Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 12:30 Gestur Svavarsson formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu undanfarna daga. Stöð 2 Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, hefur hvorki svarað símtölum eða tölvupóstum fréttastofu í dag eða í gær vegna mögulegrar endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu en Gestur sagði í samtali við fréttastofu í byrjun viku ekki geta tekið afstöðu til kæru Framsóknarflokksins. Það væri vegna breytinga á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Yfirkjörstjórnin liti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða lægi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ sagði Gestur. Ekkert tilefni væri til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum væru innbygðar í talningarferlið og þá hefðu umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir starfandi forseti Alþingis sagði Gest hafa rangt fyrir sér. Hann gæti víst tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu. „Misskilningurinn getur falist í því að þegar úthlutunarfundur Landskjörstjórnar er búinn, kæruferlinu lokið og Landskjörstjórn búin að gefa sína umsögn, þá ber forseta að skipa níu manna nefnd þingmanna til að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og kjörgengi þeirra. En á þessu stigi er þetta á ábyrgð yfirkjörstjórna að skila réttum niðurstöðum til Landskjörstjórnar,“ sagði Ásthildur Lóa við Vísi á miðvikudag. Hún sagði eðlilegt að endurtalning ætti sér stað. „Ef það munar mjög litlu og verið er að óska eftir endurtalningu finnst mér ekkert óeðlilegt að hún eigi sér stað. Aðalmálið er að lýðræðislegur vilji kjósenda komi fram.“ RÚV greinir frá því að foreldrar barna sem æfa íþróttir með FH hafa fengið bréf þess efnis að æfingar falli niður á morgun. Elsa Hrönn Reynisdóttir framkvæmdastjóri FH segir í samtali við Vísi að æfingar á morgun falli niður, eins og staðan sé í dag. Það hafi verið nauðsynlegt að gefa foreldrum nægjanlegan fyrirvara þó enn sé ekki fullvíst að æfingar falli niður. Engir leikir voru fyrirhugaðir í Kaplakrika á morgun svo möguleg endurtalning bitnar eingöngu á iðkendum FH sem eiga æfingatíma á laugardögum. Alþingiskosningar 2024 FH Suðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, hefur hvorki svarað símtölum eða tölvupóstum fréttastofu í dag eða í gær vegna mögulegrar endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu en Gestur sagði í samtali við fréttastofu í byrjun viku ekki geta tekið afstöðu til kæru Framsóknarflokksins. Það væri vegna breytinga á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Yfirkjörstjórnin liti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða lægi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ sagði Gestur. Ekkert tilefni væri til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum væru innbygðar í talningarferlið og þá hefðu umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir starfandi forseti Alþingis sagði Gest hafa rangt fyrir sér. Hann gæti víst tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu. „Misskilningurinn getur falist í því að þegar úthlutunarfundur Landskjörstjórnar er búinn, kæruferlinu lokið og Landskjörstjórn búin að gefa sína umsögn, þá ber forseta að skipa níu manna nefnd þingmanna til að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og kjörgengi þeirra. En á þessu stigi er þetta á ábyrgð yfirkjörstjórna að skila réttum niðurstöðum til Landskjörstjórnar,“ sagði Ásthildur Lóa við Vísi á miðvikudag. Hún sagði eðlilegt að endurtalning ætti sér stað. „Ef það munar mjög litlu og verið er að óska eftir endurtalningu finnst mér ekkert óeðlilegt að hún eigi sér stað. Aðalmálið er að lýðræðislegur vilji kjósenda komi fram.“ RÚV greinir frá því að foreldrar barna sem æfa íþróttir með FH hafa fengið bréf þess efnis að æfingar falli niður á morgun. Elsa Hrönn Reynisdóttir framkvæmdastjóri FH segir í samtali við Vísi að æfingar á morgun falli niður, eins og staðan sé í dag. Það hafi verið nauðsynlegt að gefa foreldrum nægjanlegan fyrirvara þó enn sé ekki fullvíst að æfingar falli niður. Engir leikir voru fyrirhugaðir í Kaplakrika á morgun svo möguleg endurtalning bitnar eingöngu á iðkendum FH sem eiga æfingatíma á laugardögum.
Alþingiskosningar 2024 FH Suðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira