„Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 14:02 Kevin De Bruyne hefur ekki getað sýnt sínar bestu hliðar í vetur, vegna meiðsla. Getty/James Gill Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gefur lítið fyrir vangaveltur þeirra Jamie Carragher og Gary Neville um að einhvers konar ósætti sé á milli hans og Kevin De Bruyne. Það vakti athygli spekinga Sky Sports á sunnudaginn að De Bruyne fengi ekki sæti í byrjunarliði City í stórleiknum mikilvæga við Liverpool. Belginn var á varamannabekknum og kom ekki inn á fyrr en um tólf mínútur voru eftir. City er án sigurs í síðustu sjö leikjum, og hefur tapað sex þeirra, og virtust Neville og Carragher halda að eitthvað annað en meiðsli réði því að De Bruyne hefði lítið spilað að undanförnu. Hann hefur spilað samtals 72 mínútur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fimm leikjum, eftir átta vikna fjarveru vegna meiðsla. „Það er eitthvað í gangi með De Bruyne. Það er eitthvað ekki í lagi á milli þeirra tveggja,“ sagði Carragher og Neville tók undir þetta, og sagði stórfurðulegt hvernig Guardiola færi með De Bruyne. City mætir Nottingham Forest í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn tók Guardiola málið fyrir, án þess að nefna Carragher og Neville sérstaklega á nafn. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. Pep Guardiola hefur nýtt Kevin De Bruyne sem varamann í fimm leikjum, eftir að Belginn sneri aftur úr meiðslum.Getty/James Gill „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta,“ sagði Guardiola. Myndi elska að hafa 26 ára gamlan De Bruyne De Bruyne var frá keppni frá ágúst og fram í janúar á síðustu leiktíð, vegna meiðsla í læri sem fyrst urðu til þess að hann fór meiddur af velli í sigrinum á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Samningur De Bruyne við City rennur út næsta sumar og sagði Belginn að viðræðum um nýjan samning hefði verið slegið á frest á meðan að hann einbeitti sér að því að jafna sig af meiðslum. „Ég myndi elska það að hafa Kevin hér upp á sitt besta, 26 eða 27 ára gamlan. Hann myndi elska það líka. En hann er ekki 26 eða 27 ára lengur. Hann hefur glímt við meiðsli og hann er þannig leikmaður að hann þarf að vera líkamlega klár til að finna sitt svæði og orku. Þetta er eðlilegt. Hann hefur spilað mikið af leikjum á síðustu 10-11 árum. Ég veit að hann vill ólmur hjálpa okkur, og hann hefur sýnt brot af þeirri snilld sem hann hefur upp á að bjóða,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Það vakti athygli spekinga Sky Sports á sunnudaginn að De Bruyne fengi ekki sæti í byrjunarliði City í stórleiknum mikilvæga við Liverpool. Belginn var á varamannabekknum og kom ekki inn á fyrr en um tólf mínútur voru eftir. City er án sigurs í síðustu sjö leikjum, og hefur tapað sex þeirra, og virtust Neville og Carragher halda að eitthvað annað en meiðsli réði því að De Bruyne hefði lítið spilað að undanförnu. Hann hefur spilað samtals 72 mínútur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fimm leikjum, eftir átta vikna fjarveru vegna meiðsla. „Það er eitthvað í gangi með De Bruyne. Það er eitthvað ekki í lagi á milli þeirra tveggja,“ sagði Carragher og Neville tók undir þetta, og sagði stórfurðulegt hvernig Guardiola færi með De Bruyne. City mætir Nottingham Forest í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn tók Guardiola málið fyrir, án þess að nefna Carragher og Neville sérstaklega á nafn. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. Pep Guardiola hefur nýtt Kevin De Bruyne sem varamann í fimm leikjum, eftir að Belginn sneri aftur úr meiðslum.Getty/James Gill „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta,“ sagði Guardiola. Myndi elska að hafa 26 ára gamlan De Bruyne De Bruyne var frá keppni frá ágúst og fram í janúar á síðustu leiktíð, vegna meiðsla í læri sem fyrst urðu til þess að hann fór meiddur af velli í sigrinum á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Samningur De Bruyne við City rennur út næsta sumar og sagði Belginn að viðræðum um nýjan samning hefði verið slegið á frest á meðan að hann einbeitti sér að því að jafna sig af meiðslum. „Ég myndi elska það að hafa Kevin hér upp á sitt besta, 26 eða 27 ára gamlan. Hann myndi elska það líka. En hann er ekki 26 eða 27 ára lengur. Hann hefur glímt við meiðsli og hann er þannig leikmaður að hann þarf að vera líkamlega klár til að finna sitt svæði og orku. Þetta er eðlilegt. Hann hefur spilað mikið af leikjum á síðustu 10-11 árum. Ég veit að hann vill ólmur hjálpa okkur, og hann hefur sýnt brot af þeirri snilld sem hann hefur upp á að bjóða,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira