„Við erum málamiðlunarflokkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2024 12:28 Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Áshildur Lóa á kosningavöku Flokks fólksins liðna helgi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins segir fundi með Viðreisn og Samfylkingunni ganga vel. Hann segir ófrávíkjanlega kröfu flokksins að stefna að því að útrýma fátækt á Íslandi. Flokkurinn sé þó málamiðlunarflokkur. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu fund sinn í morgun klukkan 9:30 á Alþingi. Formennirnir funduðu í gær og sögðu virkilega vel hafa gengið. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að fulltrúar úr stjórnsýslunni og fjármálaráðuneytinu yrðu gestir á fundum dagsins. Guðmundur Ingi sagðist ekki vera með nýjustu tíðindi af fundi dagisns en hann vissi að það gengi mjög vel. „Ég held að góðir hlutir gerist hægt.“ Inga Sæland og Flokkur fólksins töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að kæmist flokkurinn í ríkisstjórn yrði forgangsmál að allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar fengu 450 þúsund krónur á mánuði skatta- og skerðingalaust. „Flokkur fólksins mun afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna og hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna í 100.000 kr. á mánuði. Öryrkjum tryggjum við tækifæri til að vinna í tvö ár án tekjuskerðinga og án þess að örorka þeirra verði endurmetin,“ sagði Inga í aðsendri grein í Morgunblaðinu um miðjan nóvember. Það væri að sögn Ingu einfalt að fjármagna með hækkun bankaskatts, hækkun auðlindagjalda á stórútgerðina og með afnámi undanþágu staðgreiðsluskyldu lífeyrissjóðanna. Fátækt á Íslandi til háborinnar skammar Guðmundur Ingi var spurður á Alþingi í morgun hvort krafan um 450 þúsund krónurnar væri ófrávíkjanleg. „Það er ófrávíkjanleg krafa af okkar hálfu að stefna að því að stefna að því að útrýma fátækt. Það er okkur til háborinnar skammar að vera með fáækt fólk. Sérstaklega fjölskyldur með börn. Það er okkar aðalstefnumál númer eitt, tvö og þrjú. Við munum auðvitað leggja áherslu á það.“ Koma verði í ljós hvort flokkurinn sé tilbúin að hnika upphæðinni til í málamiðlun flokka. „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis önnur mál sem geta vegið á móti. Við verðum að draga úr skerðingum í þessu kerfi og breyta þessu kerfi. Við erum búin að byggja upp refsikerfi sem á að vera hjálparkerfi. Því miður er það refsikerfi með skerðingum og keðjuverkandi skerðingum úti um allt kerfi sem er að valda fólki miklu tjóni.“ Flokkurinn hefur lagt til gjörbreytingar á lífeyrissjóðakerfinu með aukinni skattheimtu á innborganir. Forseti ASÍ og formaður Samtaka atvinnulífsins hafa lýst hugmyndunum sem aðför að kjörum alls vinnandi fólks. Guðmundur Ingi var spurður að því hve fast Flokkur fólksins stæði varðandi þessa hugmynd sína. „Þetta verður allt að koma í ljós. Þetta er allt á umræðustigi. Þannig verður það þangað til við komum einhverju á blað. Það verður vonandi hægt og rólega og gert vel.“ Hann er sannfærður um að fleiri mál sameini flokkana en sundri. „Ég er búinn að vera í stjórnarandstöðu með þessum tveimur flokkum í sjö ár og það hefur gengið mjög vel. Líka í Norðurlandaráði. Ég sé ekki margar hindranir en við þurfum að yfirstíga þær. Ég er bjartsýnn og ég heyri ákall úr samfélaginu. Fólk vill að við náum þessu.“ Aðspurður hvort Flokkur fólksins sé flokkur málamiðlunar segir Guðmundur Ingi: „Við erum málamiðlunarflokkur. Við þekkjum það í pólitík.“ Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu fund sinn í morgun klukkan 9:30 á Alþingi. Formennirnir funduðu í gær og sögðu virkilega vel hafa gengið. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að fulltrúar úr stjórnsýslunni og fjármálaráðuneytinu yrðu gestir á fundum dagsins. Guðmundur Ingi sagðist ekki vera með nýjustu tíðindi af fundi dagisns en hann vissi að það gengi mjög vel. „Ég held að góðir hlutir gerist hægt.“ Inga Sæland og Flokkur fólksins töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að kæmist flokkurinn í ríkisstjórn yrði forgangsmál að allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar fengu 450 þúsund krónur á mánuði skatta- og skerðingalaust. „Flokkur fólksins mun afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna og hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna í 100.000 kr. á mánuði. Öryrkjum tryggjum við tækifæri til að vinna í tvö ár án tekjuskerðinga og án þess að örorka þeirra verði endurmetin,“ sagði Inga í aðsendri grein í Morgunblaðinu um miðjan nóvember. Það væri að sögn Ingu einfalt að fjármagna með hækkun bankaskatts, hækkun auðlindagjalda á stórútgerðina og með afnámi undanþágu staðgreiðsluskyldu lífeyrissjóðanna. Fátækt á Íslandi til háborinnar skammar Guðmundur Ingi var spurður á Alþingi í morgun hvort krafan um 450 þúsund krónurnar væri ófrávíkjanleg. „Það er ófrávíkjanleg krafa af okkar hálfu að stefna að því að stefna að því að útrýma fátækt. Það er okkur til háborinnar skammar að vera með fáækt fólk. Sérstaklega fjölskyldur með börn. Það er okkar aðalstefnumál númer eitt, tvö og þrjú. Við munum auðvitað leggja áherslu á það.“ Koma verði í ljós hvort flokkurinn sé tilbúin að hnika upphæðinni til í málamiðlun flokka. „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis önnur mál sem geta vegið á móti. Við verðum að draga úr skerðingum í þessu kerfi og breyta þessu kerfi. Við erum búin að byggja upp refsikerfi sem á að vera hjálparkerfi. Því miður er það refsikerfi með skerðingum og keðjuverkandi skerðingum úti um allt kerfi sem er að valda fólki miklu tjóni.“ Flokkurinn hefur lagt til gjörbreytingar á lífeyrissjóðakerfinu með aukinni skattheimtu á innborganir. Forseti ASÍ og formaður Samtaka atvinnulífsins hafa lýst hugmyndunum sem aðför að kjörum alls vinnandi fólks. Guðmundur Ingi var spurður að því hve fast Flokkur fólksins stæði varðandi þessa hugmynd sína. „Þetta verður allt að koma í ljós. Þetta er allt á umræðustigi. Þannig verður það þangað til við komum einhverju á blað. Það verður vonandi hægt og rólega og gert vel.“ Hann er sannfærður um að fleiri mál sameini flokkana en sundri. „Ég er búinn að vera í stjórnarandstöðu með þessum tveimur flokkum í sjö ár og það hefur gengið mjög vel. Líka í Norðurlandaráði. Ég sé ekki margar hindranir en við þurfum að yfirstíga þær. Ég er bjartsýnn og ég heyri ákall úr samfélaginu. Fólk vill að við náum þessu.“ Aðspurður hvort Flokkur fólksins sé flokkur málamiðlunar segir Guðmundur Ingi: „Við erum málamiðlunarflokkur. Við þekkjum það í pólitík.“ Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira