Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2024 12:31 Leikmenn Manchester United fyrir leik á síðasta tímabili í svipuðum jakka og er nú ljóst að þeir munu ekki klæðast Vísir/Getty Hætt var við að láta leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United klæðast jakka framleiddan af Adidas, til stuðnings baráttu hinsegin fólks, fyrir leik gegn Everton um nýliðna helgi eftir að einn leikmaður liðsins neitaði að taka þátt. Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ákvörðun í leikmannahópi liðsins. Það er The Athletic sem greinir frá núna í morgun en umræddur leikmaður sem neitaði að klæðast jakkanum var varnarmaðurinn Noussair Mazraoui sem gekk til liðs við félagið frá Bayern Munchen fyrir yfirstandandi tímabil. Mazraoui sagðist ekki vilja taka þátt í því sem átti að vera sameiginleg stuðningsyfirlýsing leikmanna Manchester United við baráttu hinsegin fólks, sökum þess að hann sé múslimi. Noussair Mazraoui í leik með Manchester UnitedVísir/Getty Undanfarin tvö tímabil hafa leikmenn Manchester United klæðst svipuðum jakka fyrir leik í ensku úrvalsdeildinni. Sökum þess að Mazraoui vildi ekki klæðast jakkanum var ákveðið hætta við framtakið svo að marokkóski landsliðsmaðurinn yrði ekki eini leikmaður liðsins til þess að klæðast ekki jakkanum. The Athletic hefur fyrir því heimildir að ekki séu allir á eitt sáttir með þá ákvörðun að klæðast ekki umræddum jökkum. Í yfirlýsingu sem að Manchester United sendi The Athletic segir að félagið taki vel á móti stuðningsfólki með alls konar bakgrunn. Þar með talið hinsegin fólk og að félagið leggi áherslu á fjölbreytileika og inngildingu í sínu starfi. Bruno Fernandes með regnbogalitað fyrirliðaband í leiknum gegn Everton um síðastliðna helgiVísir/Getty Enska úrvalsdeildin hefur undanfarin ár lagt mikið upp úr því að vera með sýnilegan stuðning við baráttu hinsegin fólks. Meðal annars með regnbogalituðum hornfánum, fyrirliðaböndum sem og skóreimum. Regnbogaborði á Old TraffordVísir/Getty Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Mazraoui er gagnrýndur fyrir afstöðu sína gegn sýnilegum stuðningi við baráttu hinsegin fólks. Hann var gagnrýndur á sínum tíma sem leikmaður Bayern Munchen og létu stuðningsmenn félagsins útbúa borða þar sem á stóð: „Allir litir eru fallegir. Í Toulouse, Munchen og alls staðar. Sýndu gildum okkar virðingu Mazraoui.“ Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Það er The Athletic sem greinir frá núna í morgun en umræddur leikmaður sem neitaði að klæðast jakkanum var varnarmaðurinn Noussair Mazraoui sem gekk til liðs við félagið frá Bayern Munchen fyrir yfirstandandi tímabil. Mazraoui sagðist ekki vilja taka þátt í því sem átti að vera sameiginleg stuðningsyfirlýsing leikmanna Manchester United við baráttu hinsegin fólks, sökum þess að hann sé múslimi. Noussair Mazraoui í leik með Manchester UnitedVísir/Getty Undanfarin tvö tímabil hafa leikmenn Manchester United klæðst svipuðum jakka fyrir leik í ensku úrvalsdeildinni. Sökum þess að Mazraoui vildi ekki klæðast jakkanum var ákveðið hætta við framtakið svo að marokkóski landsliðsmaðurinn yrði ekki eini leikmaður liðsins til þess að klæðast ekki jakkanum. The Athletic hefur fyrir því heimildir að ekki séu allir á eitt sáttir með þá ákvörðun að klæðast ekki umræddum jökkum. Í yfirlýsingu sem að Manchester United sendi The Athletic segir að félagið taki vel á móti stuðningsfólki með alls konar bakgrunn. Þar með talið hinsegin fólk og að félagið leggi áherslu á fjölbreytileika og inngildingu í sínu starfi. Bruno Fernandes með regnbogalitað fyrirliðaband í leiknum gegn Everton um síðastliðna helgiVísir/Getty Enska úrvalsdeildin hefur undanfarin ár lagt mikið upp úr því að vera með sýnilegan stuðning við baráttu hinsegin fólks. Meðal annars með regnbogalituðum hornfánum, fyrirliðaböndum sem og skóreimum. Regnbogaborði á Old TraffordVísir/Getty Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Mazraoui er gagnrýndur fyrir afstöðu sína gegn sýnilegum stuðningi við baráttu hinsegin fólks. Hann var gagnrýndur á sínum tíma sem leikmaður Bayern Munchen og létu stuðningsmenn félagsins útbúa borða þar sem á stóð: „Allir litir eru fallegir. Í Toulouse, Munchen og alls staðar. Sýndu gildum okkar virðingu Mazraoui.“
Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira