Myndband af atvikinu fór í dreifingu í gær. Ekki er vitað hversu gamalt það er en samkvæmt Sky Sports var myndbandið tekið eftir bikarúrslitaleik City og Manchester United síðasta vor.
Í myndbandinu sést Guardiola labba framhjá stuðningsmanninum sem sagði við hann: Bara því þú tapaðir. Guardiola sneri sér þá við og fór í átt að manninum. Félagar hans héldu aftur af honum eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.
A video of Pep Guardiola in an altercation with a fan is going viral currently… 😳 pic.twitter.com/FnelwLvsH1
— CentreGoals. (@centregoals) December 6, 2024
Guardiola sagði nokkrum sinnum við stuðningsmanninn: Veistu hvað tapaðist? Hann var svo leiddur í burtu.
City vann Nottingham Forest á miðvikudaginn, 3-1, en það var fyrsti sigur liðsins í átta leikjum. Guardiola hefur aldrei farið í gegnum jafn slæman tíma á stjóraferlinum.
City sækir Crystal Palace heim í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. City-menn eru í 4. sæti deildarinnar.