Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 13:31 Nicolas Jover kemur skilaboðum til leikmanna Arsenal fyrir eina hornspyrnu liðsins en knattspyrnustjórinn Mikel Arteta fylgist með. Getty/Mike Egerton Arsenal vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en bæði mörkin i leiknum komu eftir hornspyrnur. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem föstu leikatriðin eru að skila Arsenal dýrmætum sigrum eða stigum. Fyrra markið skoraði Jurrien Timber með skalla eftir hornspyrnu Declan Rice en það síðara skoraði William Saliba eftir að Thomas Partey skallaði hornspyrnu Bukayo Saka í hann. Föstu leikatriðin eru stór þáttur í leik liðsins en Arsenal átti fleiri skot eftir hornspyrnur (7) en úr opnum leik (6) í þessum leik á móti United í gærkvöldi. Eftir leikinn hrósaði knattspyrnustjórinn Mikel Arteta líka vinnu Nicolas Jover, sem er er Sölvi Geir Ottesen þeirra Arsenal manna. These guys were all brilliant last night: @_DeclanRice @BukayoSaka87 + Saliba/Odegaard/Raya. But my Man of the Match was Nicolas Jover, our set-piece coach. Arsenal have scored 22 goals from corners since the start of last season incl 2 more last night. He’s a genius. 👏 pic.twitter.com/As7sFUjwQQ— Piers Morgan (@piersmorgan) December 5, 2024 Jover ber ábyrgð á föstu leikatriðum liðsins og er nýja hetjan hjá Arsenal. „Hann og þjálfarateymið hafa fengið leikmenn okkar til að trúa því að það er hægt að vinna fótboltaleiki á marga vegu. Það er mjög áhrifamikið og hefur gefið okkur mikið. Ég vil því hrósa þeim,“ sagði Arteta. Jover er 43 ára gamall Frakki sem fæddist í Þýskalandi. Hann var þjálfari fastra leikatriða hjá bæði Brentford og Manchester City áður en hann kom til Arsenal. Samningur hans við City endaði sumarið 2021 og Mikel Arteta, sem þekkti hann frá City, fékk hann til að koma til Arsenal. Á síðustu leiktíð skoraði Arsenal tuttugu mörk eftir föst leikatriði og þar eru vítaspyrnur ekki taldar með. Sextán þeirra komu eftir horn sem var metjöfnun í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili. Arsenal hefur nú skorað 21 mark eftir hornspyrnur frá byrjun síðasta tímabils. Declan Rice og Bukayo Saka eru báðir með sjö stoðsendingar í þessum mörkum. Nicolas Jover, you deserve the world 🥰 pic.twitter.com/y1qfdVhB0v— AFTV (@AFTVMedia) December 4, 2024 Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem föstu leikatriðin eru að skila Arsenal dýrmætum sigrum eða stigum. Fyrra markið skoraði Jurrien Timber með skalla eftir hornspyrnu Declan Rice en það síðara skoraði William Saliba eftir að Thomas Partey skallaði hornspyrnu Bukayo Saka í hann. Föstu leikatriðin eru stór þáttur í leik liðsins en Arsenal átti fleiri skot eftir hornspyrnur (7) en úr opnum leik (6) í þessum leik á móti United í gærkvöldi. Eftir leikinn hrósaði knattspyrnustjórinn Mikel Arteta líka vinnu Nicolas Jover, sem er er Sölvi Geir Ottesen þeirra Arsenal manna. These guys were all brilliant last night: @_DeclanRice @BukayoSaka87 + Saliba/Odegaard/Raya. But my Man of the Match was Nicolas Jover, our set-piece coach. Arsenal have scored 22 goals from corners since the start of last season incl 2 more last night. He’s a genius. 👏 pic.twitter.com/As7sFUjwQQ— Piers Morgan (@piersmorgan) December 5, 2024 Jover ber ábyrgð á föstu leikatriðum liðsins og er nýja hetjan hjá Arsenal. „Hann og þjálfarateymið hafa fengið leikmenn okkar til að trúa því að það er hægt að vinna fótboltaleiki á marga vegu. Það er mjög áhrifamikið og hefur gefið okkur mikið. Ég vil því hrósa þeim,“ sagði Arteta. Jover er 43 ára gamall Frakki sem fæddist í Þýskalandi. Hann var þjálfari fastra leikatriða hjá bæði Brentford og Manchester City áður en hann kom til Arsenal. Samningur hans við City endaði sumarið 2021 og Mikel Arteta, sem þekkti hann frá City, fékk hann til að koma til Arsenal. Á síðustu leiktíð skoraði Arsenal tuttugu mörk eftir föst leikatriði og þar eru vítaspyrnur ekki taldar með. Sextán þeirra komu eftir horn sem var metjöfnun í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili. Arsenal hefur nú skorað 21 mark eftir hornspyrnur frá byrjun síðasta tímabils. Declan Rice og Bukayo Saka eru báðir með sjö stoðsendingar í þessum mörkum. Nicolas Jover, you deserve the world 🥰 pic.twitter.com/y1qfdVhB0v— AFTV (@AFTVMedia) December 4, 2024
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira