Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar 9. desember 2024 07:32 Raforkuöryggi hefur verið heitt umræðuefni undanfarin ár. Þegar orkuskipti eru í fullum gangi og eftirspurn vex dag frá degi, stöndum við frammi fyrir lykilspurningu: Hvernig tryggjum við að almenningur njóti stöðugs raforkuframboðs, jafnvel þegar þrengir að? Afleiðingar ótryggs raforkuframboðs hafa verið áþreifanlegar. Verkefni komast ekki af stað og fyrirtæki sem reiða sig á stöðuga raforku rekast á veggi. Almenningur er þó sá hópur sem er hvað berskjaldaðastur. Þegar þrengir að í raforkukerfinu er fyrst gripið til skerðinga á raforku til þeirra notenda sem samið hafa um slíkt, enda fá þeir notendur raforkuna ódýrari vegna þess. Í framhaldinu eru oft gerðar dýrar ráðstafanir til að afla raforku, s.s. að kaupa hana af stórnotendum. Allt er þetta gert til að komast hjá því að skammta þurfi raforku til heimila og smærri fyrirtækja. Í dag er enginn raforkuframleiðandi skuldbundinn til að tryggja almenningi raforku skv. lögum og er misjafnt eftir framleiðendur hversu mikla raforku þeir framleiða fyrir almenning. Þannig framleiðir Landsvirkjun um 73% af allri raforku á landinu en aðeins um 40-55% af þeirri raforku sem almenningur notar; Orka náttúrunnar framleiðir um 17% af allri raforku landsins en um 20-30% af því sem almenningur notar; HS Orka framleiðir um 7% af raforku landsins og um 5-15% af því sem almenningur notar, samkvæmt tölum Orkustofnunar. Aðrir framleiðendur framleiða svo um 3% af heildar raforku landsins og má ætla að megnið af þeirri raforku fari til almennings. Þótt nýjar virkjanir gætu aukið framboðið, er ekkert sem tryggir að almenningur njóti þess. Þannig ber orkufyrirtækjum landsins í raun ekki nein skylda til að skerða raforku til sinna notenda, kaupa raforku aftur frá þeim eða gera nokkuð annað til þess að svara eftirspurn almennings. Slíkar ráðstafanir tryggja ekki langtíma lausnir og þetta fyrirkomulag er eitt þeirra stóru vandamála sem rædd hafa verið í tengslum við raforkuöryggi á undanförnum árum. Tillögur að lausn Nokkrar tillögur liggja nú þegar fyrir um hvernig bæta megi úr þessu og fjalla þær meðal annars um framboðsskyldu framleiðsluaðila. Það þýðir að raforkuframleiðendum landsins ber að selja einhvern hluta af sinni raforku til almennings. Þannig mætti tryggja bæði stöðugleika og sanngjarnt verð fyrir almenning. Orka náttúrunnar styður það heilshugar að framboðsskylda sé lögð á til að vernda almenning fyrir raforkuskorti en ekki síður til að skapa hvata hjá framleiðendum til að huga ávallt að almenningi í sínum viðskiptum. Til að þessi tillaga gangi upp þarf þó að huga að nokkrum atriðum sem ekki enn er búið að útkljá. Tryggja þarf að skipting ábyrgðar sem lögð er á framleiðendur sé sanngjörn, en ekki síður að hún standist tímans tönn og geti þróast með breytingum í raforkukerfinu. Þann 3. júní 2022 skilaði starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku tillögu að reglugerð til umhverfis-, orku- og loftlagsráherra. Starfshópurinn var settur á laggirnar af frumkvæði stjórnvalda og í honum sátu fulltrúar frá þrem stærstu raforkuframleiðendum landsins (Landsvirkjun, Orku náttúrunnar og HS Orku), Orkustofnun, Landsneti, Neytendasamtökunum og Landvernd og má því segja að starfshópurinn hafi náð yfir eins breiðan hóp hagsmunaaðila og sérfræðinga og hugsast getur. Tillaga hópsins var vel ígrunduð eftir gagnlegt samtal um hvernig best væri að tryggja að heildsala á raforku rati til almennings og að skipting ábyrgðar væri sem sanngjörnust. Tillaga starfshópsins frá 2022 skilgreindi t.d. alþjónustunotendur sem þann hóp sem þyrfti sérstaklega að vernda, það væru þá m.a. heimili og mikilvægir innviðir. Þar var að finna heimildir fyrir Orkustofnun til að setja viðmið um raforkuöryggi og lagður grunnur að því hvernig telja megi að raforkuöryggi sé fullnægt. Skyldur söluaðila til að bjóða alþjónustunotendum raforkusamninga voru skilgreindar og var þeim gert að haga sínum samningum við aðra þannig að þeir gætu uppfyllt þessa skyldu. Einnig þyrftu söluaðilar að upplýsa Orkustofnun um það hvernig þeir hygðust uppfylla þessar skyldur. Síðast en ekki síst innihélt tillagan ákvæði um framboðsskyldu raforkuframleiðanda. Enn fremur var í tillögunni vel útfærð leið til að skipta þessari ábyrgð, en hún skyldi skiptast milli aðila í hlutfalli við framleiðslu þeirra á fyrra ári. Þessi nálgun tryggir, meðal annars, að aukin framleiðsla fari að hluta til í að svara þörfum almennings. Þannig myndi skyldan ekki bara leggjast á þá sem voru framleiðendur árið sem lögin tækju gildi heldur á allar framtíðar virkjanir. Þarna var komin sanngjörn og skýr leið til að skipta þessari ábyrgð til framtíðar. Með slíkri skiptingu á framboðsskyldu verður tryggt að ný framleiðsla fari til grunnþarfa almennings. Þetta hefði ekki aðeins tryggt raforku til almennings heldur einnig staðist sveiflur og áskoranir framtíðarinnar, svo sem breytt veðurfar eða náttúruhamfarir. Breytt veðurfar getur t.d. haft áhrif á framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana; hitastigs- og þrýstingsbreytingar í jarðvarmakerfum geta haft áhrif á framleiðslugetu jarðvarmavirkjana. Og ef það er eitthvað sem eldsumbrot á Reykjanesi hafa minnt okkur á er það að náttúruhamfarir geta haft gríðarleg áhrif á framleiðslugetu. Augljósasta dæmið er auðvitað að virkjun sem fer undir hraun framleiðir ekki mikla raforku, sem hefur sem betur fer ekki gerst. Lausnin er til staðar – nýtum hana Tillagan, sem mótuð var af öllum helstu hagaðilum á sviðinu, er einstakt dæmi um skynsamlega og vel ígrundaða nálgun á raforkuöryggi, þar sem sanngirni var höfð að leiðarljósi. Með því að leggja framboðsskyldu á framleiðendur í hlutfalli við þeirra framleiðslu á fyrri árum var tryggt að ábyrgðin dreifðist á sanngjarnan hátt og að framtíðarframleiðsla myndi alltaf mæta grunnþörfum almennings. Þetta var lausn sem myndi standast tímans tönn – lausn sem myndi tryggja raforkuöryggi til framtíðar. Það er óskiljanlegt hvernig tillaga sem fulltrúar þriggja stærstu framleiðenda landsins, ásamt hagsmunasamtökum og öðrum sérfræðingum, stóðu að, skuli hafa horfið í tómið. Hvorki þingið né samráðsgáttin hafa tekið hana til umræðu, og enn er verið að ræða lausnir sem eru skrefi skemmri en þessi vel útfærða tillaga. Nú, rúmum tveimur árum síðar, er málið enn óleyst. Við stöndum frammi fyrir sama vanda og sömu umræðum, með hugmyndum sem endurspegla tillögu starfshópsins en ná ekki sama þroska. Við getum ekki leyft okkur að tefja lengur. Með því að grípa til þessarar skynsamlegu nálgunar núna getum við tryggt raforkuöryggi almennings til framtíðar. Af hverju bíðum við? Það er kominn tími til að afgreiða málið og tryggja raforkuöryggi almennings með lausn sem allir helstu hagaðilar hafa þegar sammælst um. Það er ekki bara skynsamlegt – það er nauðsynlegt. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Raforkuöryggi hefur verið heitt umræðuefni undanfarin ár. Þegar orkuskipti eru í fullum gangi og eftirspurn vex dag frá degi, stöndum við frammi fyrir lykilspurningu: Hvernig tryggjum við að almenningur njóti stöðugs raforkuframboðs, jafnvel þegar þrengir að? Afleiðingar ótryggs raforkuframboðs hafa verið áþreifanlegar. Verkefni komast ekki af stað og fyrirtæki sem reiða sig á stöðuga raforku rekast á veggi. Almenningur er þó sá hópur sem er hvað berskjaldaðastur. Þegar þrengir að í raforkukerfinu er fyrst gripið til skerðinga á raforku til þeirra notenda sem samið hafa um slíkt, enda fá þeir notendur raforkuna ódýrari vegna þess. Í framhaldinu eru oft gerðar dýrar ráðstafanir til að afla raforku, s.s. að kaupa hana af stórnotendum. Allt er þetta gert til að komast hjá því að skammta þurfi raforku til heimila og smærri fyrirtækja. Í dag er enginn raforkuframleiðandi skuldbundinn til að tryggja almenningi raforku skv. lögum og er misjafnt eftir framleiðendur hversu mikla raforku þeir framleiða fyrir almenning. Þannig framleiðir Landsvirkjun um 73% af allri raforku á landinu en aðeins um 40-55% af þeirri raforku sem almenningur notar; Orka náttúrunnar framleiðir um 17% af allri raforku landsins en um 20-30% af því sem almenningur notar; HS Orka framleiðir um 7% af raforku landsins og um 5-15% af því sem almenningur notar, samkvæmt tölum Orkustofnunar. Aðrir framleiðendur framleiða svo um 3% af heildar raforku landsins og má ætla að megnið af þeirri raforku fari til almennings. Þótt nýjar virkjanir gætu aukið framboðið, er ekkert sem tryggir að almenningur njóti þess. Þannig ber orkufyrirtækjum landsins í raun ekki nein skylda til að skerða raforku til sinna notenda, kaupa raforku aftur frá þeim eða gera nokkuð annað til þess að svara eftirspurn almennings. Slíkar ráðstafanir tryggja ekki langtíma lausnir og þetta fyrirkomulag er eitt þeirra stóru vandamála sem rædd hafa verið í tengslum við raforkuöryggi á undanförnum árum. Tillögur að lausn Nokkrar tillögur liggja nú þegar fyrir um hvernig bæta megi úr þessu og fjalla þær meðal annars um framboðsskyldu framleiðsluaðila. Það þýðir að raforkuframleiðendum landsins ber að selja einhvern hluta af sinni raforku til almennings. Þannig mætti tryggja bæði stöðugleika og sanngjarnt verð fyrir almenning. Orka náttúrunnar styður það heilshugar að framboðsskylda sé lögð á til að vernda almenning fyrir raforkuskorti en ekki síður til að skapa hvata hjá framleiðendum til að huga ávallt að almenningi í sínum viðskiptum. Til að þessi tillaga gangi upp þarf þó að huga að nokkrum atriðum sem ekki enn er búið að útkljá. Tryggja þarf að skipting ábyrgðar sem lögð er á framleiðendur sé sanngjörn, en ekki síður að hún standist tímans tönn og geti þróast með breytingum í raforkukerfinu. Þann 3. júní 2022 skilaði starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku tillögu að reglugerð til umhverfis-, orku- og loftlagsráherra. Starfshópurinn var settur á laggirnar af frumkvæði stjórnvalda og í honum sátu fulltrúar frá þrem stærstu raforkuframleiðendum landsins (Landsvirkjun, Orku náttúrunnar og HS Orku), Orkustofnun, Landsneti, Neytendasamtökunum og Landvernd og má því segja að starfshópurinn hafi náð yfir eins breiðan hóp hagsmunaaðila og sérfræðinga og hugsast getur. Tillaga hópsins var vel ígrunduð eftir gagnlegt samtal um hvernig best væri að tryggja að heildsala á raforku rati til almennings og að skipting ábyrgðar væri sem sanngjörnust. Tillaga starfshópsins frá 2022 skilgreindi t.d. alþjónustunotendur sem þann hóp sem þyrfti sérstaklega að vernda, það væru þá m.a. heimili og mikilvægir innviðir. Þar var að finna heimildir fyrir Orkustofnun til að setja viðmið um raforkuöryggi og lagður grunnur að því hvernig telja megi að raforkuöryggi sé fullnægt. Skyldur söluaðila til að bjóða alþjónustunotendum raforkusamninga voru skilgreindar og var þeim gert að haga sínum samningum við aðra þannig að þeir gætu uppfyllt þessa skyldu. Einnig þyrftu söluaðilar að upplýsa Orkustofnun um það hvernig þeir hygðust uppfylla þessar skyldur. Síðast en ekki síst innihélt tillagan ákvæði um framboðsskyldu raforkuframleiðanda. Enn fremur var í tillögunni vel útfærð leið til að skipta þessari ábyrgð, en hún skyldi skiptast milli aðila í hlutfalli við framleiðslu þeirra á fyrra ári. Þessi nálgun tryggir, meðal annars, að aukin framleiðsla fari að hluta til í að svara þörfum almennings. Þannig myndi skyldan ekki bara leggjast á þá sem voru framleiðendur árið sem lögin tækju gildi heldur á allar framtíðar virkjanir. Þarna var komin sanngjörn og skýr leið til að skipta þessari ábyrgð til framtíðar. Með slíkri skiptingu á framboðsskyldu verður tryggt að ný framleiðsla fari til grunnþarfa almennings. Þetta hefði ekki aðeins tryggt raforku til almennings heldur einnig staðist sveiflur og áskoranir framtíðarinnar, svo sem breytt veðurfar eða náttúruhamfarir. Breytt veðurfar getur t.d. haft áhrif á framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana; hitastigs- og þrýstingsbreytingar í jarðvarmakerfum geta haft áhrif á framleiðslugetu jarðvarmavirkjana. Og ef það er eitthvað sem eldsumbrot á Reykjanesi hafa minnt okkur á er það að náttúruhamfarir geta haft gríðarleg áhrif á framleiðslugetu. Augljósasta dæmið er auðvitað að virkjun sem fer undir hraun framleiðir ekki mikla raforku, sem hefur sem betur fer ekki gerst. Lausnin er til staðar – nýtum hana Tillagan, sem mótuð var af öllum helstu hagaðilum á sviðinu, er einstakt dæmi um skynsamlega og vel ígrundaða nálgun á raforkuöryggi, þar sem sanngirni var höfð að leiðarljósi. Með því að leggja framboðsskyldu á framleiðendur í hlutfalli við þeirra framleiðslu á fyrri árum var tryggt að ábyrgðin dreifðist á sanngjarnan hátt og að framtíðarframleiðsla myndi alltaf mæta grunnþörfum almennings. Þetta var lausn sem myndi standast tímans tönn – lausn sem myndi tryggja raforkuöryggi til framtíðar. Það er óskiljanlegt hvernig tillaga sem fulltrúar þriggja stærstu framleiðenda landsins, ásamt hagsmunasamtökum og öðrum sérfræðingum, stóðu að, skuli hafa horfið í tómið. Hvorki þingið né samráðsgáttin hafa tekið hana til umræðu, og enn er verið að ræða lausnir sem eru skrefi skemmri en þessi vel útfærða tillaga. Nú, rúmum tveimur árum síðar, er málið enn óleyst. Við stöndum frammi fyrir sama vanda og sömu umræðum, með hugmyndum sem endurspegla tillögu starfshópsins en ná ekki sama þroska. Við getum ekki leyft okkur að tefja lengur. Með því að grípa til þessarar skynsamlegu nálgunar núna getum við tryggt raforkuöryggi almennings til framtíðar. Af hverju bíðum við? Það er kominn tími til að afgreiða málið og tryggja raforkuöryggi almennings með lausn sem allir helstu hagaðilar hafa þegar sammælst um. Það er ekki bara skynsamlegt – það er nauðsynlegt. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar