Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2024 20:00 Vigdís og Villi syngja dúett og í bígerð er óútgefið tónlistarmyndband. Einn þekktasti leikari og grínisti landsins Vilhelm Neto hefur breytt einu af sínu uppáhalds popplögum frá Japan í íslenskt jólalag ásamt söngkonunni og leikkonunni Vigdísi Hafliðadóttur. Vilhelm sem alltaf er kallaður Villi segist sitja á fleiri erlendum lögum sem hann er handviss um að myndu sóma sér vel sem jólalög. „Það er stundum sem maður heyrir erlent lag og maður hugsar bara strax: „Þetta er íslenskt jólalag!“ Og dúettinn með þeim Tatsuro Yamashita og Melissa Manchester er eitt þeirra,“ segir Villi í samtali við Vísi. Lag þeirra Vigdísar heitir Hleyptu ljósi inn og þar syngja þau bæði líkt og Yamashita og Manchester í lagi sem óneitanlega er afar jólalegt. En hvernig heyrði Villi lagið í fyrsta sinn? „Ég sá einhvern tímann viðtal á RÚV við Íslending í Japan sem talaði um Tatsuro og bara þessi litli hljóðbútur sem ég heyrði gerði mig ótrúlega forvitinn. Ég prófaði að hlusta á hann og þetta var eiginlega bara „ást við fyrstu hlustun,“ ef svo má segja,“ segir Villi hlæjandi. Síðan þá hefur hann keypt þó nokkra geisladiska með Tatsuro og verið diggur hlustandi jafnvel þó það hafi ekki alltaf verið dans á rósum að hlusta á tónlistina alla leið frá Japan. Sjálfur segist Villi vera mikill popp maður, sérstaklega lögum frá níunda áratugnum. Þar séu japönsk lög í sérflokki. „Þetta var svo ótrúlega þétt ballaða að ég bara varð að útfæra þetta á íslensku.“ Aldrei verið hægt án Vigdísar Villi segist fyrst og fremst þakklátur vinkonu sinni Vigdísi fyrir að hafa verið til. Hún hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um, Villa til mikillar gleði en þau hafa sopið ýmsa fjöruna saman, meðal annars gert ferðaþættina Villi og Vigdís og veröldin öll þar sem þau ferðuðust til nokkurra eyja. „Það er eiginlega ótrúlegt að ég hafi náð að sameina krafta mína með Vigdísi, því þetta hefði aldrei verið hægt í þúsund ár án hennar,“ segir Villi hlæjandi. Hann segir tökur á laginu hafa gengið vel auk þess sem tónlistarmyndband er í bígerð. En er einhver boðskapur í laginu? „Þetta er lag um fólk sem elskar jólin en kannski aðeins of mikið eins og heyrist í laginu. Svo hafa margir spurt mig hvort þetta séu hjón að syngja? Eða systkini? Eða vinir? Og ég hef alltaf farið undan í flæmingi, við ætlum bara að leyfa fólki að finna út úr því sjálft!“ Villi segist vera mikið jólabarn, eiginlega meira en hann hafi áttað sig á. „Ég virðist einhvern veginn alltaf vera að gera jólalög. Ég gerði til dæmis jólalag með Væb og Ella Grill í fyrra, þannig ætli þetta verði ekki bara að árlegri hefð!“ Tónlist Jól Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Það er stundum sem maður heyrir erlent lag og maður hugsar bara strax: „Þetta er íslenskt jólalag!“ Og dúettinn með þeim Tatsuro Yamashita og Melissa Manchester er eitt þeirra,“ segir Villi í samtali við Vísi. Lag þeirra Vigdísar heitir Hleyptu ljósi inn og þar syngja þau bæði líkt og Yamashita og Manchester í lagi sem óneitanlega er afar jólalegt. En hvernig heyrði Villi lagið í fyrsta sinn? „Ég sá einhvern tímann viðtal á RÚV við Íslending í Japan sem talaði um Tatsuro og bara þessi litli hljóðbútur sem ég heyrði gerði mig ótrúlega forvitinn. Ég prófaði að hlusta á hann og þetta var eiginlega bara „ást við fyrstu hlustun,“ ef svo má segja,“ segir Villi hlæjandi. Síðan þá hefur hann keypt þó nokkra geisladiska með Tatsuro og verið diggur hlustandi jafnvel þó það hafi ekki alltaf verið dans á rósum að hlusta á tónlistina alla leið frá Japan. Sjálfur segist Villi vera mikill popp maður, sérstaklega lögum frá níunda áratugnum. Þar séu japönsk lög í sérflokki. „Þetta var svo ótrúlega þétt ballaða að ég bara varð að útfæra þetta á íslensku.“ Aldrei verið hægt án Vigdísar Villi segist fyrst og fremst þakklátur vinkonu sinni Vigdísi fyrir að hafa verið til. Hún hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um, Villa til mikillar gleði en þau hafa sopið ýmsa fjöruna saman, meðal annars gert ferðaþættina Villi og Vigdís og veröldin öll þar sem þau ferðuðust til nokkurra eyja. „Það er eiginlega ótrúlegt að ég hafi náð að sameina krafta mína með Vigdísi, því þetta hefði aldrei verið hægt í þúsund ár án hennar,“ segir Villi hlæjandi. Hann segir tökur á laginu hafa gengið vel auk þess sem tónlistarmyndband er í bígerð. En er einhver boðskapur í laginu? „Þetta er lag um fólk sem elskar jólin en kannski aðeins of mikið eins og heyrist í laginu. Svo hafa margir spurt mig hvort þetta séu hjón að syngja? Eða systkini? Eða vinir? Og ég hef alltaf farið undan í flæmingi, við ætlum bara að leyfa fólki að finna út úr því sjálft!“ Villi segist vera mikið jólabarn, eiginlega meira en hann hafi áttað sig á. „Ég virðist einhvern veginn alltaf vera að gera jólalög. Ég gerði til dæmis jólalag með Væb og Ella Grill í fyrra, þannig ætli þetta verði ekki bara að árlegri hefð!“
Tónlist Jól Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira