Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Lovísa Arnardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. desember 2024 23:03 Stefanía segir Sjálfstæðisflokkinn hafa unnið varnarsigur þrátt fyrir lökustu frammistöðu flokksins. Stöð 2 Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og vann Samfylkingin stærsta sigurinn og bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Margir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir niðurstöðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að miðað við niðurstöðurnar megi ætla að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu flokkshollari en kjósendur hinna ríkisstjórnarflokkanna, Vinstri grænna og Framsóknar, sem misstu mun meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn endaði með 7,8 prósenta fylgi og fimm þingmenn og Vinstri græn eru horfin af þingi með 2,3 prósenta fylgi en voru með átta þingmenn. Þá segir hún formann Sjálfstæðisflokksins reyndan stjórnmálamann og að kosningabarátta flokksins hafi gengið vel. Miðflokkurinn hafi veitt flokknum samkeppni síðustu vikur og mánuði en fataðist flugið á síðustu metrunum. Þá hafi fylgið aftur ratað til Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafi líka tapað fylgi til Viðreisnar. „En það vannst varnarsigur,“ segir Stefanía en að á sama tíma sé þetta lakasta frammistaða flokksins í kosningum hingað til. Kristrún verði að hafa eitthvað að sýna Formenn flokkanna fara allir á fund forseta á morgun. Stefanía segir að forsetinn muni ræða við frambjóðendur um þeirra sýn og hvort þau sjái fram á að mynda meirihluta. „Kristrún verður að sýna fram á, til dæmis, að hún telji líklegt að Viðreisn og Flokkur fólksins séu tilbúin með henni í vegferð,“ segir hún og að það sé nokkuð líkleg niðurstaða eftir fund formannanna með forsetanum á morgun. Það þurfi þó ekki að þýða að það verði lokaniðurstaðan. Sama yrði að gilda um Bjarna en sá möguleiki sé ekki í hendi alveg strax vegna þess að boltinn er hjá Viðreisn. Flokkur fólksins hafi gefið út að þau vilji fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Viðreisn en að Viðreisn þurfi að spila leikinn þannig að þau reyni að fá fram sem mest af sínum stefnumálum án þess þó að gefa of mikið eftir. Formennirnir halda á fund forseta í fyrramálið. Kristrún Frostadóttir er fyrst klukkan 9. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Hún segir að miðað við niðurstöðurnar megi ætla að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu flokkshollari en kjósendur hinna ríkisstjórnarflokkanna, Vinstri grænna og Framsóknar, sem misstu mun meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn endaði með 7,8 prósenta fylgi og fimm þingmenn og Vinstri græn eru horfin af þingi með 2,3 prósenta fylgi en voru með átta þingmenn. Þá segir hún formann Sjálfstæðisflokksins reyndan stjórnmálamann og að kosningabarátta flokksins hafi gengið vel. Miðflokkurinn hafi veitt flokknum samkeppni síðustu vikur og mánuði en fataðist flugið á síðustu metrunum. Þá hafi fylgið aftur ratað til Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafi líka tapað fylgi til Viðreisnar. „En það vannst varnarsigur,“ segir Stefanía en að á sama tíma sé þetta lakasta frammistaða flokksins í kosningum hingað til. Kristrún verði að hafa eitthvað að sýna Formenn flokkanna fara allir á fund forseta á morgun. Stefanía segir að forsetinn muni ræða við frambjóðendur um þeirra sýn og hvort þau sjái fram á að mynda meirihluta. „Kristrún verður að sýna fram á, til dæmis, að hún telji líklegt að Viðreisn og Flokkur fólksins séu tilbúin með henni í vegferð,“ segir hún og að það sé nokkuð líkleg niðurstaða eftir fund formannanna með forsetanum á morgun. Það þurfi þó ekki að þýða að það verði lokaniðurstaðan. Sama yrði að gilda um Bjarna en sá möguleiki sé ekki í hendi alveg strax vegna þess að boltinn er hjá Viðreisn. Flokkur fólksins hafi gefið út að þau vilji fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Viðreisn en að Viðreisn þurfi að spila leikinn þannig að þau reyni að fá fram sem mest af sínum stefnumálum án þess þó að gefa of mikið eftir. Formennirnir halda á fund forseta í fyrramálið. Kristrún Frostadóttir er fyrst klukkan 9.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04