Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. desember 2024 22:32 Hermanni fannst hálf vandræðalegt að sjá þessa mynd af sér. Hann segist aldrei hafa sett á sig slaufu nema í þetta eina skipti. Kaninn veitti Körfuboltakvöldi innblástur fyrir skemmtilegt innslag þar sem teknar voru saman gamlar blaðaúrklippur af sérfræðingunum Hermanni Haukssyni og Teiti Örlygssyni. Í öðrum þætti Kanans var Rondey Robinson til viðtals og hann sýndi áhorfendum blaðaúrklippur sem hann hafði geymt frá tíma sínum á Íslandi. Körfuboltakvöldi fannst hugmyndin góð og rifjaði upp gamlar minningar. Hermann var vel gelaður og slaufaður.Morgunblaðið B, 2010, 82.tbl, bls. 4 „Þetta er eina skiptið sem ég setti slaufu á mig, fyrir einhverja blaðagrein. Díses maður, þarna var ég ennþá að nota D:FI í hárið,“ sagði Hermann hálf skömmustulegur. „Já þú varst að berjast þarna [við að halda hárinu],“ sagði Teitur. „Þú getur fengið duftið sem ég er búinn að fá mér, ég er kominn með nýtt duft í hárið“ sagði Stefán Árni, sem er enn að berjast líkt og Hermann gerði á sínum tíma. Þá var komið að því að fara yfir gamlar blaðaúrklippur af Teiti, og úr nógu var að taka að sögn Stefáns. Þær voru ófáar greinarnar sem fundust um Hermann, en töluvert fleiri um Teit. „Það er ekki skrítið, það er kannski bara því hann var lang bestur.“ Teitur Örlygsson þótti frekar unglegur á þessari mynd.víkurfréttir,1997, 17. tbl., bls. 15 „Ég var bara að bulla þarna [að ég væri mögulega á leið út aftur]. Ég er 31 árs þarna.“ sagði Teitur um greinina sem sjá má hér að ofan, þegar samningur hans við gríska liðið Larissa rann út. „Ertu 31 árs!? Þú ert eins og… þú ert ekki einu sinni með skeggrót,“ sagði Hermann í léttum hefndarhug eftir hlátraköllin sem hann varð fyrir. „Ertu Gísli Marteinn? Þú lítur út fyrir að vera 21 árs þarna,“ sagði Stefán. Teitur viðurkenndi að hann væri fremur unglegur í útliti á myndinni og efaðist um að hann hafi verið byrjaður að raka sig á þessum tíma. „Sjáið hárið… Það er ekki mikið D:FI þarna. Það vantar D:FI í þetta.“ „Og duft!“ sagði Stefán áður en flett var yfir á næstu grein. Klippa: Körfuboltakvöld: Gamlar úrklippur af Hermanni og Teiti Farið var yfir fleiri blaðagreinar í þessu stórskemmtilega innslagi úr Bónus Körfuboltakvöldi sem sjá má hér fyrir ofan. Kaninn, þátturinn sem veitti þessu innslagi innblástur, frumsýndi þriðja þáttinn á Stöð 2 Sport fyrr í kvöld. Körfuboltakvöld Kaninn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Í öðrum þætti Kanans var Rondey Robinson til viðtals og hann sýndi áhorfendum blaðaúrklippur sem hann hafði geymt frá tíma sínum á Íslandi. Körfuboltakvöldi fannst hugmyndin góð og rifjaði upp gamlar minningar. Hermann var vel gelaður og slaufaður.Morgunblaðið B, 2010, 82.tbl, bls. 4 „Þetta er eina skiptið sem ég setti slaufu á mig, fyrir einhverja blaðagrein. Díses maður, þarna var ég ennþá að nota D:FI í hárið,“ sagði Hermann hálf skömmustulegur. „Já þú varst að berjast þarna [við að halda hárinu],“ sagði Teitur. „Þú getur fengið duftið sem ég er búinn að fá mér, ég er kominn með nýtt duft í hárið“ sagði Stefán Árni, sem er enn að berjast líkt og Hermann gerði á sínum tíma. Þá var komið að því að fara yfir gamlar blaðaúrklippur af Teiti, og úr nógu var að taka að sögn Stefáns. Þær voru ófáar greinarnar sem fundust um Hermann, en töluvert fleiri um Teit. „Það er ekki skrítið, það er kannski bara því hann var lang bestur.“ Teitur Örlygsson þótti frekar unglegur á þessari mynd.víkurfréttir,1997, 17. tbl., bls. 15 „Ég var bara að bulla þarna [að ég væri mögulega á leið út aftur]. Ég er 31 árs þarna.“ sagði Teitur um greinina sem sjá má hér að ofan, þegar samningur hans við gríska liðið Larissa rann út. „Ertu 31 árs!? Þú ert eins og… þú ert ekki einu sinni með skeggrót,“ sagði Hermann í léttum hefndarhug eftir hlátraköllin sem hann varð fyrir. „Ertu Gísli Marteinn? Þú lítur út fyrir að vera 21 árs þarna,“ sagði Stefán. Teitur viðurkenndi að hann væri fremur unglegur í útliti á myndinni og efaðist um að hann hafi verið byrjaður að raka sig á þessum tíma. „Sjáið hárið… Það er ekki mikið D:FI þarna. Það vantar D:FI í þetta.“ „Og duft!“ sagði Stefán áður en flett var yfir á næstu grein. Klippa: Körfuboltakvöld: Gamlar úrklippur af Hermanni og Teiti Farið var yfir fleiri blaðagreinar í þessu stórskemmtilega innslagi úr Bónus Körfuboltakvöldi sem sjá má hér fyrir ofan. Kaninn, þátturinn sem veitti þessu innslagi innblástur, frumsýndi þriðja þáttinn á Stöð 2 Sport fyrr í kvöld.
Körfuboltakvöld Kaninn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira