Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 10:01 Mikel Arteta er farinn að hafa áhrif á reglur fótboltans án þess að ætla sér það. Getty/Rob Newell Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. hefur kannski haft meiri áhrif á fótboltareglurnar heldur en margan grunar. IFAB, Alþjóða fótboltaráðið, hefur nefnilega ákveðið að breyta reglum sínum vegna atviks í Evrópuleik Arsenal á dögunum. Arteta slapp þá við rautt spjald þegar hann fór inn á völlinn og tók upp boltann. Atvikið varð í Meistaradeildarleik Arsenal og Internazionale Milan. ESPN segir frá. Matteo Darmian, varnarmaður Internazionale, ætlaði að taka boltann sem var á leiðinni út af í innkast. Arteta tók boltann upp áður en hann var kominn út af vellinum. Istvan Kovacs dómari ákvað að sýna Arteta gula spjaldið en samkvæmt reglunum þá átti knattspyrnustjóri Arsenal að fá þarna rautt spjald. Fyrr á þessu ári þá fengu bæði Carlos Corberán, stjóri West Bromwich Albion, og Derek McInnes, stjóri Kilmarnock, rautt spjald við svipaðar kringumstæður. Alþjóða fótboltaráðið, IFAB, fundaði í vikunni og ákvað að breyta reglunum. Þeim fannst rauða spjaldið of harður dómur og hér eftir verður þetta aðeins gult spjald. Það fylgir þó sögunni að ef knattspyrnustjórinn er bara að reyna að flýta fyrir gangi leiksins þá sé það gult spjald en ef hann sé að reyna að stöðva leik mótherjans þá sé það áfram rautt spjald. Það á þó eftir að samþykkja þessa breytingu formlega og það gerist á ársfundi IFAB 1. mars næstkomandi. Breytingin mun því ekki taka gildi fyrr en næsta sumar í fyrsta lagi. Það verður líka gerð breyting á dómarakastinu. Ef sending er augljóslega á leiðinni út af vellinum eða til andstæðings þegar boltinn fer í dómarann þá fær mótherjinn boltann en ekki liðið sem átti sendinguna eins og það er í dag. Full story: https://t.co/pkKGADMY10— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2024 Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Arteta slapp þá við rautt spjald þegar hann fór inn á völlinn og tók upp boltann. Atvikið varð í Meistaradeildarleik Arsenal og Internazionale Milan. ESPN segir frá. Matteo Darmian, varnarmaður Internazionale, ætlaði að taka boltann sem var á leiðinni út af í innkast. Arteta tók boltann upp áður en hann var kominn út af vellinum. Istvan Kovacs dómari ákvað að sýna Arteta gula spjaldið en samkvæmt reglunum þá átti knattspyrnustjóri Arsenal að fá þarna rautt spjald. Fyrr á þessu ári þá fengu bæði Carlos Corberán, stjóri West Bromwich Albion, og Derek McInnes, stjóri Kilmarnock, rautt spjald við svipaðar kringumstæður. Alþjóða fótboltaráðið, IFAB, fundaði í vikunni og ákvað að breyta reglunum. Þeim fannst rauða spjaldið of harður dómur og hér eftir verður þetta aðeins gult spjald. Það fylgir þó sögunni að ef knattspyrnustjórinn er bara að reyna að flýta fyrir gangi leiksins þá sé það gult spjald en ef hann sé að reyna að stöðva leik mótherjans þá sé það áfram rautt spjald. Það á þó eftir að samþykkja þessa breytingu formlega og það gerist á ársfundi IFAB 1. mars næstkomandi. Breytingin mun því ekki taka gildi fyrr en næsta sumar í fyrsta lagi. Það verður líka gerð breyting á dómarakastinu. Ef sending er augljóslega á leiðinni út af vellinum eða til andstæðings þegar boltinn fer í dómarann þá fær mótherjinn boltann en ekki liðið sem átti sendinguna eins og það er í dag. Full story: https://t.co/pkKGADMY10— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2024
Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira