„Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. desember 2024 15:51 Hannes Þór Halldórsson á æfingu með íslenska landsliðinu í fótbolta árið 2018 ásamt liðsfélaganum Rúriki Gíslasyni. Vísir/Vilhelm Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson segir svo gott sem alla sem komu að sjónvarpsþáttunum Iceguys í upphafi hafa haft miklar efasemdir um verkefnið. Hann hafi sjálfur verið efins, handritshöfundurinn Sóli Hólm haft sínar efasemdir og forráðamenn Símans sömuleiðis. Hannes þurfti auk þess að heyra sjálfur í Rúriki Gíslasyni og sannfæra hann um verkefnið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kvikmynda- og sjónvarpshlaðvarpinu Tveir á toppnum þar sem Hannes er gestur. Hannes er einn öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins en hann stendur að baki tveimur vinsælustu þáttum landsins þessa dagana, þáttunum um strákasveitina Iceguys og Bannað að hlæja með Auðunni Blöndal. Curb your enthusiasm og Klovn meðal fyrirmynda Hannes segir frá því í hlaðvarpsþættinum hvernig Jón Jónsson hafi haft samband við hann í fyrra og spurt hvort hann væri til í að gera tónlistarmyndband með honum fyrir sumarið. Í bígerð var að fá með þá Herra Hnetusmjör, Aron Can og bróður Jóns Friðrik Dórs auk Rúriks Gíslasonar fyrrverandi landsliðsmann og dansstjörnu. Jón hafi beðið Hannes um að heyra í sínum fyrrum liðsfélaga í íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ spyr hann. Ég hringdi í Rúrik og hjálpaði þeim eitthvað við að sannfæra hann um þetta og reyndi að peppa þetta. Svo kom næsta símtal frá þeim og þá var þetta svona: „Heyrðu Rúrik er að hitna en það kom hérna upp hugmynd, ef við ætlum að gera þetta, eigum við að stækka þetta og gera eitthvað í kringum þetta?“ Hannes segist þá hafa tekið við boltanum. Hann hafi verið með gamla hugmynd ofan í skúffu að heimildarþáttum. Hann hafi lengi verið aðdáandi þátta líkt og Curb your enthusiasm og Klovn þar sem þekktir einstaklingar leika sjálfa sig og gera grín að sér í leiknum seríum. Hannes segist þá hafa ákveðið að máta þetta við strákana sem þá áttu eftir að mynda Iceguys. Allir efins „Ég hringdi í Sóla og bar þetta undir hann. Hann var mjög efins, það voru allir mjög efins með þetta og við höfðum bara viku til þess að setja þetta saman í einhverri algjörri stemningu, af því að Síminn gaf síðan grænt ljós á þetta eiginlega á fyrsta fundi,“ útskýrir Hannes sem segist sérstaklega þakklátur Birki Ágústssyni sjónvarpsstjóra Símans. „Af því að ég veit að það var ekki einhugur með þetta, af því að við komum þarna inn með ekkert. Þetta var bara: „Þetta eru nöfnin, þetta er pælingin, gera einhverskonar þætti um þetta, búa til concept í kringum þetta,“ segir Hannes. Hann segist hreyknastur af því hvað þetta hafi gengið langt, þeir hafi raunverulega stofnað bandið sem síðan hafi sprungið út en eins og alþjóð veit seldi sveitin nítján þúsund miða á jólatónleika nú í desember. „Þetta náttúrulega sprakk út með einhverjum ævintýralegum hætti sem okkur óraði ekki fyrir og ég var mjög óviss með þetta þegar við lögðum af stað. Þá var ég með hugmyndir um allt annað og plön sem eru svo sem ennþá í gangi en ég var allavega ekki að fara að gera einhverja sjónvarpsþætti sem heita Iceguys um eitthvað boyband.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans. 24. ágúst 2023 16:57 Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið saman á Spáni en liðið mætir þar Kanada og Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum. 28. nóvember 2024 08:00 „Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“ „Ég er fyrrverandi knattspyrnumaður og mig langaði að upplifa liðsheild, maður þurfti kannski faðm til að leita í,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og guðfaðir strákabandsins IceGuys, eins og hann orðar það. 23. ágúst 2023 15:56 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í kvikmynda- og sjónvarpshlaðvarpinu Tveir á toppnum þar sem Hannes er gestur. Hannes er einn öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins en hann stendur að baki tveimur vinsælustu þáttum landsins þessa dagana, þáttunum um strákasveitina Iceguys og Bannað að hlæja með Auðunni Blöndal. Curb your enthusiasm og Klovn meðal fyrirmynda Hannes segir frá því í hlaðvarpsþættinum hvernig Jón Jónsson hafi haft samband við hann í fyrra og spurt hvort hann væri til í að gera tónlistarmyndband með honum fyrir sumarið. Í bígerð var að fá með þá Herra Hnetusmjör, Aron Can og bróður Jóns Friðrik Dórs auk Rúriks Gíslasonar fyrrverandi landsliðsmann og dansstjörnu. Jón hafi beðið Hannes um að heyra í sínum fyrrum liðsfélaga í íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ spyr hann. Ég hringdi í Rúrik og hjálpaði þeim eitthvað við að sannfæra hann um þetta og reyndi að peppa þetta. Svo kom næsta símtal frá þeim og þá var þetta svona: „Heyrðu Rúrik er að hitna en það kom hérna upp hugmynd, ef við ætlum að gera þetta, eigum við að stækka þetta og gera eitthvað í kringum þetta?“ Hannes segist þá hafa tekið við boltanum. Hann hafi verið með gamla hugmynd ofan í skúffu að heimildarþáttum. Hann hafi lengi verið aðdáandi þátta líkt og Curb your enthusiasm og Klovn þar sem þekktir einstaklingar leika sjálfa sig og gera grín að sér í leiknum seríum. Hannes segist þá hafa ákveðið að máta þetta við strákana sem þá áttu eftir að mynda Iceguys. Allir efins „Ég hringdi í Sóla og bar þetta undir hann. Hann var mjög efins, það voru allir mjög efins með þetta og við höfðum bara viku til þess að setja þetta saman í einhverri algjörri stemningu, af því að Síminn gaf síðan grænt ljós á þetta eiginlega á fyrsta fundi,“ útskýrir Hannes sem segist sérstaklega þakklátur Birki Ágústssyni sjónvarpsstjóra Símans. „Af því að ég veit að það var ekki einhugur með þetta, af því að við komum þarna inn með ekkert. Þetta var bara: „Þetta eru nöfnin, þetta er pælingin, gera einhverskonar þætti um þetta, búa til concept í kringum þetta,“ segir Hannes. Hann segist hreyknastur af því hvað þetta hafi gengið langt, þeir hafi raunverulega stofnað bandið sem síðan hafi sprungið út en eins og alþjóð veit seldi sveitin nítján þúsund miða á jólatónleika nú í desember. „Þetta náttúrulega sprakk út með einhverjum ævintýralegum hætti sem okkur óraði ekki fyrir og ég var mjög óviss með þetta þegar við lögðum af stað. Þá var ég með hugmyndir um allt annað og plön sem eru svo sem ennþá í gangi en ég var allavega ekki að fara að gera einhverja sjónvarpsþætti sem heita Iceguys um eitthvað boyband.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans. 24. ágúst 2023 16:57 Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið saman á Spáni en liðið mætir þar Kanada og Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum. 28. nóvember 2024 08:00 „Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“ „Ég er fyrrverandi knattspyrnumaður og mig langaði að upplifa liðsheild, maður þurfti kannski faðm til að leita í,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og guðfaðir strákabandsins IceGuys, eins og hann orðar það. 23. ágúst 2023 15:56 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans. 24. ágúst 2023 16:57
Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið saman á Spáni en liðið mætir þar Kanada og Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum. 28. nóvember 2024 08:00
„Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“ „Ég er fyrrverandi knattspyrnumaður og mig langaði að upplifa liðsheild, maður þurfti kannski faðm til að leita í,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og guðfaðir strákabandsins IceGuys, eins og hann orðar það. 23. ágúst 2023 15:56