Heidelberg hvergi af baki dottið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 19:29 Þorsteinn Víglundsson er forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteinn ehf., en í hjáverkum talsmaður Heidelberg Materials. Síðarnefnda fyrirtækið á 53 prósent hlut í Hornsteini. Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. Niðurstaða lá fyrir nú á sjöunda tímanum. „Ég átti frekar von á þessari niðurstöðu, miðað við hve rætin og neikvæð umræða um verkefnið var. Ekki alltaf byggt á staðreyndum. En það er í eðli svona umræðu, þegar hún fer í skotgrafir, þá er það ekki alltaf veruleikinn sem er ræddur og það fer hiti í tilfinningarnar. En fyrst þetta er niðurstaðan þá tökum við því bara og leitum að annarri staðsetningu.“ Fyrirtækið hafi aðeins unnið með staðsetningu í Þorlákshöfn. „Við vildum bara fá skýra niðurstöðu, og sú niðurstaða er komin. Því tekur bara við nýtt verkefni.“ Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi og því beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Æ sjaldgæfari efni „Verkefnið snýst um mölun móbergs, sem er algengt í íslenskri náttúru en ekki svo algengt í evrópskum löndum í kringum okkur. Móberg myndast við gos undir jökli og er þar af leiðandi algengt á svæði eins og okkar. Jarðsögulega séð er skammt síðan landið var talsvert meira undir jökli, þannig þetta er ein algengasta jarðmyndunin hér á landi,“ segir Þorsteinn. Slík vinnsla móbergs hafi ekki verið notuð í seinni tíð, utan tilrauna sementsverksmiðjunnar fyrir nokkrum áratugum. Þorsteinn segir aftur á móti enga óvissu í tengslum við framleiðsluna sem slíka. „En það er auðveldara að skapa efa en vissu í þessum efnum,“ segir Þorsteinn. Eins og umfjöllun síðustu misseri ber með sér hefur mikill hasar staðið um áform Heidelberg. Til að mynda sakaði bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir, nú þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðismenn í Ölfusi um að breyta Þorlákshöfn í „ruslakistu fyrir iðnað sem önnur sveitarfélög kæra sig ekki um“. Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Skipulag Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Niðurstaða lá fyrir nú á sjöunda tímanum. „Ég átti frekar von á þessari niðurstöðu, miðað við hve rætin og neikvæð umræða um verkefnið var. Ekki alltaf byggt á staðreyndum. En það er í eðli svona umræðu, þegar hún fer í skotgrafir, þá er það ekki alltaf veruleikinn sem er ræddur og það fer hiti í tilfinningarnar. En fyrst þetta er niðurstaðan þá tökum við því bara og leitum að annarri staðsetningu.“ Fyrirtækið hafi aðeins unnið með staðsetningu í Þorlákshöfn. „Við vildum bara fá skýra niðurstöðu, og sú niðurstaða er komin. Því tekur bara við nýtt verkefni.“ Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi og því beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Æ sjaldgæfari efni „Verkefnið snýst um mölun móbergs, sem er algengt í íslenskri náttúru en ekki svo algengt í evrópskum löndum í kringum okkur. Móberg myndast við gos undir jökli og er þar af leiðandi algengt á svæði eins og okkar. Jarðsögulega séð er skammt síðan landið var talsvert meira undir jökli, þannig þetta er ein algengasta jarðmyndunin hér á landi,“ segir Þorsteinn. Slík vinnsla móbergs hafi ekki verið notuð í seinni tíð, utan tilrauna sementsverksmiðjunnar fyrir nokkrum áratugum. Þorsteinn segir aftur á móti enga óvissu í tengslum við framleiðsluna sem slíka. „En það er auðveldara að skapa efa en vissu í þessum efnum,“ segir Þorsteinn. Eins og umfjöllun síðustu misseri ber með sér hefur mikill hasar staðið um áform Heidelberg. Til að mynda sakaði bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir, nú þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðismenn í Ölfusi um að breyta Þorlákshöfn í „ruslakistu fyrir iðnað sem önnur sveitarfélög kæra sig ekki um“.
Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Skipulag Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07
Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00