„Ég er bara bjartsýnn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. desember 2024 12:03 Ragnar Þór Ingólfsson verðandi þingmaður Flokks fólksins er bjartsýnn á komandi stjórnarmyndunarviðræður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir þær verða áskorun en stjórnmál gangi út á að gera málamiðlanir. Vísir Þingmaður Viðreisnar segir mikilvægt að ný ríkisstjórn vinni samhent að verkefnum framundan. Komandi stjórnarmyndunarviðræður verði áskorun og flokkurinn muni ekki fara gegn eigin DNA. Verðandi þingmaður Flokks fólksins segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ólíkt og er bjartsýnn á að það náist ásættanleg lausn. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ekki einfalt verkefni fram undan að mynda nýja ríkisstjórn með Samfylkingu og Flokki fólksins. Fara ekki gegn eigin DNA „Þetta eru flókin úrslit kosninga á marga kanta en verkefnið núna er að mynda ríkisstjórn. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið núna og lærdómurinn af síðustu sjö árum árum að ríksstjórnin hver sem hún verður sé sameinuð og sterk að vinna í þágu þjóðarinnar,“ segir Þorbjörg. Samkvæmt stefnumálum flokkanna þriggja sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum ber mest á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Þorbjörg segir að það verði áskorun að ná fram sameiginlegri niðurstöðu. „Það blasir við að það er töluverð áskorun að ná saman. Það er verkefnið að nálgast það. Við vorum alveg skýr í þessum kosningum. Stjórnmál eru list hins mögulega og fela alltaf í sér málamiðlanir en það er atriði í þessu að fara ekki gegn eigin DNA. Við erum t.d. ekki flokkur sem stöndum fyrir skattahækkanir. Við viljum taka utan um heimilin og lítil og meðalstór fyrirtæki,“ segir hún. Ragnar bjartsýnn Ragnar Þór Ingólfsson verðandi þingmaður Flokks fólksins segist treysta formanni flokksins í komandi stjórnarmyndunarviðræðum til að ná fram góðri lausn. „Ég treysti formanninum til að meta það hversu langt þarf að ganga til að ná saman og gera málamiðlanir,“ segir hann. Hann segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ekki. „Ég hef fulla trú á því að þessir flokkar nái saman ef það er vilji til þess. Ég sé miklu fleiri snertifleti á samstarfi heldur en að það beri eitthvað á milli. Ég þekki það bara úr starfi mínu í kjarasamningum að það starf snýst að miklu leyti um málamiðlanir. Ég er bara bjartsýnn,“ segir Ragnar. Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ekki einfalt verkefni fram undan að mynda nýja ríkisstjórn með Samfylkingu og Flokki fólksins. Fara ekki gegn eigin DNA „Þetta eru flókin úrslit kosninga á marga kanta en verkefnið núna er að mynda ríkisstjórn. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið núna og lærdómurinn af síðustu sjö árum árum að ríksstjórnin hver sem hún verður sé sameinuð og sterk að vinna í þágu þjóðarinnar,“ segir Þorbjörg. Samkvæmt stefnumálum flokkanna þriggja sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum ber mest á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Þorbjörg segir að það verði áskorun að ná fram sameiginlegri niðurstöðu. „Það blasir við að það er töluverð áskorun að ná saman. Það er verkefnið að nálgast það. Við vorum alveg skýr í þessum kosningum. Stjórnmál eru list hins mögulega og fela alltaf í sér málamiðlanir en það er atriði í þessu að fara ekki gegn eigin DNA. Við erum t.d. ekki flokkur sem stöndum fyrir skattahækkanir. Við viljum taka utan um heimilin og lítil og meðalstór fyrirtæki,“ segir hún. Ragnar bjartsýnn Ragnar Þór Ingólfsson verðandi þingmaður Flokks fólksins segist treysta formanni flokksins í komandi stjórnarmyndunarviðræðum til að ná fram góðri lausn. „Ég treysti formanninum til að meta það hversu langt þarf að ganga til að ná saman og gera málamiðlanir,“ segir hann. Hann segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ekki. „Ég hef fulla trú á því að þessir flokkar nái saman ef það er vilji til þess. Ég sé miklu fleiri snertifleti á samstarfi heldur en að það beri eitthvað á milli. Ég þekki það bara úr starfi mínu í kjarasamningum að það starf snýst að miklu leyti um málamiðlanir. Ég er bara bjartsýnn,“ segir Ragnar.
Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira