Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 10:37 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er himinlifandi yfir niðurstöðunum. Vísir/Arnar Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi segist orðlaus yfir sigri flokksins í kjördæminu. Hún segir baráttu flokksins með þeim sem verst eru staddir og gegn óréttlæti hafa skilað þeim góðum árangri. Ásthildur Lóa Þórsdóttir er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en eftir lokatölur liggur fyrir að Flokkur fólksins hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 20 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,6 prósent og Samfylkingin 17,3 prósent. Þegar blaðamaður hringdi í Ásthildi í von um viðbrögð við lokatölunum í Suðurkjördæmi gerðist hann svo heppinn að fá að segja henni tíðindin. „Vá, er ég fyrsti þingmaður kjördæmisins? Ómægod!“ Ásthildur sagðist orðlaus yfir niðurstöðunum. „Þetta er stórkostlegt, algjörlega meiri háttar að Flokkur fólksins sé stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi.“ Í Alþingiskosningunum 2021 var Ásthildur kjörin þriðji þingmaður Suðurkjördæmis. Í kosningunum 2017 var Karl Gauti Hjaltason, þá efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi, kjörinn áttundi þingmaður flokksins í kjördæminu. Flokkurinn haldið fast í sín málefni Flokkur Fólksins bætir við sig þingmanni að þessu sinni, en Sigurður Helgi Pálmason nær að auki inn. „Það sem er svolítið sérstakt við Flokk fólksins er að við erum aldrei að draga neinar kanínur fram úr hattinum. Við erum alltaf að berjast fyrir því sama, við berjumst fyrir þeim sem eru verst staddir og við berjumst gegn óréttlæti,“ segir Ásthildur. Hún kunni enga aðra skýringu á velgengni flokksins í Suðurkjördæmi. „Þetta eru málefnin sem við stöndum fyrir, við erum búin að vera svakalega dugleg og höfum aldrei gefið eftir og aldrei kvikað. Við bjuggum ekki til nein ný kosningamál. Við erum erum bara að berjast fyrir sömu málunum.“ Enn berast tölur úr kjördæmunum og ný tíðindi úr kosningabaráttunni. Nýjustu vendingar má nálgast í kosningavaktinni hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en eftir lokatölur liggur fyrir að Flokkur fólksins hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 20 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,6 prósent og Samfylkingin 17,3 prósent. Þegar blaðamaður hringdi í Ásthildi í von um viðbrögð við lokatölunum í Suðurkjördæmi gerðist hann svo heppinn að fá að segja henni tíðindin. „Vá, er ég fyrsti þingmaður kjördæmisins? Ómægod!“ Ásthildur sagðist orðlaus yfir niðurstöðunum. „Þetta er stórkostlegt, algjörlega meiri háttar að Flokkur fólksins sé stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi.“ Í Alþingiskosningunum 2021 var Ásthildur kjörin þriðji þingmaður Suðurkjördæmis. Í kosningunum 2017 var Karl Gauti Hjaltason, þá efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi, kjörinn áttundi þingmaður flokksins í kjördæminu. Flokkurinn haldið fast í sín málefni Flokkur Fólksins bætir við sig þingmanni að þessu sinni, en Sigurður Helgi Pálmason nær að auki inn. „Það sem er svolítið sérstakt við Flokk fólksins er að við erum aldrei að draga neinar kanínur fram úr hattinum. Við erum alltaf að berjast fyrir því sama, við berjumst fyrir þeim sem eru verst staddir og við berjumst gegn óréttlæti,“ segir Ásthildur. Hún kunni enga aðra skýringu á velgengni flokksins í Suðurkjördæmi. „Þetta eru málefnin sem við stöndum fyrir, við erum búin að vera svakalega dugleg og höfum aldrei gefið eftir og aldrei kvikað. Við bjuggum ekki til nein ný kosningamál. Við erum erum bara að berjast fyrir sömu málunum.“ Enn berast tölur úr kjördæmunum og ný tíðindi úr kosningabaráttunni. Nýjustu vendingar má nálgast í kosningavaktinni hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent