Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. desember 2024 17:00 Kristrún segir viðræður byrja vel. Markmið þeirra sé að viðræðurnar séu ekki langdregnar. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins byrjuðu að funda klukkan 9.30 í morgun og funduðu til um 16 með fáum hléum. Kristrún segir markmið formannanna að ljúka viðræðum eins fljótt og þær geta. Þær hafi byrjað á því að ræða stóru málin og haldi áfram á morgun. „Það gekk mjög vel. Þetta var þéttur fundardagur,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og að þær hafi ekki tekið margar pásur frá því í morgun og þar til seinni part í dag. Með á fundunum voru aðstoðarmenn formanna og varaformenn flokkanna. Kristrún segir skipta máli að það séu ekki of margir á fundunum. Þetta sé þéttur hópur sem vinni að stjórnarmyndun til að byrja með. Enginn ágreiningur í dag Hún segir þær hafa rætt stóru málin í dag og breiðu línurnar. „Við erum að nálgast þetta út frá þessum ramma sem við höfum rætt mikið um. Efnahagsmálin, þessum stöðugleika sem við þurfum að ná vegna verðbólgu og vaxtarstigsins. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna,“ segir Kristrún og því byrji þær á því að landa „stóru málunum“. „Við erum ekki að þeim stað akkúrat núna,“ segir hún um það hvort það hafi komið upp einhver ágreiningur. Þetta hafi verið góð samtöl. „Það gengur vel enn sem komið er. Við þurfum að byrja á sameinandi málum og höfum ekki enn lent í vandræðum. Þannig við erum mjög bjartsýnar á þessum tímapunkti.“ Hún segir ekki tímabært að ræða stjórnarsáttmála. Það skipti mestu að það sé traust á milli formanna. Það sem sé skrifað niður þurfi ekki að vera of ítarlegt því það geti ýmislegt gerst á kjörtímabilinu. „Það er fullt traust á milli formanna.“ Verði ekki langdregnar viðræður Hún segir erfitt að segja hversu langan tíma þetta muni taka. Þær séu meðvitaðar um að það þurfi festu í landsstjórn og vinni eftir því. „Við erum að vinna hratt og örugglega,“ segir Kristrún og það megi vona að það verði komin ný ríkisstjórn fyrir jól en með öllum mögulegum fyrirvörum. Hún segir að þær ætli að vera í styttri kantinum. Þær telji málefnalegan grundvöll fyrir það. Það þurfi að ganga frá praktískum atriðum en þær gangi út frá því að viðræðurnar verði ekki langdregnar. Á morgun munu þær hitta fulltrúa frá stjórnsýslu og fjármálaráðuneytinu í Alþingi. „Til að fá yfirsýn yfir stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála. Það verður stór partur af deginum á morgun. Það hefur allt gengið vel hingað til og við erum bjartsýnar áfram.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
„Það gekk mjög vel. Þetta var þéttur fundardagur,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og að þær hafi ekki tekið margar pásur frá því í morgun og þar til seinni part í dag. Með á fundunum voru aðstoðarmenn formanna og varaformenn flokkanna. Kristrún segir skipta máli að það séu ekki of margir á fundunum. Þetta sé þéttur hópur sem vinni að stjórnarmyndun til að byrja með. Enginn ágreiningur í dag Hún segir þær hafa rætt stóru málin í dag og breiðu línurnar. „Við erum að nálgast þetta út frá þessum ramma sem við höfum rætt mikið um. Efnahagsmálin, þessum stöðugleika sem við þurfum að ná vegna verðbólgu og vaxtarstigsins. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna,“ segir Kristrún og því byrji þær á því að landa „stóru málunum“. „Við erum ekki að þeim stað akkúrat núna,“ segir hún um það hvort það hafi komið upp einhver ágreiningur. Þetta hafi verið góð samtöl. „Það gengur vel enn sem komið er. Við þurfum að byrja á sameinandi málum og höfum ekki enn lent í vandræðum. Þannig við erum mjög bjartsýnar á þessum tímapunkti.“ Hún segir ekki tímabært að ræða stjórnarsáttmála. Það skipti mestu að það sé traust á milli formanna. Það sem sé skrifað niður þurfi ekki að vera of ítarlegt því það geti ýmislegt gerst á kjörtímabilinu. „Það er fullt traust á milli formanna.“ Verði ekki langdregnar viðræður Hún segir erfitt að segja hversu langan tíma þetta muni taka. Þær séu meðvitaðar um að það þurfi festu í landsstjórn og vinni eftir því. „Við erum að vinna hratt og örugglega,“ segir Kristrún og það megi vona að það verði komin ný ríkisstjórn fyrir jól en með öllum mögulegum fyrirvörum. Hún segir að þær ætli að vera í styttri kantinum. Þær telji málefnalegan grundvöll fyrir það. Það þurfi að ganga frá praktískum atriðum en þær gangi út frá því að viðræðurnar verði ekki langdregnar. Á morgun munu þær hitta fulltrúa frá stjórnsýslu og fjármálaráðuneytinu í Alþingi. „Til að fá yfirsýn yfir stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála. Það verður stór partur af deginum á morgun. Það hefur allt gengið vel hingað til og við erum bjartsýnar áfram.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent