„Ég er bara bjartsýnn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. desember 2024 12:03 Ragnar Þór Ingólfsson verðandi þingmaður Flokks fólksins er bjartsýnn á komandi stjórnarmyndunarviðræður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir þær verða áskorun en stjórnmál gangi út á að gera málamiðlanir. Vísir Þingmaður Viðreisnar segir mikilvægt að ný ríkisstjórn vinni samhent að verkefnum framundan. Komandi stjórnarmyndunarviðræður verði áskorun og flokkurinn muni ekki fara gegn eigin DNA. Verðandi þingmaður Flokks fólksins segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ólíkt og er bjartsýnn á að það náist ásættanleg lausn. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ekki einfalt verkefni fram undan að mynda nýja ríkisstjórn með Samfylkingu og Flokki fólksins. Fara ekki gegn eigin DNA „Þetta eru flókin úrslit kosninga á marga kanta en verkefnið núna er að mynda ríkisstjórn. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið núna og lærdómurinn af síðustu sjö árum árum að ríksstjórnin hver sem hún verður sé sameinuð og sterk að vinna í þágu þjóðarinnar,“ segir Þorbjörg. Samkvæmt stefnumálum flokkanna þriggja sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum ber mest á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Þorbjörg segir að það verði áskorun að ná fram sameiginlegri niðurstöðu. „Það blasir við að það er töluverð áskorun að ná saman. Það er verkefnið að nálgast það. Við vorum alveg skýr í þessum kosningum. Stjórnmál eru list hins mögulega og fela alltaf í sér málamiðlanir en það er atriði í þessu að fara ekki gegn eigin DNA. Við erum t.d. ekki flokkur sem stöndum fyrir skattahækkanir. Við viljum taka utan um heimilin og lítil og meðalstór fyrirtæki,“ segir hún. Ragnar bjartsýnn Ragnar Þór Ingólfsson verðandi þingmaður Flokks fólksins segist treysta formanni flokksins í komandi stjórnarmyndunarviðræðum til að ná fram góðri lausn. „Ég treysti formanninum til að meta það hversu langt þarf að ganga til að ná saman og gera málamiðlanir,“ segir hann. Hann segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ekki. „Ég hef fulla trú á því að þessir flokkar nái saman ef það er vilji til þess. Ég sé miklu fleiri snertifleti á samstarfi heldur en að það beri eitthvað á milli. Ég þekki það bara úr starfi mínu í kjarasamningum að það starf snýst að miklu leyti um málamiðlanir. Ég er bara bjartsýnn,“ segir Ragnar. Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ekki einfalt verkefni fram undan að mynda nýja ríkisstjórn með Samfylkingu og Flokki fólksins. Fara ekki gegn eigin DNA „Þetta eru flókin úrslit kosninga á marga kanta en verkefnið núna er að mynda ríkisstjórn. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið núna og lærdómurinn af síðustu sjö árum árum að ríksstjórnin hver sem hún verður sé sameinuð og sterk að vinna í þágu þjóðarinnar,“ segir Þorbjörg. Samkvæmt stefnumálum flokkanna þriggja sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum ber mest á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Þorbjörg segir að það verði áskorun að ná fram sameiginlegri niðurstöðu. „Það blasir við að það er töluverð áskorun að ná saman. Það er verkefnið að nálgast það. Við vorum alveg skýr í þessum kosningum. Stjórnmál eru list hins mögulega og fela alltaf í sér málamiðlanir en það er atriði í þessu að fara ekki gegn eigin DNA. Við erum t.d. ekki flokkur sem stöndum fyrir skattahækkanir. Við viljum taka utan um heimilin og lítil og meðalstór fyrirtæki,“ segir hún. Ragnar bjartsýnn Ragnar Þór Ingólfsson verðandi þingmaður Flokks fólksins segist treysta formanni flokksins í komandi stjórnarmyndunarviðræðum til að ná fram góðri lausn. „Ég treysti formanninum til að meta það hversu langt þarf að ganga til að ná saman og gera málamiðlanir,“ segir hann. Hann segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ekki. „Ég hef fulla trú á því að þessir flokkar nái saman ef það er vilji til þess. Ég sé miklu fleiri snertifleti á samstarfi heldur en að það beri eitthvað á milli. Ég þekki það bara úr starfi mínu í kjarasamningum að það starf snýst að miklu leyti um málamiðlanir. Ég er bara bjartsýnn,“ segir Ragnar.
Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira