Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 16:25 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. vísir Meira magn af kviku virðist streyma úr dýpra kvikuhólfi með hverju gosinu, enda verður leiðin alltaf greiðfærari. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Dregið hefur úr virkni hægt og rólega síðustu daga og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga. „Það hefur dregið smátt og smátt úr virkninni,“ segir Þorvaldur. „Líklegast er að þetta fjari út smátt og smátt og við förum í annað söfnunarferli, þar sem kvika safnast í þetta grynnra geymsluhólf á 5km dýpi undir Svartsengi. Endurtekið efni má segja.“ Mun meira magn kviku „Það sem er athyglisvert í stöðunni núna er að það sem safnaðist í geymsluhólfið áður en gosið byrjaði er töluvert minna en það sem hefur komið upp. Það söfnuðust fyrir um 25 milljónir rúmmetrar af kviku, miðað við það sem landrisið gaf til kynna, en síðast þegar við könnuðum var kvikan sem upp kom farin að nálgast 50 milljón rúmmetra. Það er því töluvert meira. “ Það sé ekki hægt að skýra þær breytingar með samþjöppun kviku, heldur sé kvika að koma úr dýpra geymsluhólfi alla leið til yfirborðs. „Það sem er merkilegt, svona í sögulegri þróun, er að leiðin fyrir þessa dýpri kviku verður alltaf greiðfærari, með hverju gosi. Nú eru menn að sjá landris sem hefur verið mun hægara en í fyrri gosum. Það er því lengri aðdragandi núna en í hinum gosunum. “ „Þannig að það flæðir úr dýpra hólfinu alveg til yfirborðs og einhver kvika er að safnast fyrir í grynnra hólfi. Söfnunin getur tekið yfir og þá hættir gosið en þetta getur alveg náð jafnvægi, og þá heldur gosið áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Dregið hefur úr virkni hægt og rólega síðustu daga og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga. „Það hefur dregið smátt og smátt úr virkninni,“ segir Þorvaldur. „Líklegast er að þetta fjari út smátt og smátt og við förum í annað söfnunarferli, þar sem kvika safnast í þetta grynnra geymsluhólf á 5km dýpi undir Svartsengi. Endurtekið efni má segja.“ Mun meira magn kviku „Það sem er athyglisvert í stöðunni núna er að það sem safnaðist í geymsluhólfið áður en gosið byrjaði er töluvert minna en það sem hefur komið upp. Það söfnuðust fyrir um 25 milljónir rúmmetrar af kviku, miðað við það sem landrisið gaf til kynna, en síðast þegar við könnuðum var kvikan sem upp kom farin að nálgast 50 milljón rúmmetra. Það er því töluvert meira. “ Það sé ekki hægt að skýra þær breytingar með samþjöppun kviku, heldur sé kvika að koma úr dýpra geymsluhólfi alla leið til yfirborðs. „Það sem er merkilegt, svona í sögulegri þróun, er að leiðin fyrir þessa dýpri kviku verður alltaf greiðfærari, með hverju gosi. Nú eru menn að sjá landris sem hefur verið mun hægara en í fyrri gosum. Það er því lengri aðdragandi núna en í hinum gosunum. “ „Þannig að það flæðir úr dýpra hólfinu alveg til yfirborðs og einhver kvika er að safnast fyrir í grynnra hólfi. Söfnunin getur tekið yfir og þá hættir gosið en þetta getur alveg náð jafnvægi, og þá heldur gosið áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira