Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 10:30 Sherif Ali Kenney hefur ekki skilað næstum því sama til Valsliðsins og aðrir Bandaríkjamenn eru að skila til sinna liða í deildinni. Vísir/Diego Valsmenn töpuðu öðrum leiknum í röð í gærkvöldi og um leið í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í Bónus deildinni í körfubolta. Fyrir vikið sitja Íslandsmeistarar í fallsæti deildarinnar. Valsmenn voru líka deildarmeistarar í fyrra og unnu þá 18 af 22 leikjum sínum. Núna er liðið búið að tapa tveimur fleiri leikjum eða alls sex af níu leikjum. Það eru þó töpin að undanförnu sem valda mestu áhyggjum því þau hafa öll komið á móti liðunum í neðri hlutanum. Valur tapaði þar á móti Hetti. ÍR og Haukum en ekkert þeirra liða situr í úrslitakeppnissæti eins og er. Valsmenn eru með jafnmörg stig og bæði Höttur og ÍR en sitja í fallsætinu þar sem þeir eru 0-2 í innbyrðis leikjum á móti fyrrnefndum liðum. Þegar þjálfari Vals var spurður út í leikmannabreytingar hjá liðinu þá var svarið skýrt og skorinort. „Já það eru breytingar og það verður tilkynnt á morgun [í dag]. Eitthvað verður að gera en einn leikmaður inn er ekki að fara að breyta öllu. Við þurfum að grafa djúpt og finna einhverjar leiðir til að verða betra körfuboltalið og gera betur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í viðtali við Árna Jóhannsson eftir leikinn. Bandaríkjamaðurinn Sherif Ali Kenney var aðeins með sjö stig og eina stoðsendingu í gær og hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með félaginu. Valsmenn hafa hins vegar unnið báða leiki sína í vetur þar sem hann hefur skorað fimmtán stig eða meira (á móti Álftanesi og Keflavík). Taiwo Badmus var frábær með 36 stig eins og hann hefur verið í allan vetur en það hefur bara ekki dugað til. Liðið saknar auðvitað mikið Kristófers Acox sem er enn að vinna sig til baka eftir hnémeiðslin í oddaleiknum um titilinn síðasta vor. Annað áhyggjuefni er að næstu þrír leikir Valsliðsins eru á móti Grindavík, Tindastól og Stjörnunni (eftir áramót). Verkefnið verður því afar krefjandi á næstunni ætli liðið að komast upp úr fallsætinu. Bónus-deild karla Valur Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Valsmenn voru líka deildarmeistarar í fyrra og unnu þá 18 af 22 leikjum sínum. Núna er liðið búið að tapa tveimur fleiri leikjum eða alls sex af níu leikjum. Það eru þó töpin að undanförnu sem valda mestu áhyggjum því þau hafa öll komið á móti liðunum í neðri hlutanum. Valur tapaði þar á móti Hetti. ÍR og Haukum en ekkert þeirra liða situr í úrslitakeppnissæti eins og er. Valsmenn eru með jafnmörg stig og bæði Höttur og ÍR en sitja í fallsætinu þar sem þeir eru 0-2 í innbyrðis leikjum á móti fyrrnefndum liðum. Þegar þjálfari Vals var spurður út í leikmannabreytingar hjá liðinu þá var svarið skýrt og skorinort. „Já það eru breytingar og það verður tilkynnt á morgun [í dag]. Eitthvað verður að gera en einn leikmaður inn er ekki að fara að breyta öllu. Við þurfum að grafa djúpt og finna einhverjar leiðir til að verða betra körfuboltalið og gera betur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í viðtali við Árna Jóhannsson eftir leikinn. Bandaríkjamaðurinn Sherif Ali Kenney var aðeins með sjö stig og eina stoðsendingu í gær og hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með félaginu. Valsmenn hafa hins vegar unnið báða leiki sína í vetur þar sem hann hefur skorað fimmtán stig eða meira (á móti Álftanesi og Keflavík). Taiwo Badmus var frábær með 36 stig eins og hann hefur verið í allan vetur en það hefur bara ekki dugað til. Liðið saknar auðvitað mikið Kristófers Acox sem er enn að vinna sig til baka eftir hnémeiðslin í oddaleiknum um titilinn síðasta vor. Annað áhyggjuefni er að næstu þrír leikir Valsliðsins eru á móti Grindavík, Tindastól og Stjörnunni (eftir áramót). Verkefnið verður því afar krefjandi á næstunni ætli liðið að komast upp úr fallsætinu.
Bónus-deild karla Valur Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira