Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2024 21:36 Sigmundur Davíð og Bjarni sögðust báðir auðveldlega geta myndað ríkisstjórn en eðlilegt væri að Kristrún fengi fyrst tækifæri til að gera það. Samfylkingin sé stærsti flokkurinn. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fái stjórnarmyndunarumboð fyrst. Það vinni ekki margt með Sjálfstæðisflokknum svo hann geti gert kröfu um að fá það fyrst. Samfylkingin eigi að fá tilraun til þess að vinna úr því hann er stærstur flokka á þingi. Þetta kom fram í formannaspjalli við Heimi Má Pétursson eftir kvöldfréttir. Sigmundur Davíð og Bjarni ræddu við Heimi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir það. Það sé eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboðið en það sé eðlilegt að forsetinn viti það fyrir fram ef það sé hægt að mynda ríkisstjórn strax. „Ég er ekki að biðja um að fá umboðið þó ég gæti örugglega farið vel með það og gert eitt og annað. Það eiginlega blasir við að Kristrún fái stjórnarmyndunarumboð, bæði sem formaður stærsta flokksins og formaður þess flokks sem bætti mestu við sig,“ segir Sigmundur en bendir þó á að Miðflokkurinn hafi bætt hlutfallslega mestu við sig. Gæti myndað ríkisstjórn á níu dögum Fengi hann sjálfur umboðið segist hann geta myndað ríkisstjórn á sjö til níu dögum. Bjarni segir það séríslenskt að flokkar skuldbindi sig ekki í blokkir fyrir kosningar en það tíðkist ekki hér. Þó svo að flokkunum fækki þá sé enn verið að reyna að máta saman flokka. Sem dæmi sé hann með tillögur að átta ríkisstjórnum á blaði og í sjö þeirra sé „flokkurinn sem galt afhroð", sem sé flokkur hans. Sigmundur vill ekki spá fyrir um hverjir verði í ríkisstjórn en segist vona að hún verði borgaraleg. Bjarni segir mikilvægt að mynda borgaralega ríkisstjórn. Hvort hann myndi vilja með Samfylkingu þá sjái hann dæmið ekki endilega ganga upp. Bjarni segist ekki ætla í aðra ríkisstjórn þar sem flokkar sigla í öfuga átt. Þorgerður Katrín segist vilja frjálslynda miðjustjórn. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. 1. desember 2024 21:02 „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45 Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sigmundur Davíð og Bjarni ræddu við Heimi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir það. Það sé eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboðið en það sé eðlilegt að forsetinn viti það fyrir fram ef það sé hægt að mynda ríkisstjórn strax. „Ég er ekki að biðja um að fá umboðið þó ég gæti örugglega farið vel með það og gert eitt og annað. Það eiginlega blasir við að Kristrún fái stjórnarmyndunarumboð, bæði sem formaður stærsta flokksins og formaður þess flokks sem bætti mestu við sig,“ segir Sigmundur en bendir þó á að Miðflokkurinn hafi bætt hlutfallslega mestu við sig. Gæti myndað ríkisstjórn á níu dögum Fengi hann sjálfur umboðið segist hann geta myndað ríkisstjórn á sjö til níu dögum. Bjarni segir það séríslenskt að flokkar skuldbindi sig ekki í blokkir fyrir kosningar en það tíðkist ekki hér. Þó svo að flokkunum fækki þá sé enn verið að reyna að máta saman flokka. Sem dæmi sé hann með tillögur að átta ríkisstjórnum á blaði og í sjö þeirra sé „flokkurinn sem galt afhroð", sem sé flokkur hans. Sigmundur vill ekki spá fyrir um hverjir verði í ríkisstjórn en segist vona að hún verði borgaraleg. Bjarni segir mikilvægt að mynda borgaralega ríkisstjórn. Hvort hann myndi vilja með Samfylkingu þá sjái hann dæmið ekki endilega ganga upp. Bjarni segist ekki ætla í aðra ríkisstjórn þar sem flokkar sigla í öfuga átt. Þorgerður Katrín segist vilja frjálslynda miðjustjórn. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. 1. desember 2024 21:02 „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45 Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. 1. desember 2024 21:02
„En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45
Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04