Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Lestrarklefinn 4. desember 2024 16:03 Kristín Marja Baldursdóttir tekur þátt í jólabókaflóðinu í ár Jana Hjörvar fjallar um nýjustu bók Kristínar Marju Baldursdóttur á menningarvefnum Lestrarklefinn. Hún hefur þetta að segj um bókina: Kristín Marja Baldursdóttir tekur þátt í jólabókaflóðinu í ár og sendir frá sér skáldsöguna Ég færi þér fjöll sem gefin er út af Bjarti Veröld. Kristín er ein af okkar merkustu rithöfundum og hefur í gegnum árin sent frá sér margar góðar skáldsögur sem við öll könnumst eitthvað við. Má þar nefna Karitas : án titils, Mávahlátur, Hús úr húsi og fleiri. Hús er húsi er ein af mínum allra uppáhalds en síðasta bók sem ég las eftir Kristínu er jafnframt sú bók sem kom síðast út eftir hana og það er Gata mæðranna sem kom út árið 2020. Það eru því fjögur ár síðan Kristín sendi frá sér skáldsögu síðast og því gleðiefni að bókin Ég færi þér fjöll komi út fyrir þessi jól. Jana Hjörvar skrifar ritdóma á menningarvefinn Lestrarklefinn. Bókin fjallar um Manuel og Sigyn. Manuel, spænskur athafnamaður, er kominn til Íslands en tilgangurinn er óljós í fyrstu. Hann hefur leigt lítið herbergi í gegnum Airbnb hjá eldri hjónum í Reykjavík. Sigyn er á sama tíma komin til Spánar þar sem hún leigir litla íbúð í gegnum konu sem mamma hennar hefur tengsl við. Í fyrstu virðast þessi ferðalög Manuels og Sigynjar ekki tengjast á nokkurn hátt en svo kemur ýmislegt í ljós. Fortíðin krælir á sér og sýnir að ekki er allt sem sýnist. Rótleysi og eftirsjá Fljótlega kemur í ljós að Manuel og Sigyn eiga margt sameiginlegt. Þau eru bæði rúmlega fertug og eru á ákveðnum tímamótum í sínu lífi. Manuel hefur gengið í gegnum ýmislegt tengt atvinnu sinni en í einkalífinu virðist hann einmana, rótarlaus og það örlar á eftirsjá. Sigyn er nýstigin út úr langri sambúð með manni sem beitti hana ofbeldi og endar á að fleygja henni út svo hún stendur eftir slipp og snauð. Hún fer að horfa til baka yfir líf sitt og líkt og Manuel virðist örla á rótleysi og eftirsjá. Þau virðast bæði hafa verið í nokkurskonar bið eftir að það rætist úr lífi þeirra á einhvern hátt. Þegar lengra er svo komið inn í bókina sjáum við að þau Manuel og Sigyn þekktust á árum áður, þau áttu í ástarsambandi sem vegna einhverrar ástæðu gekk ekki upp á þeim tíma. Ég færi þér fjöll fjallar um ást og sorg og hvernig minnstu ákvarðanir mans eigin eða annarra geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Þetta er ástarsaga sem í fyrstu virðist fara yfir í að verða einhver klisjukennd ástarsaga sem væri sérstakt, verandi skrifuð af Kristínu Marju en síðan kemur dýptin í ljós, sagan beygir frá klisjunni. Við förum að kanna með sögupersónunum af hverju ástarsamband þeirra gekk ekki upp á sínum tíma og hvort það geti mögulega gengið upp núna. Hér má lesa umfjöllunina í heild sinni. Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira
Kristín Marja Baldursdóttir tekur þátt í jólabókaflóðinu í ár og sendir frá sér skáldsöguna Ég færi þér fjöll sem gefin er út af Bjarti Veröld. Kristín er ein af okkar merkustu rithöfundum og hefur í gegnum árin sent frá sér margar góðar skáldsögur sem við öll könnumst eitthvað við. Má þar nefna Karitas : án titils, Mávahlátur, Hús úr húsi og fleiri. Hús er húsi er ein af mínum allra uppáhalds en síðasta bók sem ég las eftir Kristínu er jafnframt sú bók sem kom síðast út eftir hana og það er Gata mæðranna sem kom út árið 2020. Það eru því fjögur ár síðan Kristín sendi frá sér skáldsögu síðast og því gleðiefni að bókin Ég færi þér fjöll komi út fyrir þessi jól. Jana Hjörvar skrifar ritdóma á menningarvefinn Lestrarklefinn. Bókin fjallar um Manuel og Sigyn. Manuel, spænskur athafnamaður, er kominn til Íslands en tilgangurinn er óljós í fyrstu. Hann hefur leigt lítið herbergi í gegnum Airbnb hjá eldri hjónum í Reykjavík. Sigyn er á sama tíma komin til Spánar þar sem hún leigir litla íbúð í gegnum konu sem mamma hennar hefur tengsl við. Í fyrstu virðast þessi ferðalög Manuels og Sigynjar ekki tengjast á nokkurn hátt en svo kemur ýmislegt í ljós. Fortíðin krælir á sér og sýnir að ekki er allt sem sýnist. Rótleysi og eftirsjá Fljótlega kemur í ljós að Manuel og Sigyn eiga margt sameiginlegt. Þau eru bæði rúmlega fertug og eru á ákveðnum tímamótum í sínu lífi. Manuel hefur gengið í gegnum ýmislegt tengt atvinnu sinni en í einkalífinu virðist hann einmana, rótarlaus og það örlar á eftirsjá. Sigyn er nýstigin út úr langri sambúð með manni sem beitti hana ofbeldi og endar á að fleygja henni út svo hún stendur eftir slipp og snauð. Hún fer að horfa til baka yfir líf sitt og líkt og Manuel virðist örla á rótleysi og eftirsjá. Þau virðast bæði hafa verið í nokkurskonar bið eftir að það rætist úr lífi þeirra á einhvern hátt. Þegar lengra er svo komið inn í bókina sjáum við að þau Manuel og Sigyn þekktust á árum áður, þau áttu í ástarsambandi sem vegna einhverrar ástæðu gekk ekki upp á þeim tíma. Ég færi þér fjöll fjallar um ást og sorg og hvernig minnstu ákvarðanir mans eigin eða annarra geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Þetta er ástarsaga sem í fyrstu virðist fara yfir í að verða einhver klisjukennd ástarsaga sem væri sérstakt, verandi skrifuð af Kristínu Marju en síðan kemur dýptin í ljós, sagan beygir frá klisjunni. Við förum að kanna með sögupersónunum af hverju ástarsamband þeirra gekk ekki upp á sínum tíma og hvort það geti mögulega gengið upp núna. Hér má lesa umfjöllunina í heild sinni.
Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira