Afturkalla átta friðlýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 20:01 Geysir er eitt átta svæða þar sem friðlýsingar hafa verið afturkallaðar. Vísir/Vilhelm Friðlýsingar átta svæða á Íslandi hafa verið afturkallaðar. Var það gert vegna úrskurðar Hæstaréttar Íslands frá því í mars um að friðlýsing verndarsvæðis Jökulsár á Fjöllum frá árinu 2019 hefði verið ólögmæt. Í úrskurði Hæstaréttar segir að Alþingi hefði ekki fjallað um afmörkun verndarsvæðisins eins og lög gera kröfu um. Því komust dómarar Hæstaréttar að þeirri niðurstöður að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi ekki verið heimilt að ákvarða friðlýsinguna. Fram kemur í yfirlýsingu frá ráðuneytinu að ráðherra hefði þurft að fara með nýja tillögu til þingsályktunar fyrir Alþingi áður en hægt væri að friðlýsa svæðið. Átta svæði á landinu hafa frá ágúst 2019 til ágúst 2021 verið friðlýst með þeim hætti að afturkalla friðlýsinguna. Þessi svæði eru Jökulsá á Fjöllum, Geysir, Kerlingrafjöll, Brennisteinsfjöll, Gjástykki, Hólmsá, Jökulfall og Hvítá og Tungnaá. Friðlýsing Jökulsár var afturkölluð í sumar og friðlýsing Gjástykkis sömuleiðis. Hinar sex hafa nú einnig verið afturkallaðar. Fram kemur í áðurnefndri yfirlýsingu að eingöngu sé um að ræða friðlýsingar á grundvelli verndarflokks verndar- og orkunýtingaráætlunar. Þær hafa ekki áhrif á friðlýsingu Geysis sem náttúruvættis eða Kerlingarfjalla sem landslagsverndarsvæðis. Þá segir í yfirlýsingunni að ráðherra muni beina því aftur til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti til mats. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að aðalatriðið sé að enginn muni virkja á Geysi, í Kerlingarfjöllum eða innan þessara svæða. „Í kjölfar afturkallananna munum við einfaldlega beina því til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti aftur til mats svo Alþingi geti tekið þá til þinglegrar meðferðar með það að lokamarkmiði að verndarsvæðin verði friðlýst aftur á lögmætan hátt þegar bætt hefur verið úr ágalla friðlýsinganna.“ Dómsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Bláskógabyggð Þingeyjarsveit Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Í úrskurði Hæstaréttar segir að Alþingi hefði ekki fjallað um afmörkun verndarsvæðisins eins og lög gera kröfu um. Því komust dómarar Hæstaréttar að þeirri niðurstöður að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi ekki verið heimilt að ákvarða friðlýsinguna. Fram kemur í yfirlýsingu frá ráðuneytinu að ráðherra hefði þurft að fara með nýja tillögu til þingsályktunar fyrir Alþingi áður en hægt væri að friðlýsa svæðið. Átta svæði á landinu hafa frá ágúst 2019 til ágúst 2021 verið friðlýst með þeim hætti að afturkalla friðlýsinguna. Þessi svæði eru Jökulsá á Fjöllum, Geysir, Kerlingrafjöll, Brennisteinsfjöll, Gjástykki, Hólmsá, Jökulfall og Hvítá og Tungnaá. Friðlýsing Jökulsár var afturkölluð í sumar og friðlýsing Gjástykkis sömuleiðis. Hinar sex hafa nú einnig verið afturkallaðar. Fram kemur í áðurnefndri yfirlýsingu að eingöngu sé um að ræða friðlýsingar á grundvelli verndarflokks verndar- og orkunýtingaráætlunar. Þær hafa ekki áhrif á friðlýsingu Geysis sem náttúruvættis eða Kerlingarfjalla sem landslagsverndarsvæðis. Þá segir í yfirlýsingunni að ráðherra muni beina því aftur til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti til mats. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að aðalatriðið sé að enginn muni virkja á Geysi, í Kerlingarfjöllum eða innan þessara svæða. „Í kjölfar afturkallananna munum við einfaldlega beina því til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti aftur til mats svo Alþingi geti tekið þá til þinglegrar meðferðar með það að lokamarkmiði að verndarsvæðin verði friðlýst aftur á lögmætan hátt þegar bætt hefur verið úr ágalla friðlýsinganna.“
Dómsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Bláskógabyggð Þingeyjarsveit Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira