Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2024 23:11 Þóra mælir með því að fólk tileinki sér hæglæti í lífinu. Þóra Jónsdóttir formaður Hæglætishreyfingarinnar segir hæglæti hafa breytt lífi sínu. Hún lifir nú skuldlausu lífi ásamt eiginmanni sínum úti í sveit og segir alla hafa val um það hvernig þeir takast á við lífið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Þóra Hæglætishreyfinguna vera félagsskap fólks sem hafi tileinkað sér það að hægja aðeins á lífinu. Þetta sé fólk sem langi til að lifa á meðvitaðan hátt, velja hvernig það ver tíma sínum, hvernig það skapar samskipti sín, hvernig það annast sig sjálft og fólkið sitt. Snýst allt um val „Það getur allskonar komið upp og við förum öll í gegnum allskonar reynslu í lífinu en hvernig þú tæklar það, hvernig þú andar inn í mallann eða ekki ræður úrslitum um það hvernig þú kemst í gegnum það. Við höfum mjög mikið val og miklu meira val heldur en við höldum í upphafi.“ Þóra segir einstaklinga vera forritaða til að hegða sér á ákveðinn hátt. Fólk sé samt fyrst og fremst áhrifavaldar yfir eigin lífi og hafi alltaf val um hvaða afstöðu það taki til lífsins. Þannig sé hægt að horfa öðruvísi á hlutina heldur en að vera alltaf í viðbragðsstöðu, það sé hægt ða skipuleggja sig og draga úr spennu. Sjálf segist hún hafa breytt gríðarlega mörgum hlutum í sínu eigin lífi. „Ég hef í gegnum mitt líf svona smám saman farið dýpra og dýpra inn í þessa hugmyndafræði. Fyrir sjö árum síðan þá ákváðum við maðurinn minn að flytja úr borginni í sveitina. Það er þáttur í þessari meðvituðu ákvörðun um að lifa hægara lífi, þannig við búum aðeins utan við höfuðborgarsvæðið.“ Hún segir þau hafa fest kaup á frístundarhúsi. Þau hafi losað sig við allan þann pakka sem hafi fylgt fyrra húsnæði í borginni. „Við vorum eins og öll í að skulda rosa mikið og við losuðum okkur við það. Nú erum við allt að því skuldlaus og lifum tiltölulega þægilegu lífi að því leyti að við erum hætt að gera áætlanir um hvernig við eigum að greiða niður heldur hvenær verðum við komin með nóg til að kaupa. Fattiði. Þetta er grundvallarbreyting í mínu lífi, algjör grundvallarbreyting.“ Talar öðruvísi við manninn sinn Sjálf segist Þóra í Bítinu vera stjórnunarfíkill í bata. Annað fólk hafi ekki lengur áhrif á hana með sinni hegðun auk þess sem Þóra segist með þessu læra hvernig hennar hegðun hafi áhrif á aðra. „Ef ég er að reyna sífellt að hafa áhrif á annað fólk þá er ég alltaf að valda öðru fólki streitu. Með því að tileinka mér það að sjá að ég ætla ekki að láta annað fólk snúa mér á hvolf þá þarf ég líka að bera ábyrgð á því að vera ekki að snúa öðru fólki á hvolf.“ Hún segir þetta hafa skapað vellíðan í hennar nánasta umhverfi. Þóra nefnir sem dæmi að hún og eiginmaður hennar hafi tekið ákvörðun um að breyta sínum samskiptum. Það sé hægara gert en sagt að láta annað fólk ekki hafa áhrif á hana en það komi með æfingu. „Við maðurinn minn ákváðum það fyrir nokkrum árum síðan að hætta að breyta hvort öðru. Það er bara ákvörðun. Nú elskum við allt í fari hvors annars, auðvitað ég segi það ekki við eigum alveg misjafna daga en þetta er ákvörðun. Og allt í sambandi við það hvernig þú lætur annað fólk hafa áhrif á þig er fyrst þitt. Fyrst og fremst.“ Á laugardaginn næsta stendur Hæglætishreyfingin fyrir viðburði þar sem höfundur bókarinnar Lifum lífinu hægar, Carl Honoré, heldur fyrirlestur um ávinning hæglætis. Skráning fer fram á www.haeglaeti.is. Bítið Ástin og lífið Mest lesið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sumarlegur Chiagrautur Matur „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Þóra Hæglætishreyfinguna vera félagsskap fólks sem hafi tileinkað sér það að hægja aðeins á lífinu. Þetta sé fólk sem langi til að lifa á meðvitaðan hátt, velja hvernig það ver tíma sínum, hvernig það skapar samskipti sín, hvernig það annast sig sjálft og fólkið sitt. Snýst allt um val „Það getur allskonar komið upp og við förum öll í gegnum allskonar reynslu í lífinu en hvernig þú tæklar það, hvernig þú andar inn í mallann eða ekki ræður úrslitum um það hvernig þú kemst í gegnum það. Við höfum mjög mikið val og miklu meira val heldur en við höldum í upphafi.“ Þóra segir einstaklinga vera forritaða til að hegða sér á ákveðinn hátt. Fólk sé samt fyrst og fremst áhrifavaldar yfir eigin lífi og hafi alltaf val um hvaða afstöðu það taki til lífsins. Þannig sé hægt að horfa öðruvísi á hlutina heldur en að vera alltaf í viðbragðsstöðu, það sé hægt ða skipuleggja sig og draga úr spennu. Sjálf segist hún hafa breytt gríðarlega mörgum hlutum í sínu eigin lífi. „Ég hef í gegnum mitt líf svona smám saman farið dýpra og dýpra inn í þessa hugmyndafræði. Fyrir sjö árum síðan þá ákváðum við maðurinn minn að flytja úr borginni í sveitina. Það er þáttur í þessari meðvituðu ákvörðun um að lifa hægara lífi, þannig við búum aðeins utan við höfuðborgarsvæðið.“ Hún segir þau hafa fest kaup á frístundarhúsi. Þau hafi losað sig við allan þann pakka sem hafi fylgt fyrra húsnæði í borginni. „Við vorum eins og öll í að skulda rosa mikið og við losuðum okkur við það. Nú erum við allt að því skuldlaus og lifum tiltölulega þægilegu lífi að því leyti að við erum hætt að gera áætlanir um hvernig við eigum að greiða niður heldur hvenær verðum við komin með nóg til að kaupa. Fattiði. Þetta er grundvallarbreyting í mínu lífi, algjör grundvallarbreyting.“ Talar öðruvísi við manninn sinn Sjálf segist Þóra í Bítinu vera stjórnunarfíkill í bata. Annað fólk hafi ekki lengur áhrif á hana með sinni hegðun auk þess sem Þóra segist með þessu læra hvernig hennar hegðun hafi áhrif á aðra. „Ef ég er að reyna sífellt að hafa áhrif á annað fólk þá er ég alltaf að valda öðru fólki streitu. Með því að tileinka mér það að sjá að ég ætla ekki að láta annað fólk snúa mér á hvolf þá þarf ég líka að bera ábyrgð á því að vera ekki að snúa öðru fólki á hvolf.“ Hún segir þetta hafa skapað vellíðan í hennar nánasta umhverfi. Þóra nefnir sem dæmi að hún og eiginmaður hennar hafi tekið ákvörðun um að breyta sínum samskiptum. Það sé hægara gert en sagt að láta annað fólk ekki hafa áhrif á hana en það komi með æfingu. „Við maðurinn minn ákváðum það fyrir nokkrum árum síðan að hætta að breyta hvort öðru. Það er bara ákvörðun. Nú elskum við allt í fari hvors annars, auðvitað ég segi það ekki við eigum alveg misjafna daga en þetta er ákvörðun. Og allt í sambandi við það hvernig þú lætur annað fólk hafa áhrif á þig er fyrst þitt. Fyrst og fremst.“ Á laugardaginn næsta stendur Hæglætishreyfingin fyrir viðburði þar sem höfundur bókarinnar Lifum lífinu hægar, Carl Honoré, heldur fyrirlestur um ávinning hæglætis. Skráning fer fram á www.haeglaeti.is.
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sumarlegur Chiagrautur Matur „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira