Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. desember 2024 22:32 Hermanni fannst hálf vandræðalegt að sjá þessa mynd af sér. Hann segist aldrei hafa sett á sig slaufu nema í þetta eina skipti. Kaninn veitti Körfuboltakvöldi innblástur fyrir skemmtilegt innslag þar sem teknar voru saman gamlar blaðaúrklippur af sérfræðingunum Hermanni Haukssyni og Teiti Örlygssyni. Í öðrum þætti Kanans var Rondey Robinson til viðtals og hann sýndi áhorfendum blaðaúrklippur sem hann hafði geymt frá tíma sínum á Íslandi. Körfuboltakvöldi fannst hugmyndin góð og rifjaði upp gamlar minningar. Hermann var vel gelaður og slaufaður.Morgunblaðið B, 2010, 82.tbl, bls. 4 „Þetta er eina skiptið sem ég setti slaufu á mig, fyrir einhverja blaðagrein. Díses maður, þarna var ég ennþá að nota D:FI í hárið,“ sagði Hermann hálf skömmustulegur. „Já þú varst að berjast þarna [við að halda hárinu],“ sagði Teitur. „Þú getur fengið duftið sem ég er búinn að fá mér, ég er kominn með nýtt duft í hárið“ sagði Stefán Árni, sem er enn að berjast líkt og Hermann gerði á sínum tíma. Þá var komið að því að fara yfir gamlar blaðaúrklippur af Teiti, og úr nógu var að taka að sögn Stefáns. Þær voru ófáar greinarnar sem fundust um Hermann, en töluvert fleiri um Teit. „Það er ekki skrítið, það er kannski bara því hann var lang bestur.“ Teitur Örlygsson þótti frekar unglegur á þessari mynd.víkurfréttir,1997, 17. tbl., bls. 15 „Ég var bara að bulla þarna [að ég væri mögulega á leið út aftur]. Ég er 31 árs þarna.“ sagði Teitur um greinina sem sjá má hér að ofan, þegar samningur hans við gríska liðið Larissa rann út. „Ertu 31 árs!? Þú ert eins og… þú ert ekki einu sinni með skeggrót,“ sagði Hermann í léttum hefndarhug eftir hlátraköllin sem hann varð fyrir. „Ertu Gísli Marteinn? Þú lítur út fyrir að vera 21 árs þarna,“ sagði Stefán. Teitur viðurkenndi að hann væri fremur unglegur í útliti á myndinni og efaðist um að hann hafi verið byrjaður að raka sig á þessum tíma. „Sjáið hárið… Það er ekki mikið D:FI þarna. Það vantar D:FI í þetta.“ „Og duft!“ sagði Stefán áður en flett var yfir á næstu grein. Klippa: Körfuboltakvöld: Gamlar úrklippur af Hermanni og Teiti Farið var yfir fleiri blaðagreinar í þessu stórskemmtilega innslagi úr Bónus Körfuboltakvöldi sem sjá má hér fyrir ofan. Kaninn, þátturinn sem veitti þessu innslagi innblástur, frumsýndi þriðja þáttinn á Stöð 2 Sport fyrr í kvöld. Körfuboltakvöld Kaninn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Í öðrum þætti Kanans var Rondey Robinson til viðtals og hann sýndi áhorfendum blaðaúrklippur sem hann hafði geymt frá tíma sínum á Íslandi. Körfuboltakvöldi fannst hugmyndin góð og rifjaði upp gamlar minningar. Hermann var vel gelaður og slaufaður.Morgunblaðið B, 2010, 82.tbl, bls. 4 „Þetta er eina skiptið sem ég setti slaufu á mig, fyrir einhverja blaðagrein. Díses maður, þarna var ég ennþá að nota D:FI í hárið,“ sagði Hermann hálf skömmustulegur. „Já þú varst að berjast þarna [við að halda hárinu],“ sagði Teitur. „Þú getur fengið duftið sem ég er búinn að fá mér, ég er kominn með nýtt duft í hárið“ sagði Stefán Árni, sem er enn að berjast líkt og Hermann gerði á sínum tíma. Þá var komið að því að fara yfir gamlar blaðaúrklippur af Teiti, og úr nógu var að taka að sögn Stefáns. Þær voru ófáar greinarnar sem fundust um Hermann, en töluvert fleiri um Teit. „Það er ekki skrítið, það er kannski bara því hann var lang bestur.“ Teitur Örlygsson þótti frekar unglegur á þessari mynd.víkurfréttir,1997, 17. tbl., bls. 15 „Ég var bara að bulla þarna [að ég væri mögulega á leið út aftur]. Ég er 31 árs þarna.“ sagði Teitur um greinina sem sjá má hér að ofan, þegar samningur hans við gríska liðið Larissa rann út. „Ertu 31 árs!? Þú ert eins og… þú ert ekki einu sinni með skeggrót,“ sagði Hermann í léttum hefndarhug eftir hlátraköllin sem hann varð fyrir. „Ertu Gísli Marteinn? Þú lítur út fyrir að vera 21 árs þarna,“ sagði Stefán. Teitur viðurkenndi að hann væri fremur unglegur í útliti á myndinni og efaðist um að hann hafi verið byrjaður að raka sig á þessum tíma. „Sjáið hárið… Það er ekki mikið D:FI þarna. Það vantar D:FI í þetta.“ „Og duft!“ sagði Stefán áður en flett var yfir á næstu grein. Klippa: Körfuboltakvöld: Gamlar úrklippur af Hermanni og Teiti Farið var yfir fleiri blaðagreinar í þessu stórskemmtilega innslagi úr Bónus Körfuboltakvöldi sem sjá má hér fyrir ofan. Kaninn, þátturinn sem veitti þessu innslagi innblástur, frumsýndi þriðja þáttinn á Stöð 2 Sport fyrr í kvöld.
Körfuboltakvöld Kaninn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira