umboðsmenn vildum láta reyna á að telja þau gild,“ segir Kristján. Kjósendur þessara atkvæða hafi merkt skilmerkilega með krossi við eitt framboðanna en að auki strikað yfir nöfn eða sett önnur merki við frambjóðendur annarra framboða. Kjósendur voru vandlega varaðir við því í auglýsingum og fjölmörgum fréttum að það myndi ógilda atkvæði þeirra gerðu þeir einhverjar aðrar merkingar við önnur Framboð en þeir ætluðu að kjósa. „Ég held bara að þetta nái ekki alveg til allra kjósenda. Það eru ekki allir að fylgjast með og telja þetta í lagi. Þessi regla er barn síns tíma og á ekki við og er ekki tíðkuð víða í hinum siðmenntaða heimi,“ segir Kristján. Hann telji þó að þessi 89 atkvæði hefðu ekki ráðið eða breytt heildarúrslitum í kjördæminu.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira