Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. desember 2024 17:00 Kristrún segir viðræður byrja vel. Markmið þeirra sé að viðræðurnar séu ekki langdregnar. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins byrjuðu að funda klukkan 9.30 í morgun og funduðu til um 16 með fáum hléum. Kristrún segir markmið formannanna að ljúka viðræðum eins fljótt og þær geta. Þær hafi byrjað á því að ræða stóru málin og haldi áfram á morgun. „Það gekk mjög vel. Þetta var þéttur fundardagur,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og að þær hafi ekki tekið margar pásur frá því í morgun og þar til seinni part í dag. Með á fundunum voru aðstoðarmenn formanna og varaformenn flokkanna. Kristrún segir skipta máli að það séu ekki of margir á fundunum. Þetta sé þéttur hópur sem vinni að stjórnarmyndun til að byrja með. Enginn ágreiningur í dag Hún segir þær hafa rætt stóru málin í dag og breiðu línurnar. „Við erum að nálgast þetta út frá þessum ramma sem við höfum rætt mikið um. Efnahagsmálin, þessum stöðugleika sem við þurfum að ná vegna verðbólgu og vaxtarstigsins. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna,“ segir Kristrún og því byrji þær á því að landa „stóru málunum“. „Við erum ekki að þeim stað akkúrat núna,“ segir hún um það hvort það hafi komið upp einhver ágreiningur. Þetta hafi verið góð samtöl. „Það gengur vel enn sem komið er. Við þurfum að byrja á sameinandi málum og höfum ekki enn lent í vandræðum. Þannig við erum mjög bjartsýnar á þessum tímapunkti.“ Hún segir ekki tímabært að ræða stjórnarsáttmála. Það skipti mestu að það sé traust á milli formanna. Það sem sé skrifað niður þurfi ekki að vera of ítarlegt því það geti ýmislegt gerst á kjörtímabilinu. „Það er fullt traust á milli formanna.“ Verði ekki langdregnar viðræður Hún segir erfitt að segja hversu langan tíma þetta muni taka. Þær séu meðvitaðar um að það þurfi festu í landsstjórn og vinni eftir því. „Við erum að vinna hratt og örugglega,“ segir Kristrún og það megi vona að það verði komin ný ríkisstjórn fyrir jól en með öllum mögulegum fyrirvörum. Hún segir að þær ætli að vera í styttri kantinum. Þær telji málefnalegan grundvöll fyrir það. Það þurfi að ganga frá praktískum atriðum en þær gangi út frá því að viðræðurnar verði ekki langdregnar. Á morgun munu þær hitta fulltrúa frá stjórnsýslu og fjármálaráðuneytinu í Alþingi. „Til að fá yfirsýn yfir stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála. Það verður stór partur af deginum á morgun. Það hefur allt gengið vel hingað til og við erum bjartsýnar áfram.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Það gekk mjög vel. Þetta var þéttur fundardagur,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og að þær hafi ekki tekið margar pásur frá því í morgun og þar til seinni part í dag. Með á fundunum voru aðstoðarmenn formanna og varaformenn flokkanna. Kristrún segir skipta máli að það séu ekki of margir á fundunum. Þetta sé þéttur hópur sem vinni að stjórnarmyndun til að byrja með. Enginn ágreiningur í dag Hún segir þær hafa rætt stóru málin í dag og breiðu línurnar. „Við erum að nálgast þetta út frá þessum ramma sem við höfum rætt mikið um. Efnahagsmálin, þessum stöðugleika sem við þurfum að ná vegna verðbólgu og vaxtarstigsins. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna,“ segir Kristrún og því byrji þær á því að landa „stóru málunum“. „Við erum ekki að þeim stað akkúrat núna,“ segir hún um það hvort það hafi komið upp einhver ágreiningur. Þetta hafi verið góð samtöl. „Það gengur vel enn sem komið er. Við þurfum að byrja á sameinandi málum og höfum ekki enn lent í vandræðum. Þannig við erum mjög bjartsýnar á þessum tímapunkti.“ Hún segir ekki tímabært að ræða stjórnarsáttmála. Það skipti mestu að það sé traust á milli formanna. Það sem sé skrifað niður þurfi ekki að vera of ítarlegt því það geti ýmislegt gerst á kjörtímabilinu. „Það er fullt traust á milli formanna.“ Verði ekki langdregnar viðræður Hún segir erfitt að segja hversu langan tíma þetta muni taka. Þær séu meðvitaðar um að það þurfi festu í landsstjórn og vinni eftir því. „Við erum að vinna hratt og örugglega,“ segir Kristrún og það megi vona að það verði komin ný ríkisstjórn fyrir jól en með öllum mögulegum fyrirvörum. Hún segir að þær ætli að vera í styttri kantinum. Þær telji málefnalegan grundvöll fyrir það. Það þurfi að ganga frá praktískum atriðum en þær gangi út frá því að viðræðurnar verði ekki langdregnar. Á morgun munu þær hitta fulltrúa frá stjórnsýslu og fjármálaráðuneytinu í Alþingi. „Til að fá yfirsýn yfir stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála. Það verður stór partur af deginum á morgun. Það hefur allt gengið vel hingað til og við erum bjartsýnar áfram.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira