Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2024 12:20 Þorsteinn Pálsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru bjartsýn á að Samfylkingunni, Viðreisn og Flokki fólksins takist að mynda saman ríkisstjórn. Stöð 2/Einar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar eru bjartsýn á að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn með Flokki fólksins. Eftir kosningarnar blasti við gjörbreytt staða á Alþingi sem staðfesti breytingar á íslenska flokkakerfinu. Í Samtalinu með Heimi Má strax að loknum fréttum og Íslandi í dag ræða þau meðal annars nauðsyn þess að ný stjórn setji evrópumálin í ferli. Þorsteinn segir stöðu efnahagsmála mun verri en fráfarandi ríkisstjórn hafi látið í veðri vaka. Aðild að Evrópusambandinu yrði liður í að leiðrétta mikið kerfisvandamál á Íslandi þar sem eyða þyrfti stórum fjármunum til að halda uppi gengi krónunnar. „Vextir verða að vera mun hærri hér en í grannlöndunum til að halda uppi gengi krónunnar. Það veldur ekki bara erfiðleikum hjá þeim sem þurfa að borga þessa vexti, það veldur líka miklu misrétti í samfélaginu,“ segir Þorsteinn og ber saman kjör almennings á innlendum lánamarkaði og fyrirtækja í sjávarútvegi sem geri upp í evrum. „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir. Það er tímaspursmál hversu lengi þjóðin þolir þessa mismunun,“ sagði Þorsteinn í Samtalinu. Ingibjörg Sólrún sagði mikilvægt að hefja skipulagða umræðu um evrópumálin áður en farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar upp að nýju. Aðild myndi hins vegar verða lyftistöng fyrir samfélagið. „Því skyldi aðild að Evrópusambandinu ekki verða lyftistöng fyrir íslenskt samfélag rétt eins og fyrir önnur samfélög sem hafa gengið í Evrópusambandið? Það hefur verið lyftistöng fyrir þau öll. Við skulum ekki horfa framhjá því. Ekki ætla ég að fara að líkja Íslandi saman við lönd austur Evrópu en það er nú þar sem átakapunkturinn er. Hvort sem það var Úkraína eða Georgía núna. Það er af því að þau líta til Evrópu og bera sig saman við ríki sem eru við hliðina sem hafa auðvitað hagnast mjög mikið af evrópusambandsaðild,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Samtalinu. Hér má sjá Samtalið í heild sinni: Samtalið Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Í Samtalinu með Heimi Má strax að loknum fréttum og Íslandi í dag ræða þau meðal annars nauðsyn þess að ný stjórn setji evrópumálin í ferli. Þorsteinn segir stöðu efnahagsmála mun verri en fráfarandi ríkisstjórn hafi látið í veðri vaka. Aðild að Evrópusambandinu yrði liður í að leiðrétta mikið kerfisvandamál á Íslandi þar sem eyða þyrfti stórum fjármunum til að halda uppi gengi krónunnar. „Vextir verða að vera mun hærri hér en í grannlöndunum til að halda uppi gengi krónunnar. Það veldur ekki bara erfiðleikum hjá þeim sem þurfa að borga þessa vexti, það veldur líka miklu misrétti í samfélaginu,“ segir Þorsteinn og ber saman kjör almennings á innlendum lánamarkaði og fyrirtækja í sjávarútvegi sem geri upp í evrum. „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir. Það er tímaspursmál hversu lengi þjóðin þolir þessa mismunun,“ sagði Þorsteinn í Samtalinu. Ingibjörg Sólrún sagði mikilvægt að hefja skipulagða umræðu um evrópumálin áður en farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar upp að nýju. Aðild myndi hins vegar verða lyftistöng fyrir samfélagið. „Því skyldi aðild að Evrópusambandinu ekki verða lyftistöng fyrir íslenskt samfélag rétt eins og fyrir önnur samfélög sem hafa gengið í Evrópusambandið? Það hefur verið lyftistöng fyrir þau öll. Við skulum ekki horfa framhjá því. Ekki ætla ég að fara að líkja Íslandi saman við lönd austur Evrópu en það er nú þar sem átakapunkturinn er. Hvort sem það var Úkraína eða Georgía núna. Það er af því að þau líta til Evrópu og bera sig saman við ríki sem eru við hliðina sem hafa auðvitað hagnast mjög mikið af evrópusambandsaðild,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Samtalinu. Hér má sjá Samtalið í heild sinni:
Samtalið Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira