Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 14:01 Craig Dawson átti ekki gott kvöld í gær þegar Úlfarnir steinlágu á Goodison Park. Getty/Alex Livesey Craig Dawson lék í gær sinn þrjú hundraðasta leik í ensku úrvalsdeildinni en kvöldið endaði ekki vel fyrir reynsluboltann. Það var ekki nóg með að Dawson og Úlfarnir steinlágu 4-0 á móti Everton þá varð Dawson sjálfur fyrir því óláni að setja boltann í rangt mark, ekki einu sinni heldur tvisvar. Wolves var 2-0 undir í leiknum þegar Dawson skoraði fyrra sjálfsmarkið sitt á 49. mínútu en það seinna kom síðan á 72. mínútu. Fyrra markið kom eftir hornspyrnu Dwight McNeil en því í seinna fór aukaspyrna McNeil af Dawson og í markið. Með því komst Dawson í fámennan en um leið afar óvinsælan klúbb. Hann varð aðeins fimmti leikmaðurinn til að skora tvö sjálfsmörk í sama leik í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Síðastur á undan honum til að bætast við hópinn var Wout Faes sem skoraði tvö sjálfsmörk í 2-1 tapi Leicester City á móti Liverpool í desember 2022. Hinir meðlimirnir í klúbbnum eru Jamie Carragher (1999, Liverpool á móti Manchester United), Michael Proctor (2003, Sunderland á móti Charlton) og Jonathan Walters (2013, Stoke á móti Chelsea). Dawson varð 152. leikmaðurinn til að spila þrjú hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni en leikina spilaði hann fyrir lið West Bromwich Albion, Watford, og svo Wolverhampton Wanderers. Hann hefur alls skorað fimm sjálfsmörk í þessum þrjú hundruð leikjum en mörkin hans í rétt mark eru 21 talsins. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Það var ekki nóg með að Dawson og Úlfarnir steinlágu 4-0 á móti Everton þá varð Dawson sjálfur fyrir því óláni að setja boltann í rangt mark, ekki einu sinni heldur tvisvar. Wolves var 2-0 undir í leiknum þegar Dawson skoraði fyrra sjálfsmarkið sitt á 49. mínútu en það seinna kom síðan á 72. mínútu. Fyrra markið kom eftir hornspyrnu Dwight McNeil en því í seinna fór aukaspyrna McNeil af Dawson og í markið. Með því komst Dawson í fámennan en um leið afar óvinsælan klúbb. Hann varð aðeins fimmti leikmaðurinn til að skora tvö sjálfsmörk í sama leik í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Síðastur á undan honum til að bætast við hópinn var Wout Faes sem skoraði tvö sjálfsmörk í 2-1 tapi Leicester City á móti Liverpool í desember 2022. Hinir meðlimirnir í klúbbnum eru Jamie Carragher (1999, Liverpool á móti Manchester United), Michael Proctor (2003, Sunderland á móti Charlton) og Jonathan Walters (2013, Stoke á móti Chelsea). Dawson varð 152. leikmaðurinn til að spila þrjú hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni en leikina spilaði hann fyrir lið West Bromwich Albion, Watford, og svo Wolverhampton Wanderers. Hann hefur alls skorað fimm sjálfsmörk í þessum þrjú hundruð leikjum en mörkin hans í rétt mark eru 21 talsins. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira