Viku frestur til að kæra kosningarnar Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2024 19:31 Landskjörstjórn tilkynnir um kjör sextíu og þriggja þingmanna fyrir næsta kjörtímabil. Vísir/Vilhelm Viku kærufrestur hófst í dag til að kæra framkvæmd nýafstaðinna kosninga til Alþingis, þegar Landskjörstjórn staðfesti kjör þingmanna fyrir sitt leyti. Þing þarf að koma saman á innan við tíu vikum frá kosningum. Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir hlutverki hennar þó ekki formlega að fullu lokið. „Nei, ekki alveg. Því Landskjörstjórn ber að veita umsögn um þær kærur sem kunna að berast. Eins líka umsögn um ágreiningsseðla og skila þeirri umsögn til Alþingis ásamt öllum gögnum Landskjörstjórnar.“ Kristín Edwald segir alla hafa lagst á eitt að láta veðrið ekki hindra kosningarnar.Stöð 2/Bjarni Og nú í dag tekur kærufrestur gildi eða hvað? „Já, nú tekur við sjö daga kærufrestur,“ segir Kristín. Vonskuveður var víða um land, ekki hvað síst á Austur- og Norðurlandi, á kjördag. Áður en kjördagur rann upp óttuðust margir að fresta þyrfti kosningunum á einhverjum stöðum. Komu upp einhverjir erfiðleikar vegna þess að nú var veður ekkert sérstaklega gott víða á landinu? „Já, það er náttúrlega miklu erfiðara að undirbúa og halda kosningar þegar færð er slæm. Auðvitað hafði það áhrif en þar lögðust allir á eitt. Landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir, kjörstjórnir sveitarfélaganna. Ekki má gleyma Veðurstofunni og Vegagerðinni. Eins hjálpaði Landhelgisgæslan líka til. Þannig að það þarf ýmislegt til að hægt sé að halda kosningar við þessar aðstæður,” segir Kristín Edwald. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum í Suðvesturkljördæmi lagði fram bókun og minniblað á fundi Landskjörstjórnar í dag. Hann telji að ekki væri búið að gera grein fyrir öllum atkvæðum í kjördæminu. Kristján hefði viljað að 89 ógild atkvæði hefðu verið látin gilda.Stöð 2/Bjarni „Nei, það er ekki annað séð en það vanti 89 atkvæði sem eru vafaatkvæði. Atkvæði sem yfirkjörstjórn taldi ógild en við umboðsmenn vildum láta reyna á að telja þau gild,“ segir Kristján. Kjósendur þessara atkvæða hafi merkt skilmerkilega með krossi við eitt framboðanna en að auki strikað yfir nöfn eða sett önnur merki við frambjóðendur annarra framboða. Kjósendur voru vandlega varaðir við því í auglýsingum og fjölmörgum fréttum að það myndi ógilda atkvæði þeirra gerðu þeir einhverjar aðrar merkingar við önnur Framboð en þeir ætluðu að kjósa. „Ég held bara að þetta nái ekki alveg til allra kjósenda. Það eru ekki allir að fylgjast með og telja þetta í lagi. Þessi regla er barn síns tíma og á ekki við og er ekki tíðkuð víða í hinum siðmenntaða heimi,“ segir Kristján. Hann telji þó að þessi 89 atkvæði hefðu ekki ráðið eða breytt heildarúrslitum í kjördæminu. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir hlutverki hennar þó ekki formlega að fullu lokið. „Nei, ekki alveg. Því Landskjörstjórn ber að veita umsögn um þær kærur sem kunna að berast. Eins líka umsögn um ágreiningsseðla og skila þeirri umsögn til Alþingis ásamt öllum gögnum Landskjörstjórnar.“ Kristín Edwald segir alla hafa lagst á eitt að láta veðrið ekki hindra kosningarnar.Stöð 2/Bjarni Og nú í dag tekur kærufrestur gildi eða hvað? „Já, nú tekur við sjö daga kærufrestur,“ segir Kristín. Vonskuveður var víða um land, ekki hvað síst á Austur- og Norðurlandi, á kjördag. Áður en kjördagur rann upp óttuðust margir að fresta þyrfti kosningunum á einhverjum stöðum. Komu upp einhverjir erfiðleikar vegna þess að nú var veður ekkert sérstaklega gott víða á landinu? „Já, það er náttúrlega miklu erfiðara að undirbúa og halda kosningar þegar færð er slæm. Auðvitað hafði það áhrif en þar lögðust allir á eitt. Landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir, kjörstjórnir sveitarfélaganna. Ekki má gleyma Veðurstofunni og Vegagerðinni. Eins hjálpaði Landhelgisgæslan líka til. Þannig að það þarf ýmislegt til að hægt sé að halda kosningar við þessar aðstæður,” segir Kristín Edwald. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum í Suðvesturkljördæmi lagði fram bókun og minniblað á fundi Landskjörstjórnar í dag. Hann telji að ekki væri búið að gera grein fyrir öllum atkvæðum í kjördæminu. Kristján hefði viljað að 89 ógild atkvæði hefðu verið látin gilda.Stöð 2/Bjarni „Nei, það er ekki annað séð en það vanti 89 atkvæði sem eru vafaatkvæði. Atkvæði sem yfirkjörstjórn taldi ógild en við umboðsmenn vildum láta reyna á að telja þau gild,“ segir Kristján. Kjósendur þessara atkvæða hafi merkt skilmerkilega með krossi við eitt framboðanna en að auki strikað yfir nöfn eða sett önnur merki við frambjóðendur annarra framboða. Kjósendur voru vandlega varaðir við því í auglýsingum og fjölmörgum fréttum að það myndi ógilda atkvæði þeirra gerðu þeir einhverjar aðrar merkingar við önnur Framboð en þeir ætluðu að kjósa. „Ég held bara að þetta nái ekki alveg til allra kjósenda. Það eru ekki allir að fylgjast með og telja þetta í lagi. Þessi regla er barn síns tíma og á ekki við og er ekki tíðkuð víða í hinum siðmenntaða heimi,“ segir Kristján. Hann telji þó að þessi 89 atkvæði hefðu ekki ráðið eða breytt heildarúrslitum í kjördæminu.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira